Fréttablaðið - 05.04.2008, Page 72
44 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR
Á morgun kl. 16 munu
nemendur á framhalds-
stigi í Söngskólanum
Domus Vox standa fyrir
söngskemmtun í anda
Mozarts í húsnæði skól-
ans á Laugavegi 116.
Píanóleikari á tónleikun-
um er Antonía Hevesí, en
dagskráin er sett saman
af söngkonunni og kenn-
ara skólans, Ingu J. Back-
man. Þá lýkur áttunda
starfsári Söngskólans
Domus Vox, en hann
hefur starfað undir stjórn
Margrétar J. Pálmadótt-
ur frá upphafi. Þetta er
annar vetur skólans í
nýju húsnæði hans á Laugavegi
116. Um þessar mundir
eru nemendur skólans
ásamt kórfélögum um tvö
hundruð og sjötíu talsins.
Þrír kórar starfa þar
einnig undir sama þaki,
kvennakórarnir Vox fem-
inae og Gospelsystur
Reykjavíkur og Stúlkna-
kór Reykjavíkur. Nem-
endur og kórfélagar hafa
ærna ástæðu til að fagna
á morgun en þá tekur
skólinn við myndarlegri
gjöf, 150 nýjum stólum
frá einum nemanda skól-
ans. Því þótt konur vilji
helst standa þegar þær
syngja hátt er gott að fá
sér sæti á milli. - pbb
Domus Vox
SÖNGLIST Margrét
J. Pálmadóttir,
kórstýra og
frumkvöðull, er
sprautan á bak við
starf Sönghússins
Domus Vox.
Listahátíðin Sequences 2008 hefst
laugardaginn 11. október og lýkur
föstudaginn 17. október. Hátíðin
verður haldin í þriðja sinn í haust
og skarast við Airwaves sem verð-
ur á komandi hausti haldin dag-
ana 15.-19. október. Myndlist og
tónlist munu því takast í hendur í
tvo sólarhringa á komandi hausti.
Framkvæmdastjóri Sequences-
hátíðarinnar er Tinna Guðmunds-
dóttir og listrænn stjórnandi
Kristín Björk Kristjánsdóttir,
betur þekkt sem Kira Kira.
Sequences er sjálfstæð listahá-
tíð sem haldin er árlega. Hún var
haldin í fyrsta skipti í Reykjavík
árið 2006. Stofnendur hátíðarinn-
ar eru Nýlistasafnið, Kling og
Bang, Gallerí Dvergur, Bananan-
anas og Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar. Í aðalstjórn
Sequences sitja: Dr. Christian
Schoen, Nína Magnúsdóttir, Birta
Guðjónsdóttir og Daníel Björns-
son.
Tilgangur Sequences er að vera
leiðandi í að sýna framúrstefnu-
lega myndlist sem einblínir á
óhefðbundin rými. Aðaláhersla er
lögð á tímatengda list, s.s. gjörn-
inga, myndbandslist, hljóðlist, tón-
list, hönnun og samtvinnun þess-
ara miðla. Má vænta að ráðning
Kiru Kiru í stöðu listræns stjórn-
anda hátíðarinnar auki enn hlut
tónlistar í dagskrá hátíðarinnar.
Sequences er afsprengi öflugs
myndlistarumhverfis á Íslandi og
er fyrsta listahátíðin sem sett
hefur verið á laggirnar hér á landi
sem einblínir eingöngu á mynd-
list. Yfir tvö hundruð listamenn
hafa tekið þátt í hátíðinni sem
gefur ungum íslenskum myndlist-
armönnum tækifæri til að láta ljós
sitt skína og á sama tíma að kynn-
ast listsköpun erlendra myndlist-
armanna sem vinna með sömu
miðla. Sýningarstaðir hafa verið
af mörgum toga og hefur hátíðin
teygt anga sína um alla Reykjavík.
Ásamt listamannareknum gallerí-
um borgarinnar hafa stærri söfn
og stofnanir tekið þátt í hátíðinni.
Af þeim má nefna Listasafn
Reykjavíkur, i8, Safn, Turpentine
og Þjóðminjasafnið. Listamenn
hátíðarinnar hafa einnig sýnt í
óhefðbundnum sýningarrýmunum
eins og í verslunum, almennings-
rýmum og jafnvel á textavarpinu.
Þetta hefur opnað fyrir margar
fjölbreyttar tengingar milli lista-
verksins og áhorfandans.
Fyrir Sequences 2008 hefur
tekið til starfa listræn stjórn sem
er samansett af átta manns með
víðtæka reynslu úr menningar-
geiranum. Stjórnin mun hafa
umsjón með dagskrá Sequences í
ár. Í henni sitja Huginn Þór Ara-
son, Birta Guðjónsdóttir, Rebekka
Silvía Ragnarsdóttir, Goddur,
Katrín Ólína Pétursdóttir, Kristín
Björk Kristjánsdóttir, Bjarki
Bragason og Andrea Maack. Hefur
listræn stjórn hátíðarinnar í haust
valið fjörutíu listamenn til þess að
skila inn tillögum að verki fyrir
hátíðina. Tillögurnar verða síðan
teknar til yfirferðar og ákveðin
verk valin út frá listrænu inntaki
og samspili við umhverfið. Með
þessu ferli ætlar stjórnin að leggja
áherslu á gæði umfram magn og
efla hátíðina sem metnaðarfullt
listrænt og rúmfrekt afl.
pbb@frettabladid.is
Sequences í haust
MYNDLIST Kira Kira, eða Kristín Björk Kristjánsdóttir, höfundur á ýmsum sviðum lista,
er listrænn stjórnandi Sequences á komandi hausti.
Verkið Sjöund verður opinberað á
Torginu í Þjóðminjasafni Íslands í
dag kl. 14. Verkið er eftir Gunnar
Hersvein rithöfund og Sóleyju
Stefánsdóttur hönnuð og felst í
ljóðaumslagi og sjö grafískum
ljóðamyndum. Með Sjöund er gerð
tilraun til að sleppa ljóðinu lausu
úr ljóðabókinni og fólk fær tæki-
færi til að senda ljóð hvert til ann-
ars. Gunnar Hersveinn les upp
ljóð við þetta tilefni.
Umslög geyma oftast bréf og á
þau er ritað nafn og heimilisfang
og frímerki er límt í hægra horn.
Sjöund Gunnars Hersveins er
umslag sem uppfyllir þessi skil-
yrði, en er um leið einnig bréf.
Móttakandi opnar umslagið, les
nokkrar línur frá sendanda og
ljóðabókina.
Gunnar Hersveinn er hugvís-
indamaður sem starfar við miðlun
og sköpun sem birtist í ritstörfum,
kennslu og blaðamennsku hjá
Reykjavíkurborg, Lesbók, Við-
skiptablaðinu, Listaháskóla
Íslands og JPV útgáfu. Sjöund er
fjórða ljóðabók höfundar. Sóley
Stefánsdóttir er hönnuður og hug-
vísindakona sem hefur starfað við
grafíska hönnun og rannsóknir
innan hönnunar og myndrænnar
miðlunar. Í verkinu Sjöund tekst
hún, í samvinnu við Gunnar Her-
svein, á við að opna möguleika
ljóðlistar út fyrir hinar hefð-
bundnu ljóðabækur. Ljóð og lógó
eru af sama meiði og hér gerir
Sóley tilraun til að tefla þessum
systkinum fram sem einni heild.
Ljóð móta heim úr mörgum áttum,
rétt eins og myndræn framsetn-
ing gerir ætíð. - vþ
Ljóðið leikur
lausum hala
GUNNAR HERSVEINN Flytur ljóð í Þjóð-
minjasafninu í dag í tilefni af sýningu á
verkinu Sjöund.
Sýning á bókverkum sem börnin
á elstu deild leikskólans Sæborg
unnu í vetur verður opnuð í bóka-
versluninni Útúrdúr á Njálsgötu
14 í dag kl. 15.
Börnin fengu frjálsar hendur
við gerð bókverkanna og spanna
þau því breitt svið viðfangsefna.
Á meðal þess sem sjá má á sýn-
ingunni eru því „sjóræningja-
bækur“, „prinsessubækur“,
„jólasöngvabækur“, „ljósmynda-
bækur“ og „strumpasögur“.
Börnin sáu sjálf um textagerð og
myndskreytingu bókanna og er
því hver bók persónulegt og ein-
stakt listaverk.
Sýningin stendur til 12. apríl
næstkomandi. -vþ
Bókverk leikskólabarna
FRJÁLSAR HENDUR Eitt af bókverkun-
um sem sjá má á sýningunni í Útúrdúr.
FÖSTUD. 4. APRÍL KL. 20 OG
LAUG. 5. APRÍL KL. 16 OG KL. 20
SÖKNUÐUR - TÓNLEIKAR Í MINNINGU
VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR.
UPPSELT!
SUNNUD. 6. APRÍL KL. 20
TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR
MARGRÉT HRAFNSDÓTTIR OG
HRÖNN ÞRÁINSDÓTTIR.
FRUMRAUN Í TÍBRÁ!
ÞRIÐJUD. 8. APRÍL KL. 20
SÖNGUR, FIÐLA, PÍANÓ
BRAGI BERGÞÓRSSON, ELFA RÚN OG
KRISTINN ÖRN KRISTINSSON.
TÓNSNILLINGAR MORGUNDAGSINS!
MIÐVIKUD. 9. APRÍL KL. 20
KLARINETT OG PÍANÓ
VÍÐIR SMÁRI PETERSEN.
BURTFARARPRÓF FRÁ TR!
FIMMTUD. 10. APRÍL KL. 20
SÖNGTÓNLEIKAR
HÖRN HRAFNSDÓTTIR OG
ANTONÍA HEVESI.
30. mars - uppselt
3. april
4. april
10. april
11. april
17. april
18. april
23. april
24. april
NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA!
D
Y
N
A
M
O
R
EY
K
JA
V
IK Sýnt í Salnum Kópavogi
Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, á salurinn.is
og midi.is. Miðaverð 2000 kr. Helmingsafsláttur fyrir
viðskiptavini Byrs ef keypt er í miðasölunni í Salnum.
ATH! Takmarkaður sýningafjöldi.
D
Y
N
A
M
O
R
EY
K
JA
V
IK
Þri 15/4 kl. 20
Mið 16/4 kl. 20
Fös 18/4 kl. 21
Lau 19/4 kl. 19
Lau 19/4 kl. 21
Fös 2/5 kl. 19
Fös 2/5 kl. 21
Lau 3/5 kl. 20
Lau 3/5 kl. 22
Fös 16/5 kl. 19
Fös 16/5 kl. 21
Lau 17/5 kl. 19
Lau 17/5 kl. 21
Forsýning - uppselt
Forsýning - uppselt
Frumsýning - uppselt
Uppselt
S Ý N I N G A R
Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það HVERS VIRÐI ER ÉG?
Óborganlega fyndin sýning Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga.
Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar.