Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 64
36 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is VICTORIA BECKHAM SÖNGKONA ER 34 ÁRA. „Ég held mér í formi með því að hlaupa á eftir strák- unum mínum þremur.“ Victoria Beckham var áður Adams og var í söngflokknum Spice Girls. Hún er gift knatt- spyrnumanninum David Beck- ham. Það þekkja eflaust marg- ir frægðarför Apollo 13 geimflaugarinnar. Ap- ollo 13 var þriðja mann- aða geimfarið sem var sent út í geim af banda- rísku geimferðarstofnun- inni. 11. apríl árið 1970 var Apollo 13 skotið á loft með þriggja manna áhöfn, þá James A. Lov- ell, John L. Swigert og Fred W. Haise. Markmið ferðarinnar var að lenda Apollo 13 á tunglinu og þannig gátu Bandaríkin státað sig af því að eiga tvö geimför sem höfðu lent á tunglinu. Tveimur dögum eftir flugtak eða 13. apríl varð sprenging í geimfarinu. Spreng- ing varð í súrefnistanki geimfarsins og varð til þess að bilun komst í rafmagnskerfið. Geim- fararnir voru í mikilli hættu og þurftu að búa við skelfilegt ástand þá tvo daga sem skipið var nánast án rafmangs. Kuldinn inni í geimfar- inu var orðin mikill og geimfararnir þurftu að þola hann til að spara orku geimfarsins til þess að geta lent. Sex dögum frá geimskot- inu lenti áhöfn Apollo 13 heil á húfi og má segja að allur heimurinn hafi fylgst með óförum áhafn- arinnar. ÞETTA GERÐIST: 17. APRÍL 1970 Áhöfn Apollo 13 lendir heil á húfi Indriði Indriðason, rithöfundur og ætt- fræðingur, fæddist að Ytra-Fjalli í Að- aldal 17. apríl 1908. Hann fagnar því hundrað ára afmæli sínu í dag. Ind- riði ólst upp á bænum Ytra-Fjalli til 16 ára aldurs þegar hann hélt með bróð- ur sínum vestur til Ameríku. „Það voru uppgangstímar og mikið að gera í Am- eríku á þessum árum. Þegar ég kom aftur heim til Íslands var Jónas Jóns- son, kenndur við Hriflu að stjórna í landinu. Hann ákvað að taka jörðina Grenjaðarstað og skipta í fimm jarðir. Þá höfðu nýbýlalög nýlega tekið gildi og verið var að byggja upp býli um allt land. Jónas bauð mér einn partinn af Grenjaðarstað, ef mér þætti það ekki of lítið, enda stórhuga maður og nýkominn frá Ameríku. Þrándur bróðir minn fékk annan hluta og við byggðum upp jörð sem fékk nafnið Aðalból, enda sam- anstóð land okkar af tveimur fimmtu upphaflegu jarðarinnar.“ Indriði varði næstu árum í að byggja upp jörðina en segir vinnuna hafa verið erfiða og að hún hafi tekið sinn toll af heilsu hans. Hann flutti því til Reykjavíkur eftir nokkurra ára starf og bjó í höfuðborg- inni næstu sextíu árin. Fljótlega eftir að Indriði kom suður lagði hann leið sína inn í bókabúð Sigfús- ar Eymundssonar þar sem hann keypti stóran pakka af pappír. „Ég hugsaði að það væri best að fara að skrifa, úr því að ég hafði ekkert að gera. Ég settist niður og skrifaði í eina viku. Þetta voru sjö smásögur sem ég labbaði með í prent- smiðju Guðbjarnar Guðmundssonar. Ég fékk honum böggulinn og sagði honum að ég vildi að hann gæfi þetta út. Tveim- ur dögum seinna fór ég aftur í prent- smiðjuna og hitti Guðbjörn. Hann sagði að það væri réttast að gefa skrif mín út. Þetta var fyrsta skrift, beint úr pennan- um hjá mér og nokkrum dögum síðar var búið að prenta bókina. Svona myndi seint gerast nú á dögum,“ segir Indriði. Hann segir fjölskyldu sína hafa orðið hissa þegar hann sendi þeim eintak af fyrstu bók sinni, enda var hann þá bara nýfluttur suður. Eftir þetta hefur Ind- riði mikið fengist við skriftir og liggja eftir hann mörg rit, bæði bókmenntir og fræðirit. Indriði hefur lengi haft áhuga á ætt- fræði og hefur meðal annars tekið saman bækur um ættir Þingeyinga, fimmtán bindi alls. „Við erum fámenn þjóð og lengi vel einangruð og það tel ég ástæðu hins mikla ættfræðiáhuga hér á landi,“ segir Indriði sem er einn eftir- lifandi af níu systkina hópi sem komst á legg. Indriði sem er mikill grúsk- ari og hefur safnað að sér bókum frá unga aldri. „Það hafa alltaf safnast að mér bækur. Fyrir þremur árum seldi ég allar bækurnar mínar. Ég stóð í her- berginu mín með auða skápa og hugs- aði að nú væri ekkert eftir nema að selja skápana, en einhvern veginn hafa þeir fyllst aftur.“ Þrátt fyrir háan aldur fylgist Indriði ennþá vel með fréttum og dægurmálum. Indriði tekur á móti vinum og vandamönnum í Dvalarheim- ilinu Hvammi á Húsavík í dag. hnefill@frettabladid.is INDRIÐIÐ INDRIÐASON, RITHÖFUNDUR Á HÚSAVÍK: HUNDRAÐ ÁRA Í DAG Skrifaði fyrstu bókina á viku MIKILL GRÚSKARI Indriði hefur gríðarlegan ættfræðiáhuga og hefur meðal annars tekið saman bækur um ættir Þingeyinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL MERKISATBURÐIR 1492 Spánn styrkir Kristófer Kólumbus vegna Asíu- farar. 1913 Járnbraut milli Öskjuhlíð- ar og Reykjavíkurhafnar er tekin í notkun. 1937 Warner Bros kynna til leiks skapstóru öndina Daffy Duck. 1961 AFRTS Keflavik fær leyfi menntamálaráðherra til að auka útsendingar- styrk sjónvarpsútsend- inga stöðvarinnar. 1973 Flutningafyrirtækið Fed- eral Express flytur sinn fyrsta pakka. 1994 Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, er opnað. Safnið heitir eftir Gerði Helgadóttur myndhöggv- ara og hýsir nokkur verka hennar. Þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Einars Guðlaugssonar Húnabraut 30, Blönduósi. Minningin lifir. Ingibjörg Þ. Jónsdóttir Skarphéðinn H. Einarsson Sigrún Kristófersdóttir Jón Karl Einarsson Ágústa Helgadóttir Kári Húnfjörð Einarsson Ingunn Þorláksdóttir Magdalena Rakel Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 60 ára afmæli í dag er sextug Jóhanna G. Stefánsdóttir frá Skipanesi í Leirársveit. Hún verður heima í dag og tekur á móti gestum sem þora að koma. Opið hús verður frá kl. 18.00 og langt fram á kvöld. Allir vinir og vandamenn velkomnir, vinsamlega takið góða skapið með ykkur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður S.R. Markússon vöruflutningabílstjóri, Ægisvöllum 10, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 18. apríl kl. 14.00. Elín Óla Einarsdóttir Kristín R. Sigurðardóttir Þórunn Sigurðardóttir Grétar Ólason Katrín Sigurðardóttir Klemenz Sæmundsson barnabörn og barnabarnabarn. Okkar ástkæri Eiríkur Ásgeir Þorleifsson Borgarheiði 17v, Hveragerði, andaðist á Landspítalanum 14. apríl. Útför fer fram 19. apríl kl. 14.00 frá Kotstrandarkirkju. Jónína Margrét Egilsdóttir Erling Eiríksson Kristín Gísladóttir Ásgeir Stefán Ásgeirsson Harpa Lind Björnsdóttir Svala Ásgeirsdóttir Smári Björn Stefánsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og tengdadóttur, Soffíu Thorarensen frá Akureyri, Álfkonuhvarfi 61, Kópavogi. Kjartan Tómasson Elísabet Kjartansdóttir Jón Örn Pálsson Ármann Kjartansson Klara Eirika Finnbogadóttir Lára Guðleif Kjartansdóttir Gunnar Magnússon Elísabet Sigurðardóttir og barnabörn. AFMÆLISBÖRN Eyjólfur Kristjáns- son tón- listarmað- ur er 47 ára. Jón Sig- urðsson fyrrum ráðherra er 67 ára. Sean Bean leikari er 49 ára. Jennifer Garner leikkona er 36 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.