Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.04.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.04.2008, Qupperneq 10
10 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 BITBEIN Illugi Gunnarsson spyr: Þarf að breyta stjórnarskránni til að koma í veg fyrir framkvæmdir í Helguvík? ILLUGI GUNNARSSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Hversu fagurt er fagra Ísland? Margir náttúruverndarsinnar kusu Samfylk-inguna í góðri trú í kosningunum 2007. Flokkurinn lagði fram fagra stefnu um fag- urt Ísland þar sem nýjar og ákveðnari áherslur voru lagðar á náttúruverndarsjónarmið en áður hafði sést hjá þeim flokki. Allar götur síðan hafa ýmsar blikur verið á lofti með að stefnan væri meira í orði en á borði en nú tekur stein- inn úr. Úrskurður umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, sýnir að hin fögru fyrirheit stendur ekki til að efna. Með undanslætti kemur hún sér hjá því að taka efnislega afstöðu í mál- inu, vísar kröfu um ógildingu frá og skýlir sér bak við meðalhófsreglu þegar hún hafnar því að umhverfisáhrif vegna álvers í Helguvík og fram- kvæmdum tengdum því verði metin saman. Gildandi lög hefðu dugað Mat ráðherra á eigin umboði er aumt og viðbár- ur hennar um nauðsyn stjórnarskrárbreytingar eru ótrúverðugar. Þótt umhverfisverndarákvæði í stjórnarskrá sé vissulega þarft, hefðu gildandi lög dugað ráðherra til að fylgja eftir hugsjónum sínum. Telji Þórunn Sveinbjarnardóttir skorta lög til verndar náttúrunni er rétt að benda á að hún sem umhverfisráðherra hefur haft tíu mán- uði til að breyta því. Þótt lögin kveði ekki á um að þættir skuli metnir saman er vissulega heimild til slíks. Í það hefði ráðherrann getað vísað, sem og umhverf- isréttarins almennt og þróunar hans, varúðar- reglunnar og fleiri ákvæða sem stjórnvöld hljóta að hafa til hliðsjónar. Ráðherra umhverfismála hefur að sjálfsögðu bæði umboð og stöðu til að úrskurða náttúrunni í hag. Útfærslurnar gleymdust Fagurt Ísland og stóriðjustopp virðist ekki vera á valdi Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að hinn nýumhverfissinnaði flokkur hafi tögl og hagld- ir í ráðuneyti umhverfismála. Samfylking í umhverfisráðuneyti hefur ekki tæki. Útfærsl- urnar gleymdust í Fagra Íslandi. Allt þar til sókn Vinstri grænna hófst á árun- um 2005-2006 hafði Samfylkingin stutt stóriðju- stefnuna með litlum sem engum fyrirvörum. Meðal annars Kárahnjúkavirkjun. Þegar flokk- urinn um síðir skynjaði umhverfisvakninguna og sá þá sveiflu sem var í átt til umhverfissjónar- miða hófst stefnumótun og Fagra Ísland varð til. En innistæðurnar voru of litlar og valdastólarnir mikilvægari en stefnufesta í umhverfismálum. Vinstri græn hafa svörin Vinstri græn hafa sett fram ítarlegar hugmynd- ir um hvernig unnt er að beita leyfisveiting- arvaldinu, eignarhaldi orkufyrirtækja, ríkis- ábyrgðum á lánum og Kyoto-sáttmálanum til að stöðva frekari stóriðju. Þess utan hafa þingmenn Vinstri grænna lagt fram tillögur að lagaheimild- um til að hafa hemil á, stýra eða tímasetja stór- framkvæmdir í þágu umhverfisverndar og hag- stjórnar. Umhverfisráðherra, Þórunni Sveinbjarnardótt- ur, ber að láta náttúruna njóta vafans. S amkvæmt fréttum eru 37 þúsund fermetrar af íbúðar- húsnæði til sölu á Austurlandi. Kaupendur fást ekki og verð fer að lækka aftur eftir þá þenslu sem varð þar um fárra missera skeið. Á suðvesturhorninu er það orðið sport að aka um ný og flestum ókunnug hverfi þar sem gefur að líta gríðarlegt flæmi af nýbyggingum, íbúða- og atvinnuhúsnæði sem enginn lítur við. Offramboð á íbúðarhúsnæði hefur kostað sitt: fjárfestar og lánastofnanir sitja uppi með dauð veð og fasteignafélögin taka brátt að stækka. Reikningurinn í bókhaldi fasteignafélaga lána- stofnana tekur brátt að gildna og þá er skammt í að afskriftirnar færist í aukana. Hið stutta og skarpa kaupæði sem hljóp í byggingariðnaðinn í landinu og átti um hríð góðu gengi að fagna meðal kaupenda er liðið hjá. Fjöldamargir stækkuðu við sig, það vantaði eitt her- bergi til fyrir barnið. Sumir voru svo heppnir að selja eldri eignir, aðrir sem seldu og keyptu næst fallinu, sitja nú uppi með tvær eignir og verða að slá af þeirri eldri. Sumir munu tapa af höfuðstól sínum og bæta vel í skuldirnar. Margt af þessu fólki mun lenda í vandræðum. Líka þeir sem keyptu sína fyrstu og aðra eign á miklu lánshlut- falli með lítið eigið fé. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Margir munu streitast við, á aðþrengdum markaði, að halda í eignir sínar, fjölskyldur munu berjast í bökkum, álag mun taka sitt gjald í geði og gleði: enginn vandi gengur eins nærri fjöl- skyldum og viðvarandi greiðsluvandi. Og þá eru lánastofnanir ekki eins tilkippilegar og þær voru með björtu fasi þess sem vildi gera allt fyrir þann sem lánið tók. Við blasir mannlegur harmleikur á stórum skala – og fátt við að gera. Í kjölfar eignamissis rís upp leigumarkaður: hundruð eða þúsundir eigna verða á þeim markaði. Magn þeirra neyðir fast- eignafélögin til að lækka ávöxtunarkröfur niður úr öllu valdi til að koma eignunum í nýtingu: þúsundir munu sætta sig við að leigja meðan safnað er í nýjan höfuðstól til íbúðakaupa. Og meðan þetta ástand varir mun byggingariðnaðurinn ganga í gegnum mikla erfiðleika með uppsögnum, samdrætti og gjald- þrotum. Gangi þessi dökka framtíðarsýn eftir mun það taka hann nokkur ár, ef ekki áratug, að ná áttum og koma undir sig fótum á ný. Allir þátttakendur og ábyrgðarmenn í þessu spili með fjár- muni og líf geta af þessum darraðardansi lært eitt: Kapp er best með forsjá. Lögmál framboðs og eftirspurnar herðast: Herbergið fyrir barnið PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Gangi þessi dökka framtíðarsýn eftir mun það taka hann nokkur ár, ef ekki áratug, að ná áttum og koma undir sig fótum á ný. Verndum umhverfið og stjórnarskrána Niðurstaða Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra vegna kæru Landverndar virðist vera vel rökstudd og málefnaleg. Sú skoð- un ráðherrans að hún hefði gjarnan viljað kom- ast að annarri niðurstöðu hljómar kannski nokkuð sérkennilega, því vart verður því trúað að önnur sjónarmið hafi verið uppi hjá umhverfisráðherra en þau að komast að réttri niðurstöðu í samræmi við lög og rétt. Að vissu leyti má þó segja að þessi afstaða skjóti styrkari stoðum undir úrskurðinn sjálfan, því verður a.m.k. ekki haldið fram að nið- urstaðan hafi verið þvinguð fram eða reynt með lagaklækjum að hafna kröfu Landverndar. Enga ríkisstjóriðju Niðurstaða Þórunnar festir í sessi þá aðferðar- og hugmyndafræði sem Framsóknarflokkurinn hafði meðal annars forystu um að innleiða í íslenska stjórnsýslu á síðasta kjörtímabili. Mikil og um margt réttmæt gagnrýni hafði komið fram á þá stefnu að ríkisvaldið beitti sér fyrir stóriðjufram- kvæmdum og var einkum vísað til framkvæmd- anna við Kárahnjúka í því sambandi. Til að mæta þeirri gagnrýni var málum þannig fyrir komið að sérhver framkvæmd þyrfti að uppfylla reglur um umhverfismat og önnur almenn viðmið, en síðan væri það viðskiptaleg ákvörðun hvort af fram- kvæmdum yrði. Reyndar er það galli á þessu kerfi að orkufyrirtækin eru enn meira eða minna í eigu hins opinbera og því koma stjórnmálamenn að ákvörðunum eftir þeirri leiðinni. En þrátt fyrir þann galla er núverandi fyrirkomulag til mikilla bóta frá þeirri tíð er stjórnmálamenn voru að bisa við að draga hingað fyrirtæki til að reisa álver. Almennar leikreglur og skýr umhverfismarkmið skapa traust bæði almennings og viðskiptalífsins. Slík nálgun hjálpar okkur að ná eðlilegu jafnvægi á milli nýtingarsjónarmiða og náttúruverndar og án efa er það eitt mikilvægasta langtímaverkefni okkar kynslóðar í stjórnmálum. Útþynnum ekki stjórnarskrána Stjórnarskráin skilgreinir grundvallarréttindi okkar og með henni er valdi ríksins yfir borg- urunum takmörk sett. Stjórnarskráin verður að vera gagnorð, skilmerkileg og skýr, hennar hlut- verk er að tiltaka meginreglur sem samfélagið er grundvallað á. Þess vegna má stjórnarskráin ekki verða einhverskonar óskalisti eða markmiðaskrá um það sem gott þykir eða æskilegt hverju sinni. Með því að blanda slíku saman við grundvallar- réttindi okkar borgaranna er verið að grafa undan þeirri vernd sem stjórnarskráin veitir okkur. Nú hef ég ekki séð neina útfærslu á hugmyndum umhverfisráðherra um ákvæði um náttúruvernd í stjórnarskrá. En hætt er við því að það muni verða þess eðlis að erfitt verði að henda reiður á merkingu þess og réttarfarslegum afleiðingum sem því muni fylgja. Jafnframt tel ég varhuga- vert að koma á einhverju kerfi sem byggir á því að ráðherra geti í krafti slíks stjórnarskrárákvæð- is gripið inn í t.d. umhverfismat sem byggt er á lögum og reglu. Slík stjórnsýsla er geðþóttakennd og í andstöðu við þá hugsun að framkvæmda- valdið vinni með gegnsæjum og fyrirsjáanlegum hætti. Sköpunarmiðbær Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi vill að listnemar og skapandi fólk af öllum gerðum fái að nýta auð hús í miðborg Reykjavíkur. Húsin standi mörg hver á bestu stöðum borg- arinnar, í miðbænum sem hún segir suðupott sköpunar og lista. En ungir listamenn hafi því miður varla ráð á að leigja sér aðstöðu til sköp- unar, svo há sé húsaleigan. Á útliti margra húsanna má þó sjá að úðabrúsa- listamenn eða veggjakrot- arar hafa látið verkin tala í stað þess að skeggræða hvort þeir fái að nýta sér húsin í listsköpun sinni. Allir eru að fljúga eitthvert Fræg för Geirs, Ingibjargar og fylgd- arliðs með einkaþotu til Rúmeníu á NATO-fund hefur mikið verið til umræðu. Á meðan sumum finnst það bruðl að leigja þotur undir íslenska ráðamenn finnst öðrum það hið besta mál enda sé með því hægt að spara tíma ráðherranna. Það var því ágætt hjá Geir að nýta umdeilda flugferðina til að lýsa yfir óánægju við Pútín Rússlandsforseta með flug rússneskra flugvéla í grend við Ísland. Þotuveikin Björgólfur Thor Björgólfsson þurfti að leita til læknis í Búlgaríu vegna sýk- ingar í miðeyra. Slíkar sýkingar koma til af miklum þrýstingsbreytingum í flugi eða fjallaklifri og má Björgólfur því ekki fljúga, nú eða klifra mjög hátt á næstunni. Hann gæti þá kannski lánað íslenskum ráðherrum þot- una á meðan? olav@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.