Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 76

Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 76
 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR www.ms.is Aðalstyrktaraðili Skólahreysti Úrslitin ráðast í kvöld! Ekki missa af æsispennandi úrslitakeppni í beinni útsendingu á Skjá einum klukkan 20.00. Frakkar hafa löngum verið stolt- ir af frönskunni sinni og lítið verið fyrir að tala ensku nema í algjörri neyð. Franskir popparar eru þó sífellt að færa sig upp á enska skaftið og þeir sem lengst hafa náð alþjóðlega, bönd eins og Air og Daft Punk, flytja megn- ið af sínu efni á ensku. Sebastien Tellier, sá sem flytur franska Eurovision-lagið í ár, er af sama skóla og þessi bönd og er mikið í enskunni. Þegar lagið hans, Divine, var valið til keppni leit út fyrir að það yrði fyrsta franska Eurovision-lag sögunn- ar til að vera sungið eingöngu á ensku. Nú hefur laginu hins vegar verið breytt og ellefu frönskum orðum bætt inn til að hemja heimamenn: „Toi et moi. C’est comme tu sais. Comment mon coeur a succombe.“ Sumum finnst þetta ekki nóg og hefur málið verið tekið upp á franska þinginu. Aðstoðarmaður Sebasti- ens hefur varið ákvörðunina með gamalkunnum rökum: „Um helmingur laganna í ár er á ensku og ég held að það að syngja á frönsku sé ekki besta leiðin til gera sig skiljanlegan í heimin- um.“ Frakkar sungu í fyrsta skipti á ensku árið 2001 þegar hálft lagið var sungið á ensku á móti frönsk- unni. Þá náðu þeir besta árangri á þessari öld, fjórða sæti. Síðan þá hafa þeir sungið á frönsku og alltaf lent nálægt botninum. Nú er bara að sjá hvað franski töff- arinn gerir með enskunni. Enskan stendur í Frökkum FÁIR EINS TÖFF OG FULLTRÚI FRAKKA Kúlið lekur af Sebastian Tellier. 36 DAGAR TIL STEFNU „Það er ekkert gott við að vera í sambandi í Hollywood. Fólk býr sér til skoðanir á öllu og finnst gaman að vera mjög dómhart á hluti sem það veit ekkert um.“ HAYDEN PANETTIERE Samband Heroes-leikkonunnar við hinn tólf árum eldri Milo Ventimiglia er greinilega ekki alltaf dans á rósum. „Áhugamannaklám er dásamlegur hlutur. Það er hægt að finna hvað sem er fyrir hvern sem er á netinu.“ DITA VON TEESE Þó að stjarnan sé gamaldags í útliti kann hún augljóslega að nýta sér tæknina. „Ég elska breska menn – og ég er pínu skotin í Karli Bretaprinsi. Hann er viðmótsþýður, vel menntaður og frá- bær fyrirmynd.“ MARIAH CAREY Söngdvían og prins- inn yrðu fallegt par. folk@frettabladid.is Tvær af þekktustu hljóm- sveitum landsins tóku hönd- um saman í vikunni. Ekki var um hefðbundið sam- starf að ræða því liðsmenn Merzedes Club hjálpuðu meðlimum Ný danskrar að flytja píanó. Samstarfið þótti lofa góðu. „Ég og Danni erum sammála um það að Merzedes Club séu flytj- endur ársins, án þess að á nokkurn sé hallað. Þess vegna vildum við fá þá til að flytja píanóið,“ segir Björn Jörundur Friðbjörnsson tónlistarmaður. Hljómsveit Björns Jörunds og Daníels Ágústs Har- aldssonar, Ný dönsk, fékk óvæntan liðsauka frá félögum úr Merzedes Club á þriðjudaginn síðasta. Ný dönsk undirbýr nú upptökur á næstu plötu sinni og af þeim sökum þurfti að flytja píanó frá stúdíói Jóns Ólafssonar og heim til Björns á Hringbrautina. Birni þótti tilvalið að fá mössuðustu hljómsveit landsins í flutningana og lætur vel af samstarfinu: „Það er upphefð fyrir okkur að fá að vinna með vinsælustu hljómsveit landsins. Og við munum að sjálf- sögðu leggja okkar af mörkum fyrir þá. Við erum búnir að lofa að bera á þá olíu og brúnkukrem. Ætli það verði ekki bara á Hlust- endaverðlaunum FM?“ segir Björn. Ceres 4, forsöngvari Merzedes Club, segir að þetta samstarf lofi mjög góðu. „Til að búa til góða músík þarf gott píanó og það var heiður að fá að hjálpa þessum skemmtilegu tónlistarmönnum. Það er svo aldrei að vita nema þeir leggi okkur til fagrar melódíur í framtíðinni. En fyrst fá þeir að bera á okkur.“ Athygli vakti að Egill „Gillzen- egger“ Einarsson mætti ekki í flutningana. Björn Jörundur segir að hann og Rebekka söngkona hafi þurft að sinna öðru kynningar- verkefni á sama tíma. Ceres 4 segir að þeir hafi komist vel af án hans. „Ég hef alltaf sagt að vöðvar eru ekki til að nota, þeir eru til að sýna. Egill hefði vissulega passað vel þarna inn enda myndast hann mjög vel. En hann hefði bara verið til sýnis, hann hefði ekki komið að neinum notum.“ hdm@frettabladid.is Merzedes Club flytur píanó AÐ LOKNU ERFIÐU VERKI Meðlimir Ný danskrar og Merzedes Club eftir að þeir drösl- uðu píanói Björns Jörundar upp á fjórðu hæð. Lengst til vinstri eru þeir hrikalegustu, Björn Jörundur og Gaz Man. Síðan koma þeir Partí-Hans, Ceres 4 og Daníel Ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LEIKAR HEFJAST Partí-Hans og Ceres 4 gera sig klára í átökin ásamt sendibíl- stjóranum. Björn Jörundur og Valli sport umboðsmaður fylgjast með. PÁSA Strákarnir hvíldu sig þegar verkið var hálfnað. Daníel kannaði hvort píanó- ið virkaði ekki örugglega. SÍÐUSTU METRARNIR Daníel, Ceres 4 og Björn Jörundur tóku hrikalega á því á lokasprettinum. ERFITT VERK Píanóið á leið upp stigann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.