Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 35

Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 35
[ ] Í dag keppa tíu grunnskólar til úrslita í hinni geysivinsælu Skólahreysti í Laugardalshöll, en keppnin hefur hleypt sönnu kappi í unglinga lýðveldisins. „Mikið hefur breyst eftir að Skóla- hreysti kom til sögunnar. Áður gekk illa að fá krakka til að keppa um stig í tímum, en nú finnst þeim það bæði spennandi og skemmti- legt,“ segir Guðbrandur Stefáns- son, formaður Íþróttakennara- félags Íslands, en Skólahreysti hefur undanfarin þrjú ár orðið stór þáttur í íþróttakennslu grunnskóla. „Keppnin er reyndar bara fyrir nemendur í 9. og 10. bekk, en við verðum þess áskynja að yngri krakkar eru farnir að huga að því að komast í Skólahreysti löngu áður en aldurstakmarki er náð,“ segir Guðbrandur, en áhorf á Skólahreysti í sjónvarpi er mikið meðal grunnskólabarna. „Mest heillandi við Skólahreysti er hrátt og skemmtilegt leikja- formið. Keppt er í grunnhreyfingu eins og sippi, klifri, armbeygjum, burði og öðru leikjasporti, en hefð- bundnar keppnisgreinar skildar út undan. Skólahreysti er því fjöl- breyttari en ella, allir eru til í að reyna sig og til leiks mæta einstakl- ingar í mismunandi formi,“ segir Guðbrandur, sem skorar á skóla- stjórnendur landsins og foreldra- ráð að setja upp sams konar leik- svæði á leikvöllum skólanna og unnið er með í Skólahreysti. „Þetta hefur verið gert í Vogum og Sandgerði við miklar vinsældir og er hvati í því að börn hreyfi sig meira. Við eigum að nota áhrif Skólahreysti og gera börnum úti- vistina skemmtilegri með fjöl- breyttri aðstöðu,“ segir Guðbrand- ur ákveðinn. „Stemningin er engu lík þegar kátir unglingar koma saman; stúkur fyllast af keppnis- og stuðningslið- um, allir í bolum með lúðra og svaka- legt fjör. Vinsældir Skólahreysti eru rétt að byrja, og svo gæti farið að framhaldsskólarnir yrðu með í framtíðinni.“ thordis@frettabladid.is Bikardagur í skólahreysti Stelpur eru ekki síður kraftmiklar í armbeygjum. Hér má sjá Karen Hrönn Vatnsdal úr Giljaskóla á Akureyri taka á því. MYND/BRJÁNN BALDURSSON Kári Walter úr Grenivíkurskóla gefur sig ekki svo auðveldlega í dýfum. MYND/BRJÁNN BALDURSSON Hér keppa Ólafur Helgi frá Hofsósi og Guðjón Ingimundar frá Sauðárkróki sín á milli í kaðlaklifri. MYND/BRJÁNN BALDURSSON Poppstjarnan Jónsi úr Í svörtum fötum meðal æstra stuðningsmanna Lundar- skóla í keppni í Skólahreysti. MYND/BRJÁNN BALDURSSON Slökun að loknum löngum vinnudegi er mikilvæg og margt sem hægt er að gera til þess að láta líða úr sér. Heitt bað, róandi tónlist og nudd frá einhverjum nákomnum hjálpa til að slaka á. Guðbrandur Stefánsson, formaður Íþrótta- kennarafélags Íslands, segir Skólahreysti hafa breytt íþróttakennslu að öllu leyti. M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R EYE-CARE Fæst í apótekum um land allt Vision Eye Care •Dauðhreinsaðir augnklútar sem þrífa viðkvæm augnsvæði. •Innihalda kamillu og glýserín sem hafa róandi og rakagefandi áhrif. •Einstaklega góðir fyrir linsunotendur. •Vernda pH gildi augnanna. •Klútarnir eru augnlæknisfræðilega- og ofnæmisprófaðir og innhalda ekki ertandi efni. Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T N‡r sjúkrafljálfari Sólborg Björg Klementsdóttir sjúkrafljálfari B.Sc. hefur hafi› störf hjá okkur. RAFMAGNSHITARAR  VERÐ FRÁ 1.990 ne tv er slu n ish us id .is www.eirberg.is 569 3100 Stórhöfða 25 Rafskutlur -umhverfisvænn ferðamáti Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.