Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 4
4 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Kringlunni • sími 568 1822 www.polarnopyret.is VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° 7° 2° 7° 8° 11° 12° 13° 15° 7° 21° 18° 13° 10° 20° 22° 25° 20° Á MORGUN Hæg breytileg átt. LAUGARDAGUR Hæg breytileg átt. GÓÐVIÐRI FRAM UNDAN Í dag mun smám saman lægja suðvestanlands og síðdegis verður komin hæg breyti- leg átt um mest allt land og verður svo fram yfi r helgi. Eru horfur á bjartviðri um allt land frá og með morgundegin- um með hlýindum. 10 10 8 7 10 8 11 8 8 10 3 9 9 6 5 4 4 5 5 5 13 10 88 7 10 10 79 7 8 8 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur DÓMSMÁL Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við fær- eyska ríkisútvarpið. Tiltók hún sérstaklega þá venju að fangar sitji í langri einangrunarvist, en ítrekaði að um pólitíska umræðu væri að ræða. Hún telur lítinn möguleika á að breyta þessu á meðan Færeying- ar búa við danskt réttarfar. Dómurinn yfir Birgi Páli Mart- einssyni er kveikja umræð- unnar. Mörgum þykir hann of strangur og enn fleiri setja spurningarmerki við þá löngu einangrunarvist sem Birgir Páll mátti sæta. Hann sat 200 daga í varðhaldi, þar af 168 í einangrun í tvennu lagi, þar með talið síðustu 134 dagana. Birgi var sleppt úr einangrun, en þegar upp komst að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu var hann færður í einangrun aftur. Færeyjadeild Amnesty Inter- national hefur gagnrýnt einangr- unarvistina og hyggur á rannsókn á því hvernig einangrun er beitt í færeyskum fangelsum. „Við telj- um langa einangrunarvist, eins og í tilfelli Birgis Páls, vera ákveðna tegund pyntingar,“ segir Firouz Gaini, formaður deildarinnar. „Hún getur haft mjög alvarlegar sálrænar og félagslegar afleiðing- ar fyrir viðkomandi.“ Amnesty International hefur gagnrýnt dönsk stjórnvöld fyrir beitingu einangrunarvistar. Fir- ouz segir að Amnesty telji að ein- angrun eigi að vera neyðarúrræði. „Við teljum að einangrunarvist eigi að vera, ef ekki bönnuð algjör- lega, þá bundin við neyðartilfelli.“ Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, segir mikla umræðu hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms hans. „Menn eru ýmist að ræða um lengd dómsins eða lengd einangrunarvistarinnar. Almennt talið finnst mönnum ein- angrunin allt of löng. Færeyingar eru vanir löngum dómum í fíkni- efnamálum, en mörgum ofbýður lengd þessa dóms,“ segir Olavur. Firouz tekur undir þetta. Linda Hesselberg, saksóknari í máli Birgis, varaði í færeyska útvarpinu við því að lengd ein- angrunarvistar verði settar höml- ur, slíkt geti líka haft afleiðingar í för með sér. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort refsingunni verður áfrýjað. Olavur Jákup segir venju að nýta til fulls þann frest sem gefinn er, eða tvær vikur. kolbeinn@frettabladid.is Ný réttarskipan rædd eftir dóm Birgis Páls Miklar umræður hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms yfir Íslendingi í Pól stjörnumálinu. Færeyskur ráðherra vill taka upp sérstakt færeyskt réttarfar. Saksóknari varar við því að lengd einangrunarvistar verði settar hömlur. FIROUZ GAINI ÞINGHÚSIÐ Í FÆREYJUM Mál Birgis Páls hefur vakið pólitíska umræðu um færeyskt réttarfar. Ráðherra dómsmála telur að Færeyingar verði að koma sér upp sinni eigin réttarskipan. SKIPULAGSMÁL Áhyggjur íbúa af aukinni umferð, hraða, mengun og hávaða var það sem hæst bar á góma á opnum íbúafundi um áætlanir sem miða að því að setja gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í stokk. Á fundinum, sem fram fór í Kennaraháskól- anum í gær, gagnrýndu fundarmenn skort á samráði við íbúa og að í áætlununum væri lítið tillit tekið til umferðar gangandi og hjólandi vegfarenda. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, var einn framsögumanna á fundinum. Hann svaraði meðal annars gagnrýni um samráðsleysi með því að segja að með fundinum væri borgin að setja í gang samráðsferli þar sem markmiðið væri að ná sem bestri lausn fyrir íbúana á svæðinu og borgarbúa alla. Sagði hann að framtíðarlausn fælist í því að þétta byggð vestan við svæðið og vísaði þar til fyrirhug- aðrar uppbyggingar í Vatnsmýrinni. Vanda- málið fælist að nokkru leyti í að kvölds og morgna þyrfti fjöldi fólks sem byggi austan við hverfið að komast vestur fyrir það til vinnu. Boðaði hann að fljótlega yrði stofnaður samráðshópur með íbúum. Hilmar Sigurðsson, íbúasamtökum 3. hverfis, benti á að með aukinni afkastagetu umferðarmannvirkja ykist hraði og mengun og það ynni gegn markmiðum framkvæmd- anna. Sagði hann samtökin vilja forgangsraða á annan hátt en áætlanirnar gera ráð fyrir, að umferð þyrfti að skila í gegn en lausnirnar mættu ekki allar vera á kostnað hagsmuna íbúanna. - ovd Hart deilt á áætlanir um mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar: Íbúar óttast aukinn hraða og mengun Á ANNAÐ HUNDRAÐ MANNS Á ÍBÚAFUNDI Gísli Marteinn Baldursson og Hilmar Sigurðsson fylgdust spenntir með fundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALÞINGI Frumvarp utanríkisráð- herra um varnarmál var sam- þykkt á Alþingi í gær. Með því er Ísland fastreyrt sem hlekkur í Atlantshafsbanda- laginu, sagði Álfheiður Inga- dóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Árni Páll Árnason, þing- maður Samfylk- ingarinnar, sagði um tímamóta- löggjöf að ræða, með henni sé bundinn endi á tíma kalda stríðsins í íslenskum varnarmál- um. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokks- ins, sagði flokkinn styðja frumvarpið, sú leið sem farin er sé skynsamleg. - bj Varnarmálafrumvarp lögfest: Tími kalda stríðsins á enda ÁRNI PÁLL ÁRNASON SIMBABVE, AP Meira en 30 manns voru handteknir í Simbabve á þriðjudag, flestir í höfuðborginni Harare. Mennirnir eru sakaðir um að hafa lokað götum, kastað grjóti í verslanir og hindrað fólk í að komast til vinnu sinnar. Lítið varð úr allsherjarverk- falli, sem boðað var til á þriðju- dag, en þessar aðgerðir lögregl- unnar sýna að hart er tekið á allri opinberri andstöðu við stjórnvöld. Stjórnarandstaðan hafði boðað til verkfallsins til að mótmæla seinagangi við að birta úrslit forsetakosninga. Margt bendir til þess að Robert Mugabe forseti hafi tapað í þeim. - gb Handtökur í Simbabve: Hart tekið á allri andstöðu MÓTMÆLI GEGN MUGABE Í Suður- Afríku var í gær efnt til mótmæla gegn Mugabe. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögregl- unnar á Suðurnesjum á svoköll- uðu hraðsendingarmáli er lokið og hefur það verið sent saksókn- ara sem ákveður hvort ákæra verður gefin út. Málið snýst um innflutning á tæpum fimm kílóum af amfetam- íni og 600 grömmum af kókaíni. Fjórir menn hafa verið í haldi vegna málsins, meðal annars Annþór Kristján Karlsson. - ovd Hraðsendingarmálið: Málið sent til saksóknara GENGIÐ 16.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 151,005 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 73,95 74,31 146,04 146,76 117,87 118,53 15,798 15,89 14,914 15,002 12,541 12,615 0,7318 0,736 121,68 122,40 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR BRUSSEL, AP Verðbólga á evru- svæði Evrópusambandsins mældist í síðasta mánuði 3,6 prósent, en það er mesta verð- bólga sem mælst hefur frá því myntbandalagið varð til fyrir tæpum áratug. Tilkynning hagstofu ESB, Eurostat, um þetta varð til þess að gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal fór í nýtt hámark, 1,5978. Olíuverð hækkaði einnig en það fór í gær yfir 114 dali á fatið. Verðbólgan er fyrst og fremst rakin til verðhækkana á matvæl- um, eldsneyti og raforku. Hún er talin útiloka að af því verði í bráð að Seðlabanki Evrópu lækki stýrivexti sem eru nú 4,0 prósent. - aa Verðþróun á evrusvæðinu: Meiri verðbólga styrkir evruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.