Fréttablaðið - 06.04.2008, Síða 94

Fréttablaðið - 06.04.2008, Síða 94
34 6. apríl 2008 SUNNUDAGUR Inga Birna Dungal vill fá eina milljón í skaðabætur frá Séð og heyrt. Lögmaður Ingu Birnu, Vil- hjálmur Hans Vilhjálmsson, telur í stefnunni að blaðið hafi brotið höf- undarréttarlög þegar blaðamaður tímaritsins, Atli Már Gylfason, stal myndum af læstu vefsvæði hennar. Myndirnar sýndu vinkonu Ingu Birnu, Birgittu Ingu Birgis- dóttur, og bandaríska leikstjórann Quentin Tarantino á skemmti- staðnum Nasa undir fyrirsögninni „Í sleik á Nasa.“ Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að Inga Birna hygðist leita réttar síns. Hún viðhafði stór orð í garð blaðamannsins Atla Más Gylfasonar og sakaði hann um að hafa stolið myndunum af vefsvæði sínu. Forsvarsmenn blaðsins og útgáfufélagsins Birtíngs neituðu að greiða Ingu Birnu fyrir mynd- irnar og sögðu þær ekki vera illa fengnar. Í stefnunni kemur fram að við mat á miskabótum eigi dómstóll að líta til „ófyrirleitinnar háttsemi“ eins og það er orðað í stefnunni. Í stefnunni er vísað til umfjöllunar blaðsins skömmu eftir að Inga Birna ákvað að leita réttar síns og er sagt skýrum stöfum að „óviðeig- andi framkoma Atla og annarra starfsmanna Birtíngs hafi fengið á Ingu Birnu andlega, valdið henni óöryggi og stuðlað að því að virð- ing hennar beið hnekki“. Jafnframt er vísað til símtals Atla og Lofts Atla Eiríkssonar til Ingu Birnu síðla sunnudagskvölds. Lögmaður Birtíngs hefur frest til 10. apríl til að skila greinargerð um málið. Loftur Atli Eiríksson, annar rit- stjóra Séð og heyrt, sagðist vera furðulostinn yfir þessu máli. „Ég á bara erfitt með að tjá mig um það, þetta er algjör farsi.“ Hann harm- ar þá stefnu sem þjóðfélagið virð- ist vera að taka. „Ísland er að sigla í átt að hinu ameríska stefnuþjóð- félagi; að hægt sé að stefna öllum fyrir allt til þess að verða sér úti um fé.“ Hann tekur fram að Inga Birna hafi aldrei sóst eftir neinni greiðslu fyrir myndirnar og að tímaritið hefði með glöðu geði greitt sanngjarnt verð fyrir þær. HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Ég frumsýndi í gær hlýlega gamanleikinn Gítarleikarana og er að fara að leika í sýningu tvö og Gosa í dag. Augnlitur: Blár. Starf: Leikkona. Fjölskylduhagir: Góðir. Hvaðan ertu? Ég er Norður- og Suður-Þingeyingur. Ertu hjátrúarfull? Já, svakalega. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég á ekki sjónvarp, en ég stelst til að horfa á Gossip Girl og Mannaveiðar þessa dagana. Uppáhaldsmatur: Súkkulaði, sushi og allt sem mamma mín býr til. Fallegasti staðurinn: Oddsstaðir á Melrakkasléttu. iPod eða geislaspilari: iPod. Hvað er skemmtilegast? Að vera með góðum vinum og borða góðan mat. Hvað er leiðinlegast? Þegar maður er sakaður um eitthvað sem maður hefur ekki gert. Helsti veikleiki: Súkkulaði. Helsti kostur: Ég kemst í splitt. Helsta afrek: Á það eftir. Mestu vonbrigðin: Pass. Hver er draumurinn? Núna er draumurinn að fólk elski sýninguna og komi á Gít- arleikarana í Borgarleikhúsinu. Hver er fyndnastur/fyndn- ust? Það eru Kjartan og Árni Pétur Guðjónssynir og Dóri Gylfa. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ástæðulaust nöldur. Hvað er mikilvægast? Að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. HIN HLIÐIN AÐALBJÖRG ÞÓRA ÁRNADÓTTIR LEIKKONA Helsti kosturinn að komast í splitt „Ég er óskaplega ánægð með hann. Hann er bara svo dugleg- ur, vinnusamur og seigur. Hann hefur alltaf verið glaður, ljúfur og jákvæður en mjög duglegur. Það hefur nýst honum vel.“ Erla Gunnarsdóttir, móðir Eldars Ástþórssonar, framkvæmdastjóra hins nýstofnaða tónlistarsjóðs Kraums. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónskáld með meiru, hyggst flytjast til Flórens á Ítalíu í haust og semja þar tónlistarverk fyrir íslenskt leikhús. Þorvaldur hefur áður brugðið á það ráð að flýja land þegar sköpunargáfan á að taka öll völd en hann samdi tónlistina við Gosa í þykku sænsku skógarkjarri. Eins kaldhæðnis- lega og það kann að hljóma. Þorvaldur vildi ekki tjá sig um hvers konar verk væri í farvatninu og sagði það bara eiga eftir að skýr- ast þegar út væri komið. Og andi Flórens væri búinn að ná tökum á honum. „Ítalía er nátt- úrlega rétti staðurinn til að fá innblástur og þau eru ófá söngva- skáldin sem hafa drukkið í sig forna og fræga menn- ingu í Flórens,“ útskýrir tón- skáldið sem tekur alla fjöl- skylduna með sér og henni líst að sögn Þorvald- ar vel á flutning- ana. Sviðsverkið verður frumsýnt næsta haust en Þorvaldur er nú á fullu við að undirbúa söngleikinn Ástin er diskó – lífið er pönk. Hann er því milli steins og sleggju þegar kemur að málefnum dansara Eurobandsins en eins og kom fram í fjölmiðlum voru þeir látn- ir víkja fyrir bakraddasöngvurum. „Stelpurnar í sýningunni hjá mér eru náttúrulega snillingar og ég stend með þeim.“ Hann bætir því hins vegar við að yfirleitt komi það best út á sviði að hafa „þykkari“ tón sem styðji við bakið á aðal- söngvurunum. „Svíar hafa gert þetta með góðum árangri undan- farin ár og Eurobandið hefur lýst því yfir að það leggi allt í sölurn- ar þannig að þetta er skiljanleg ákvörð- un.“ - fgg Þorvaldur Bjarni flytur til Flórens MEÐ FJÖLSKYLD- UNA TIL ÍTALÍU Þorvaldur ætlar að koma sér vel fyrir í Flórens og semja eitt stykki sviðsverk. Vill fá milljón frá Séð og heyrt „Ég get alveg fullvissað fólk um að það voru engir sokkar notaðir til að ýkja stærð ákveðinna líkams- parta. Slíkar sokkasögusagnir eru uppdiktaðar hjá fólki sem vill koma höggi á okkur,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson. Nýtt myndband danshljómsveitarinnar Merzedes Club við lagið Meira frelsi fer í spilun eftir helgi. Það var Ágúst Jakobsson sem stjórn- aði upptökum á myndbandinu, en leikstjórar voru þeir Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Péturs- son. Þeir sem séð hafa nýja mynd- bandið hafa bent á að stærð ákveð- inna líksamsparta hjá strákunum í bandinu eigi sér enga stoð í raun- veruleikanum. Fréttablaðið hafði spurnir af því að gamalkunnu rokkráði hefði verið beitt til að ná fram þessum áhrifum, sokkum troðið ofan í nærfætnaðinn en Egill vísar því alfarið á bug. Segist vita það fyrir víst að slíkt myndu þeir aldrei gera. „Enda engin ástæða til.“ Merzedes Club sló eftirminni- lega í gegn í Eurovision-forkeppni RÚV með laginu Ho ho ho we say hey hey hey. Síðan þá hefur hljóm- sveitin verið á þönum um allar trissur og spilað á nánast hverju landshorni. Karlkyns sveitarmeð- limirnir eru oftar en ekki hálfnakt- ir uppi á sviðinu en litlum sögum hefur þó farið af ástamálum þeirra. Því allir eru þeir á lausu. Egill seg- ist hafa orðið var við ákveðna for- dóma í sinn garð hjá hinu kyninu. „Fólk virðist halda að við séum bara einhver tilfinningalaus vöðva- búnt en það er alls ekki.“ Aðspurð- ur hvort sá sem kæmist í tæri við sálina myndi ekki bara opna fyrir eitthvert táraflóð vísar Egill því á bug, þeir séu engar kerlingar. Hann er heldur ekki undrandi á því að þannig sé að hvorki gangi né reki með ástamálin, þeir séu ein- faldlega uppteknir menn og hafi því lítinn tíma fyrir örvar Amors. Konur falli hins vegar í öngvit þegar þeir stíga á svið. Egill beinir orðum sínum til ann- arra tónlistarmanna og hvetur þá til að taka upp heilbrigðari lífsstíl. Og myndbandið sé liður í þeirri herferð. „Myndbandið sýnir það svart á hvítu að menn geta verið í þessum bransa og verið í formi en þurfa ekki að liggja niðri í bæ, dauðadrukknir.“ freyrgigja@frettabladid.is EGILL GILLZENEGGER: NÝTT MYNDBAND FRUMSÝNT EFTIR HELGI Allir strákarnir í Merzedes Club lausir og liðugir TILFINNINGARÍKIR Þeir Egill og Ceres 4 eru tilfinningaríkir en segjast mæta ákveðn- um fordómum vegna vaxtarlags síns. Svona birtast þeir aðdáendum sínum í nýjasta myndbandi Merzedes Club. Í GÓÐU FORMI Sveitarmeðlimir segjast sanna það fyrir fullt og allt að menn geti verið í góðu formi þrátt fyrir að tilheyra tónlistarbransanum. Í myndbandinu eru mjög innilegar senur milli Gillzeneggers og Rebekku söngkonu. Ertu að leita þér að aukavinnu? ÓSÁTTAR Inga Birna Dungal hefur stefnt Séð og heyrt fyrir myndastuld af vin- konu sinni, Birgittu Ingu. Hún vill milljón í skaðabætur. 07.02.1980
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.