Fréttablaðið - 05.04.2008, Qupperneq 74
46 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Vor í Kaupmannahöfn!
Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup-
mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi.
Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur
sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben.
Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum.
Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com
Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
OKKUR
LANGAR Í
…
töff hálsklút frá
Dead sem er möst
við blazerjakka vorsins frá
Nonnabúð, Laugavegi.
Eitt finnst mér oft gleymast þegar kemur að fyrirlestrum um góðan stíl.
Það er endalaust hægt að predika í blöðum um hvernig á að klæða sig
smekklega og hvernig á að fylgja nýjustu tískustraumum (án þess þó að
reyna um of). En hvað er stíll ef maður kann ekki góða siði? Hvað er
það eiginlega með þessa ágætu þjóð að þurfa alltaf að troða sér fram
fyrir alla, biðja aldrei kurteislega um nokkurn hlut, þakka ekki fyrir
sig, né sýna neitt sem ber vott af siðmenningu og herramennsku? Nú
er ég alls ekki týpan sem ætlast til þess að karlmenn borgi fyrir mig
kvöldverð né opni fyrir mér dyr, en hér í borg er vaninn frekar sá að
hurðinni sé skellt, allhranalega, beint í andlitið á mér. Börn sem ég
þekki ekkert eru gjörn á að ávarpa mig með þjósti og frekju og nota
aðeins boðhátt. „Gefðu mér að borða, ég er svöng,“ er dæmi um slíka
setninganotkun en þegar ég var lítil var manni kennt að biðja pent og
kurteislega. Þá bar maður virðingu fyrir fullorðnu fólki og var bara
frekar feiminn við það. Núna er eðlilegt að skipa manni fyrir eða ræða
um hversu ömurlegan smekk maður hafi á sjónvarpstækjum. Ljótur
orðaforði hjá hvaða aldurshópi sem er fer líka óstjórnlega í taugarnar
á mér, hvort sem það eru karlmenn, konur eða börn, og ég vildi að
fleiri væru meðvitaðir um hversu mikill sjarmi er falinn í því að
nota íslenskuna rétt. Á skjánum segja okkar ágætu sjón-
varps„stjörnur“ hluti eins og ÉG VILL í stað ég vil og STÆÐSTA
húsið í stað þess stærsta og svo þjást afar margir af þústarveik-
inni eins og ég kalla hana. Þið vitið, þú veist, þú veist í öðru hvoru
orði. Annað sem mér finnst að ætti að skrifa bók um er endalaus
notkun tyggigúmmís á landinu. Wrigley‘s hlýtur að stórgræða á
okkur miðað við tyggjóklessurnar sem skreyta götur miðborgarinnar.
Hættum að agnúast út í graffarana og sektum fólk fyrir að henda
tyggjói á gangstéttina. Svo er varla hægt að tala við afgreiðslumann-
eskju í búð nema hún tali í gegnum tyggjójapl. Meira að segja ansi
fullorðnar konur láta smella í tyggjói við furðulegustu tækifæri: í
boðum, á hárgreiðslustofum eða jafnvel í símann þegar þær tala við
fólk. Hefur enginn tekið eftir því að tyggjótyggerí setur svona
undarlega tómlegan svip á andlitið, rétt eins og kýr á beit? Svo, að
síðustu, er bara nokkuð sem er svona almenn ókurteisi, þegar fólk
yfirheyrir mann um fáránlegustu hluti eða lætur hvað sem er detta út
úr sér. Fólk hittir kannski bekkjarfélaga sína eftir tíu ár og segir: „Nei,
ég þekkti þig ekki aftur, þú varst einu sinni svo flott,“ eða „Þú ættir nú
ekki að borða franskar kartöflur í þinni vigt,“ og þar fram eftir
götunum. Svo ég tali nú ekki um liðið sem virðist hafa áhyggjur af
giftingum og barneigum annarra, svo miklar að þetta er það eina sem
það spyr um. „Manners before morals,“ sagði snillingurinn Oscar Wilde
í Lady Windermere‘s Fan. Ég geng nú ekki svo langt að segja að kurteisi
sé framar siðgæði, en kurteisi fegrar og hún kostar jú ekki neitt.
gullfallega og gyllta ball-
erínuskó frá Taryn Rose.
Fást hjá Þráni skóara,
Vegamótastíg.
> TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR
Prada-stuttmynd gerir lukku Ítalski hönnuðurinn
Miuccia Prada gerði stuttmynd sem fylgir vor- og sumar-
línu hennar eftir og nefnist „Trembled Blossoms“ (titrandi
blómstur). Eftir að hafa vakið mikla hrifningu í Los Angel-
es fyrir skömmu var hún sýnd á ný í Tókýó. Stuttmyndin
sýnir fiðrildi breytast í sólgleraugu á undraverðan hátt.
Öllum helstu stórstjörnum
Japans var boðið á sýning-
una og svo í veglega veislu í
kjölfarið í Aoyama Epicenter.
Meðal þekktra andlita voru
leikkonurnar Ayumi Ito og
Maki Sakai og Babel-stjarn-
an Rinko Kikuchi, allar að
sjálfsögðu klæddar í nýjustu
Prada-línuna.
svöl „old-stock“
Porsche sólgler-
augu frá Nonnabúð,
Laugavegi.
STÍLHREINT
Smart grá
kápa með
svörtum
brydding-
um við há
leðurstígvel
frá Etro.
KÓSAKKI
Falleg hvít
skyrta með
víðum
ermum í
rússnesk-
um stíl frá
Gucci.
Kurteisi ofar öllu
AÐSNIÐIÐ
Falleg flau-
elsföt með
rússnesku
hermanna-
ívafi frá Gucci
fyrir haust og
vetur 2008.
Ítalskir hönnuðir sóttu óspart innblástur til hermennsku fyrir næsta haust
og vetur. Herklæði sáust í ýmsum myndum, allt frá spælum á öxlum,
orðum og gylltum hnöppum hjá Moschino yfir í rússneskan kósakkastíl
hjá Gucci. Mikilvægt er að ná sér í fallega sniðinn hermannalegan jakka
til að nota við aðsniðnar buxur eða síð pils. amb@frettabladid.is
HERNÁM Á
TÍSKUPÖLLUNUM
STRÍÐSHRJÁÐ Dásamlegur hvítur
hermannajakki við svartar buxur og
kósakkaskyrtu hjá Gucci.
ALKLÆÐNAÐUR
Fyrirsætan Freja
Beha Ericssen lítur
út eins og banda-
rískur flugher-
maður á tískupalli
Moschino fyrir
haust og vetur
2008.
HERMANNARAUTT Sláandi
fögur eldrauð kápa í her-
mannastíl frá Gucci.