Fréttablaðið - 06.04.2008, Side 84

Fréttablaðið - 06.04.2008, Side 84
24 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR Ítalska tískuhúsið Salvatore Ferragamo fagnaði áttræð- isafmæli sínu á dögunum í Shanghai. Blásið var til afmæliskvöldverðar, ball- ettsýningar og að lokum veglegrar tískusýningar, þar sem fyrirsætur sýndu línu hússins fyrir komandi haust og vetur. > DEILA ÖLLU Vinkonurnar Katie Holmes og Victor- ia Beckham eru svo nánar að þær deila meira að segja máltíðum, að sögn veitingastaðar í LA. Þegar þær fara út að borða skipta þær iðulega með sér einu salati, án salatsósu, einu fiskstykki og gufusoðnu spínati. Skýring- una á grönnu holdafari vin- kvennanna tveggja gæti því verið að finna í þess- um sameiginlegu máltíð- um þeirra. Salvatore í Shanghai N O R D IC PH O TO S/G ETTY Bandaríski leikarinn Nicolas Cage hefur samþykkt opinbera afsökunar- beiðni leikkonunnar Kathleen Turner vegna ummæla sem birtust í sjálfsævi- sögu hennar. Cage kærði Turner fyrir ærumeiðingar í ævisögunni þar sem hún hélt því fram að hann hefði tvisvar verið handtekinn fyrir ölvunarakst- ur á meðan á upptökum á Peggy Sue Got Married stóð, en þau léku saman í myndinni árið 1986. Hélt hún því einnig fram að Cage hefði verið handtekinn fyrir að stela Chihuahua- hundi. Cage sakaði Turner um að hafa logið upp á sig sök og höfðaði mál í Bretlandi eftir að útdráttur úr bókinni með upplýsingunum var birtur í dag- blaðinu The Daily Mail og á heimasíðu blaðsins. Lögmaður Cage sagði leikarann vera afar ánægðan með útkomuna vegna þess að hann hafi „aldrei verið handtekinn fyrir ölvunarakstur, hunda- þjófnað eða neitt annað“. „Sem leikari sem leikur í mörgum fjölskylduvænum myndum og á eitt lítið barn og annað á unglingsaldri, var hr. Cage eðlilega ósáttur þegar hann var sakaður um glæpsamlegt athæfi,“ sagði lögmaður- inn. Turner og The Daily Mail hafa ákveð- ið að gefa umtalsverðan pening til góð- gerðamála í kjölfar málsins, auk þess sem rituð verður afsökunarbeiðni í ævisögu Turner. Turner biður Cage afsökunar NICOLAS CAGE Cage var afar ósáttur við ummæli Turner í sjálfsævisögu sinni. KATHLEEN TURNER Leikkonan bað Cage opinberlega afsökunar á ummælum sínum. Tvær leiksýningar sem sýndar voru á alþjóðlegu leiklistarhátíð- inni Lókal hafa verið valdar af listrænum stjórnanda leiklistar- hátíðarinnar í Tampere í Finnlandi til að taka þátt í hátíðinni sem verður haldin í ágúst á þessu ári. Leiksýningarnar eru L´Effet de Serge sem franski hópurinn Vivarium Studio sýndi í fyrsta sinn utan Frakklands á Lókal og svo hin umtalaða sýning Sokka- bandsins á revíunni Hér og nú. Lókal fékk nýverið góða dóma hjá gagnrýnanda dagblaðsins New York Times. Hann segir að þótt Lókal hafi ekki verið umfangsmik- il hátíð, hafi dagskráin reynst vera fjölbreytt og greinilegt samhengi á milli uppsetninganna. „Ég bíð spenntur eftir því sem verður á boðstólum að ári,“ segir í umsögn- inni, sem birtist á gagnrýnenda- vefnum www.theathermania.com. Á þýska gagnrýnendavefnum www.nachtkritik.de er blaðamað- ur hrifnastur af leikritinu Ode to the Man Who Kneels sem leikhóp- urinn New York City Players sýndi í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Tvær til Tampere LÓKAL Hluti af hópnum sem tók þátt í alþjóðlegu hátíðinni Lókal í mars. Nýjustu fréttir frá Hollywodd herma að Ben Stiller hafi keypt kvikmyndaréttinn að óútgefinni myndasögu um Kaftein Doug. Flestir eru væntanlega engu nær um hver þessi Doug er en hann er persóna í myndasögu eftir Greg Erb og Jason Orem- land. Höfundarnir eru sam- kvæmt frétt Empire þegar byrj- aðir að skrifa handrit eftir bókinni en hún segir frá títt- nefndum Doug sem þarf að snúa aftur til ævintýraver- aldar sinnar eftir sjálf- skipaða þrjátíu ára útlegð. Eftir stanslausa velgengni á fyrri hluta þessa áratugar virðist Stiller þurfa á einhverju verulega bitastæðu að halda enda þótti Night at the Museum ekki heppnast neitt sérstaklega vel. Hvort blanda af Pétri Pan og The Neverend- ing Story sé töfralausnin verð- ur síðan að koma í ljós. Ofurhetjan Stiller Í OFURHETJU- GALLA Ben Stiller hefur keypt kvik- myndaréttinn að óútgefinni myndasögu. Útvarpsmaðurinn fyrrverandi Þröstur Gestsson, eða Þröstur 3000, hefur verið ráðinn skemmtana- stjóri Tunglsins sem verður opnað með pompi og prakt föstudaginn ellefta apríl. Upphaflega stóð til að opna staðinn 4. apríl en vegna viða- mikilla breytinga var ákveðið að fresta opnuninni um eina viku. „Þetta lítur allt saman gríðar- lega vel út og það er mikil sveifla í gangi í þessum dansgeira. Það er kominn tími á að það opni klúbbur á Íslandi og það er ástæðan fyrir því að Tunglið er að opna,“ segir Þröstur, sem hefur áður starfað við skemmtanamál hjá Sólon, Café Victor og Kaffibrennslunni. Þröstur var á sínum tíma dag- skrárstjóri FM 957 en síðast var hann bak við hljóðnemann á Kiss FM meðan sú stöð var og hét. Þröstur viðurkennir að hann sakni útvarpsmennskunnar og útilokar ekki að snúa aftur á öldur ljósvakans. Tunglið á aftur á móti hug hans allan þessa dagana og hefur hann mikla trú á nýja staðn- um. „Þarna er góður hópur og þetta er verðugt verkefni. Þetta er stór og skemmtilegur staður og við verðum vonandi í sam- starfi við þá helstu í þessum dans- bransa,“ segir hann. Tunglið verður opnað kl. 21.59 hinn 11. apríl og þá verður tekið á móti boðsgestum með látum. Ætlar einvala lið skífuknapa, bæði innlendir sem erlendir, að sjá um að halda stemningunni í hámarki. Fremstir í flokki verða Dj Marg- eir, Grétar G, Kiddi Ghozt og Mikko frá Berlín, auk þess sem leynivopn frá Skotlandi mætir á staðinn. - fb Frá útvarpinu til Tunglsins folk@frettabladid.is Ítalska tískuhúsið Salvatore Ferragamo hélt upp á áttræðisafmæli sitt í Kína á dögunum. Þó að Ferragamo sjálfur hafi hafið feril sinn sem skóhönnuður eru nú mörg ár síðan tískuhúsið færði út kvíarnar. Það framleiðir í dag skó og töskur, sólgleraugu og ilmvatn svo eitthvað sé nefnt, auk tískulínanna sem það sendir frá sér yfir árið. Haustlínan er með nokkuð klassísku sniði, með silkiblússum og klassískum kápum, þó að rokkaðri kjólar með keðjum hafi einnig ratað á sýningarpallana. ÁTTRÆÐISAFMÆLI SALVATORE FERRAGAMO ÞRÖSTUR GESTSSON Þröstur hefur verið ráðinn skemmtanastjóri Tunglsins við Tryggvagötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.