Fréttablaðið - 05.04.2008, Síða 70
42 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Í dag kl. 17 heldur áfram kamm-
ertónleikaröð Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í Þjóðmenning-
arhúsinu. Flutt verða verk eftir
þýska tónskáldið Louis Spohr
(1784-1859), en á sinni tíð var
honum hiklaust stillt upp við hlið
Mozarts og Beethovens þegar
talað var um mestu tónskáld
samtímans. Spohr var afkasta-
mikið tónskáld, fiðluvirtúós
og dáður hljómsveitarstjóri og
kennari.
Þetta verða fjölbreyttir tónleik-
ar þar sem ýmis stíleinkenni hins
merka tónskálds fá að njóta sín,
en Spohr var þekktur fyrir að tileinka sér hratt strauma og stefnur í
tónlist og sér þess vitaskuld stað í verkum hans. Leikinn verður kafli
úr Tríói fyrir hörpu, fiðlu og selló, en Spohr skrifaði mikið af verkum
þar sem harpa er í áberandi hlutverki, enda eiginkona hans hörpu-
leikari í fremstu röð. Þá verða flutt
þrjú sönglög, og bætist þar sópran-
söngkonan Ingibjörg Guðjónsdóttir
í hóp hljóðfæraleikaranna. Að
lokum verður síðan leikinn oktett
fyrir fiðlu, tvær víólur, selló, klarín-
ettu, tvö horn og kontrabassa.
Hljóðfæraleikarar á tónleikunum
eru Katie Buckley hörpuleikari, Ari
Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, selló-
leikarinn Margrét Árnadóttir, Einar
Jóhannesson á klarinett, víóluleik-
ararnir Þórunn Ósk Marinósdóttir
og Þórarinn Már Baldursson,
hornleikarnir Jósef Ognibene og
Emil Friðfinnsson og Richard Korn
kontrabassaleikari.
Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast þessum forvitnilega tón-
smið í glæsilegum húsakynnum Þjóðmenningarhússins þar sem
andi aldanna svífur yfir vötnum. - pbb
Krystalstónleikar í dag
Kl. 16
Söngvarar úr fjórum kórum í
Reykjavík halda tónleika í dag kl. 16
í Sölvhóli, tónleikasal Listaháskóla
Íslands, Sölvhólsgötu 13. Öll tónlistin
sem flutt verður er samin af kórfélög-
unum sjálfum undir handleiðslu
tónlistarmannsins Gunnars Ben.
Flytjendurnir eru félagar úr kórum
Iðnskólans í Reykjavík, Menntaskól-
ans við Sund, Kvennaskólans í
Reykjavík og Verslunarskóla Íslands.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis
og öllum opinn.
Í vikunni var tilkynnt um
tilnefningar valnefndar
til Íslensku þýðingar-
verðlaunanna sem afhent
verða af forseta Íslands á
Gljúfrasteini í lok apríl. Í
dómnefnd sátu bókmennta-
fræðingar og blaðamenn,
allt valinkunnir fagurkerar
á íslenskar og erlendar
bókmenntir, þau Silja Aðal-
steinsdóttir, Árni Matthías-
son og Fríða Björk Ingvars-
dóttir.
Tilnefndar bækur til Íslensku þýð-
ingarverðlaunanna 2008 eru eftir-
talin verk en þrátt fyrir barlóm
útgefenda var kraftur í þýðingum
úr erlendum tungumálum, bæði
frumþýðingar af þeirri tungu sem
verkin voru samin á og eins þýðing-
ar sem snúið er af öðru tungumáli.
Verkin eru þessi:
Brandarinn, Milan Kundera.
Friðrik Rafnsson þýðir. JPV útgáfa.
Brandarinn (Zert) var fyrsta skáld-
saga Milans Kundera (1967), myrk
saga um það hvernig hefndarhugur
eitrar líf ungs manns. Friðrik
Rafnsson hefur nú þýtt allar skáld-
sögur Kunderas og texti Brandar-
ans ber með sér að þýðandinn er
nákunnugur stíl höfundar.
Loftskeytamaðurinn, Knut
Hamsun. Jón Kalman Stefánsson
þýðir. Uppheimar. Loftskeytamað-
urinn (Sværmere), ein skemmtileg-
asta bók Knuts Hamsun, segir frá
Ole Rolandsen, drykkfelldum og
sjálfumglöðum kvennamanni sem
reynist þó eiga óvæntar hliðar. Jón
Kalman nýtur þess augljóslega að
þýða fyndinn og oft ósvífinn text-
ann.
Módelið, Lars Saabye Christen-
sen. Sigrún Kr. Magnúsdóttir þýðir.
Mál og menning. Módelið (Mod-
ellen) er um virtan myndlistar-
mann sem lendir í alvarlegri sið-
klípu þegar hann stendur frammi
fyrir því að verða blindur. Þýðingin
fangar vel bæði kurteislegt yfir-
borð sögunnar og óhugnað undir-
textans.
Móðurlaus Brooklyn, Jonathan
Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl
þýðir. Bjartur. Móðurlaus Brooklyn
(Motherless Brooklyn) gerist í
heimi jaðarfólks í New York. Aðal-
persóna og sögumaður þjáist af
Tourette-áráttuhegðun sem meðal
annars kemur fram í því að hann
verður að snúa upp á orð sem hann
heyrir og endurtaka þau í endalaus-
um tilbrigðum. Það hefur ekki verið
einfalt að endurskapa þennan
óskapnað á íslensku.
Skíðaferðin, Emmanuel Carrère.
Sigurður Pálsson þýðir. JPV útgáfa.
Skíðaferðin (La classe de neige)
hans Nicolasar litla byrjar illa og
endar enn þá verr, og það er allt
pabba hans að kenna. Tónn sögunn-
ar er bernskur en þó mettaður orð-
lausri skelfingu sem þýðandi nær
með miklum ágætum. - pbb
Tilnefningar birt-
ar til Þýðingar-
verðlaunanna
Ráðstefna um barna- og unglinga-
bókmenntir fer fram í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi í Breið-
holti í dag á milli kl. 10.30 og 14.
Þetta verður í tíunda skipti sem
ráðstefnan er haldin og er yfir-
skrift hennar að þessu sinni „Ungl-
ingabókin – meira en bara brjóst og
bólur?“
Þátttakendur í ráðstefnunni kafa
í heim unglingabókmennta á Íslandi
bæði fyrr og nú. Frummælendur
eru Ármann Jakobsson, Anna Þor-
björg Ingólfsdóttir, Ragnheiður
Gestsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir
og Kjartan Björnsson. Dagskrár-
stjórnandi ráðstefnunnar er Aðal-
steinn Ásberg Sigurðsson. Aðgang-
ur er ókeypis og öllum opinn en
áhugasamir geta kynnt sér dagskrá
ráðstefnunnar betur á heimasíðu
Gerðubergs: www.gerduberg.is - vþ
Unglingabækur til
umræðu á ráðstefnu
AÐALSTEINN ÁSBERG SIGURÐSSON
Dagskrárstjóri ráðstefnu um unglinga-
bækur sem fer fram í Gerðubergi í dag.
TÓNLIST Ingibjörg, Einar og Katie á æfingu í vikunni. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ/
BÓKMENNTIR Ljóðskáld liggja í þýðing-
um - Eiríkur Örn tilnefndur
BÓKMENNTIR Sigurður Pálsson líka fyrir
frábæra þýðingu á sálfræðitrylli