Fréttablaðið - 06.04.2008, Page 2

Fréttablaðið - 06.04.2008, Page 2
2 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR Þú sparar 500 kr. 998 kr.kg noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Sunnudagssteikin Lambalæri TILBOÐ! SPRENGI- TEXAS, AP Rúmlega fimmtíu stúlkur voru síðdegis á föstudag fluttar af búgarði sértrúarsafn- aðar í Texas í Bandaríkjunum vegna gruns um kynferðislega misnotkun. Yfirvöld sóttu stúlkurnar, sem eru á aldrinum sex mánaða til sautján ára, eftir að þeim bárust ábendingar um misnotkun á sextán ára gamalli stúlku. Talið er að um 150 manns búi á búgarðinum og tilheyra þeir allir FLDS-söfnuðinum. Leiðtogi safnaðarins, Warren Jeffs, var fangelsaður í fyrra eftir að hann var fundinn sekur um að hafa neytt 14 ára stúlku í söfnuðinum til að giftast frænda sínum. Hann bíður nú réttarhalda í Arizona þar sem hann er kærður fyrir aðild að nauðgunum og sifja- spellsmálum. - þo Misnotkun í sértrúarsöfnuði: Stúlkur neydd- ar í hjónaband LANDBÚNAÐUR Einar K. Guðfinns- son, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, hefur lagt fram frum- varp til nýrra matvælalaga, sem heimilar innflutning á hráu kjöti. Hann segir frumvarpið munu auka vöruúrval og samkeppni hér á landi verði það að lögum. Niður- felling tolla á landbúnaðarvörum kemur ekki til greina nema tollar á íslenskar vörur verði felldir niður. Þetta kom fram í ræðu Einars á opnum fundi í Valhöll í gær. Með nýjum lögum verður matvælalög- gjöf Evrópusambandsins tekin upp óbreytt. Helsta breytingin er að heimilt er að flytja inn hvers konar kjöt sem viðurkennt er af matvælastofnunum. Breytingin er mikil þar sem innflutningur á ósoðnu kjöti hefur verið með öllu óheimill. Spurður um mikilvægi nýrrar löggjafar segir Einar að nái hún fram að ganga yrði það grundvall- arbreyting í íslenskum landbún- aði. „Öll viðurkennd matvæla- framleiðsla innan evrópska efnahagssvæðisins á greiða leið á markað hérlendis. Þetta eru hins vegar ekki lög sem kveða á um tolla og Ísland getur áfram skapað sínum landbúnaði innflutnings- vernd, kjósum við að gera það.“ Einar segir ljóst að eftirlitskostn- aður muni aukast og samkvæmt kostnaðarmati fjármálaráðuneyt- isins verði hann um 120 milljónir á þessu ári. Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna, segir að um tækifæri sé að ræða fyrir bændur. „Við þurfum ekki lengur að sækja um leyfi fyrir okkar slát- urhús og kjötvinnslur ef við vilj- um standa í útflutningi. Reynslan kennir okkur hins vegar að hræð- ast að þetta verði flókið og útheimti mikið skrifræði og eftirlit, með þeim kostnaði sem það útheimtir.“ Haraldur segir víst að innflutn- ingur verði töluverður sem verði að skoðast í samhengi við búfjár- sjúkdóma. „Helst verður þrýst- ingur á innflutning á svína- og kjúklingakjöti þar sem heilbrigð- isstaða íslenskrar framleiðslu er einstök. Við erum ekki rólegir yfir því ef hingað flyst kjöt sem meng- að er af sjúkdómum sem ógnar margra ára uppbyggingarstarfi íslenskra bænda.“ Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir fréttirnar góðar og hvetjandi. „Þetta eru tækifæri til að bjóða upp á margvíslegar gæðavörur sem hingað til hafa ekki verið hér á borðum. Við erum hluti af EES og eðlilegt að við njót- um sömu aðstöðu.“ svavar@frettabladid.is Grundvallarbreyting boðuð í landbúnaði Heimilt verður að flytja hráa kjötvöru til landsins verði nýtt frumvarp landbún- aðarráðherra að lögum. Um grundvallarbreytingu er að ræða. Eftirlitskostnað- ur verður töluverður. Varað er við að búfjársjúkdómar taki sig upp að nýju. ÚR KJÖTBORÐINU Verði frumvarp ráðherra að lögum mun úrval neytenda stóraukast. Bændur sjá nýja löggjöf sem tækifæri sem þó getur útheimt kostnaðarsamt eftirlit. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI EINAR K. GUÐFINNSSON HARALDUR BENEDIKTSSON UMHVERFISMÁL Tórbjörn Jacobsen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, hefur boðið kollega sínum Einari K. Guðfinnssyni að kynna skipu- lag íslensks sjávarútvegs á alþjóð- legri loftslagsráðstefnu í Færeyj- um sem hefst á mánudag. Al Gore, nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna, er frummælandi á ráð- stefnunni. Einar hefur þekkst boðið og segir Tórbjörn hafa óskað eftir að fá kynningu á með hvaða hætti ákvarðanir eru teknar um afla- heimildir og niðurskurð þeirra og heildarskipulag íslensks sjávar- útvegs. „Ég taldi þetta heiður fyrir Íslendinga að koma þessu sjónarmiði á framfæri á ráðstefn- unni sem mjög er horft til vegna komu Als Gore. Í þessu felst við- urkenning á þeirri aðferðafræði sem við byggjum sjávarútveginn á.“ Á ráðstefnunni verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á líf- ríki sjávar í Norður-Atlantshafi. Al Gore dvelur á Íslandi í boði forseta Íslands í næstu viku og flytur fyrirlestur á opnum fundi um umhverfismál í Háskólabíói. Einar verður samferða nóbels- verðlaunahafanum til landsins. Spurður hvað Einar hefur hugsað sér að ræða við Gore á leiðinni segir hann ekki ólíklegt að hug- myndir Íslendinga um sjálfbæra nýtingu sem liggur íslenskum sjávarútvegi til grundvallar ber- ist í tal. „Í því felst tækifæri þar sem hann er áhrifamikill í umhverfisumræðunni í heimin- um,“ segir Einar. - shá Sjávarútvegsráðherra fær tækifæri til að ræða umhverfismál við Al Gore: Tækifæri til að kynna sjónar- mið okkar í umhverfismálum KOLLEGAR Tórbjörn Jacobsen hefur boðið Einari að kynna íslenskan sjávarútveg á ráðstefnu í Færeyjum þar sem nóbelsverðlaunahafinn Al Gore er frummælandi. Stunginn í háls og síðu Karlmaður kom á slysadeild í fyrrinótt með stungusár á hálsi og síðu. Kvaðst hann hafa hlotið sárin í átökum í húsi í austurbæ Reykjavíkur. Skömmu síðar handtók lögreglan þrjá menn þar. Var grunaður árásarmaður látinn gista fangageymslur og yfirheyrður í gær. Geiri, hagaði dómarinn sér dólgslega? Já, hann vændi mig um að fara með rangt mál. Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, er óhress með að Hér- aðsdómur Reykjavíkur vísaði meiðyrða- máli hans frá. Þar gaf viðmælandi í skyn að hann gerði út á vændi á veitingastað sínum. Geir Gunnarsson, fyrrverandi alþingis- maður og aðstoðarrík- issáttasemj- ari, er látinn. Geir fæddist í Hafnarfirði þann 12. apríl 1930. Hann tók stúdentspróf frá MR 1951 og nam viðskipta- fræði við Háskóla Íslands. Geir sat á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið í rúma þrjá áratugi eða frá árinu 1959 til 1991. Eftirlifandi eiginkona Geirs er Ásta Lúðvíksdóttir og eiga þau fimm uppkomin börn. Geir Gunnars- son látinn FÓLK „Þetta hefur aldrei farið svona vel af stað og það stefnir í algjöra metskráningu,“ segir Hjördís Rós Jónsdóttir, æskulýðs- fulltrúi hjá KFUM og KFUK. Vor- hátíð félaganna fór fram í gær og þar var opnað fyrir skráningu í sumarbúðir og á sumarnámskeið- in sem haldin verða í sumar. Hjördís segir að í heildina séu í boði pláss fyrir um 3000 börn og meira en 1000 hafi skráð sig í gær. „Það er strax orðið fullt í suma flokkana enda var komin röð fyrir utan klukkustund áður en við opn- uðum húsið. Það virðist alltaf vera jafn vinsælt að fara í sumarbúðir og vinsælustu námskeiðin hér í bænum fyllast líka hratt,“ segir Hjördís. KFUM og KFUK reka sumar- búðir í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri og við Hólavatn í Eyjafirði. - þo Skráning í sumarstarf KFUM og KFUK hófst í gær: Biðröð eftir sumarbúðaplássi SÍVINSÆLAR SUMARBÚÐIR „Við erum númer 784 í röðinni,“ gæti konan verið að segja í sím- ann. Fjölmargir mættu á vorhátíð KFUM og KFUK í gær til að skrá sig í sumarbúðir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SLYS Karlmaður á sjötugsaldri lést þegar tjakkur gaf sig og bíll sem hann var að gera við féll á hann. Slysið varð í Hafnarfirði um tvöleytið í gær. Tvö vitni komu að manninum og höfðu þau lyft bílnum og náð manninum undan honum þegar lögreglan kom á vettvang. Tildrög slyssins eru ókunn en málið er í rannsókn. - ovd Slys í Hafnarfirði: Maður á sjö- tugsaldri lést LÖGREGLUFRÉTTIR FÓLK Björgólfur Thor Björgólfs- son var fluttur í skyndingu á sjúkrahús í Sofíu í Búlgaríu fyrir helgi vegna óþæginda í eyra. Kom í ljós að hann var með sýkingu í miðeyra. Miklar þrýstingsbreytingar í flugi valda sýkingu af þessu tagi, segir í frétt Sofia News Agency. „Thor Björgólfsson verður að lengja dvöl sína í Búlgaríu þar sem sýkingin kemur í veg fyrir að hann geti flogið,“ segir þar. Björgólfur Thor fékk fúkkalyf á sjúkrahúsinu og var síðan útskrif- aður. „Hann er nú við hesta- heilsu,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga. - ghs Björgólfur Thor í Búlgaríu: Fluttur með hraði á spítala TÓNLEIKAR Bandaríski tónlistar- maðurinn Paul Simon er á leiðinni til landsins í sumar til tónleika- halds. Hann náði heimsfrægð ásamt Art Garfunkel í dúettnum Simon & Garfunkel en hefur einnig átt giftusamlegan sólóferil. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir list sína og verið ötull baráttumaður fyrir mannréttindum í Afríku og víðar. Með Simon í för verður fjöldi þekktra hljóðfæraleikara en hann er þekktur fyrir að safna í kringum sig tónlistarfólki hvaðanæva úr heiminum. Tónleikarnir verða í Laugardals- höllinni 1. júlí. - shá Tónleikar boðaðir í sumar: Paul Simon á leið til landsins PAUL SIMON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.