Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 74
46 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR > Fiskisúpur … … eru tilvaldar á þessum árstíma. Þær eru léttari og sumarlegri en margar aðrar súpur, en á sama tíma yljandi í íslenska vorveðrinu. Berið fram með góðu brauði og hvítvíni fyrir sumar- stemningu í kuldanum. Churros er geysivinsæll eftirrétt- ur í mörgum spænskumælandi löndum, sem er oftar en ekki kall- aður spænskir kleinuhringir. Rétt- urinn á rætur sínar að rekja til Spánar, en fæst nú víða um heim, þó að ekki séu churros-lengjur algengar hér á landi. Það er hins vegar fjarri því ógerlegt að búa þær til heima við. Þessa uppskrift er að finna á síðunni myrecipes.com. Churros Grænmetisolía, til steikingar 1 bolli vatn 115 g smjör ¼ tsk. salt 1 bolli hveiti 3 egg ¼ bolli sykur ¼ tsk. kanill Hitið olíu í potti þar til þurr brauðbiti sem settur er út í hana verður gullinn og flýtur upp á yfirborðið á einni mínútu. Hitið vatn, smjör og salt saman í potti, þar til það sýður. Hrærið hveitinu saman við. Hrærið stöðugt yfir lágum hita í um eina mínútu, eða þar til blandan verður að deigkúlu. Takið af hita. Hrærið eggin í skál þar til þau eru orðin að sléttri blöndu, hellið út í deigblönduna og hrærið á meðan. Hellið deiginu í sprautupoka með stjörnulaga gati. Sprautið 3-4 lengjum ofan í olíuna, skerið þær frá pokanum með hnífi. Steikið þar til gullinbrúnar, í um 2 mínút- ur á hvorri hlið. Látið þorna á eld- húspappír. Veltið lengjunum upp úr kanilsykri og borðið. Churros eru gjarnan bornir fram með súkkulaðiídýfu, eins og sjá má á myndinni. Spænskir churros Frá því að Te og kaffi-skólinn var stofnaður árið 2005, hefur starf hans að mestu leyti falist í því að þjálfa starfsfólk Te og kaffi auk þeirra fyrirtækja sem Te og kaffi skiptir við, að sögn skólastjórans, Halldórs Guðmundssonar. Aukin áhersla verður hins vegar lögð á námskeið fyrir almenning í fram- tíðinni. „Við ætlum að vera með fleiri smökkunarnámskeið fyrir almenn- ing, og svo þessi heimilisvélanám- skeið sem við höfum reglulega boðið upp á,“ útskýrir hann. Eitt slíkt, fyrir eigendur Ascaso-véla, verður haldið í húsnæði Te og kaffi á Laugavegi 6. maí. „Það færist hins vegar í aukana að fólk hafi áhuga á kaffi svona almennt, og þá eru smökkunarnámskeið og almenn kaffinámskeið mjög snið- ug,“ segir Halldór. Nánari upplýsingar verður að finna á heimasíðunni teogkaffi.is. Aukinn kaffiáhugi SKÓLINN Í FULLUM GANGI Te og kaffi- skólinn hyggst leggja aukna áherslu á kaffinámskeið fyrir almenning á kom- andi mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Veitingastaðurinn Orange var opnaður í síðustu viku, þar sem Tveir fiskar voru áður til húsa á Geirsgötu. Hann leggur áherslu á góðan mat, en með aðeins öðruvísi og skemmtilegra ívafi en margir aðrir. „Við erum með alls konar skemmti- lega hluti sem eiga kannski ekki heima í „fine dining“ annars staðar,“ útskýrir Þórarinn Egg- ertsson, yfirkokkur á Orange. „Við erum með skemmtilega tónlist, þjónarnir eru kannski ekki í alveg hefðbundnum þjónabún- ingum, og gestirnir geta fengið mat hangandi í gasblöðrum, svo eitthvað sé nefnt. Kvöldið snýst um að skemmta gestinum. Fólk þarf ekki að setja sig í einhverjar ákveðnar stellingar, eins og þegar það fer á flesta fínni staði. Við viljum frekar að fólk borði og skemmti sér, og drífi sig svo á kokkteilbarinn eftir á,“ útskýrir Þórarinn, en barinn státar af spennandi kokkteillista, þar sem andi níunda áratugarins svífur yfir vötnum. Á sérstökum tilraunaseðli bregða matreiðslu- mennirnir á Orange svo á leik með hin ýmsu efni. „Þar erum við að leika okkur með fljótandi köfnunarefni, helíum og alls konar fídusa sem við notum í matargerðina. Við getum búið til skyr- köku innan í afmælisblöðru, fryst ís fyrir framan þig og eldað fisk fyrir framan nefið á gestinum. Þetta er eitthvað sem er í þróun hjá okkur og kemur með tímanum,“ útskýrir Þórarinn, sem tekur þó fram að maturinn sé alltaf í fyrsta sæti. „Aðaláherslan hjá okkur er fyrst og fremst á góðan mat á flottum stað,“ bætir hann við. - sun Öðruvísi upplifun á Orange SKEMMTILEG UPPLIFUN Þórarinn Eggertsson segir veitinga- staðinn Orange bjóða upp á „fine dining“ með skemmtilegum formerkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hvaða matar gætirðu síst verið án? Það er fiskur. Íslenski fiskurinn á að vera algjör undirstaða í fæðu okkar. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Það var þegar ég var búinn að vera á rjúpnaveiðum í sólarhring og villtist í þoku. Ég komst aðframkominn í veiðihús og gerði dauðaleit að mat og fann þar saxbautadós, óútrunna, sem ég át. Ég held að það hafi verið besta máltíðin. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég var píndur til að borða plokkfisk og saltfisk í æsku, sem mér fannst ekki vera matur. Ég hét því að ég myndi ekki borða það þegar ég yrði sjálfráða, og hef staðið nokkurn veginn við það. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Það var gífurleg opinberun þegar ég uppgötvaði ferskt pasta, það er allt annað líf. Svo eru frumkryddin líka klassísk, salt og pipar. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Mér finnst eldbökuð pitsa með þunnum botni skemmtilegt hversdagsdekur. Svo eru kjötbollur í brúnni a la mamma bara það besta í heimi. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ískalda mjólk, nóg af osti og svo á ég alltaf gott hvítt brauð til í frystinum. Ég er á móti þessari andúð fólks á hvítu brauði, ég held að það sé saklaus blóraböggull. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég tæki náttúrlega franskbrauð, biti af því báða endana og borðaði það svo endalaust. Svo myndi ég taka með mér hænu, ég gæti borðað hana og hún gæti verpt fyrir mig líka. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Hundakjöt. Ég fékk það í Frakk- landi einu sinni og fannst ekki gaman að borða það. Maður verður að prófa samt. MATGÆÐINGURINN JÖKULL JÖRGENSEN TÓNLISTARMAÐUR Segir hvítt brauð saklausan blóraböggul SÆTINDI Churros eru geysivinsælir víða um heim, og ættu að falla í kramið hjá sælkerum. NORDICPHOTOS/GETTY Sigrún Baldursdóttir fata- hönnuður og maðurinn hennar skipta með sér hlut- verkum í eldhúsinu. Sigrún sér um kökubakstur og deil- ir hér uppskrift að randalínu fjölskyldunnar. „Amma mín, Sigríður Skarphéð- insdóttir, hefur bakað þessa köku í fimmtíu ár, svo þetta er algjör fjölskylduuppskrift,“ útskýrir Sig- rún, sem er hönnuður og eigandi verslunarinnar Lykkjufalls í Garðastræti. „Aðrir fjölskyldu- meðlimir eru farnir að spreyta sig á henni núna, en mér finnst hún alltaf langbest hjá ömmu, og með ískaldri mjólk,“ bætir hún við. Eins og vænta má eru margar góðar minningar tengdar randa- línunni. „Ég notaði hana meðal annars með kaffinu í brúðkaupinu mínu í fyrra, þegar ég og Valdi- mar, maðurinn minn, giftum okkur á Kimbastöðum í Skagafirði,“ útskýrir Sigrún. Hún og Valdimar skipta með sér verkum í eldhúsinu, að sögn Sig- rúnar. „Hann er eiginlega betri í eldamennskunni og ég er betri í kökunum, svo það er bara fínt. Mér finnst miklu skemmtilegra að baka en að elda, og þá helst kökur,“ segir Sigrún, sem er nýflutt og hæstánægð með stærri og betri eldhúsaðstöðu. „Ég mun örugg- lega gera meira af því að baka núna, þegar það er almennilegt pláss til að athafna sig,“ segir hún og hlær við. Sigrún opnaði verslunina Lykkjufall fyrir um einu og hálfu ári, þar sem hún selur hönnun sína. Peysur fyrir konur með börn á brjósti hafa vakið mikla eftir- tekt, en hún hannar einnig venju- legar peysur og býður upp á línu fyrir börn. „Nú er ég búin að vera að hanna nýja línu úr vistvænni bómull, sem kemur í sumar. Svo er ég komin með umboðsmann sem selur hönnunina mína í Noregi, og farin að selja í verslanir í Dan- mörku, Svíþjóð og í New York, svo þetta hefur allt gengið mjög vel,“ segir Sigrún, en hún og dóttir hennar, Hedí Sólbjört, klæð- ast báðar peysum frá Lykkju- falli á myndinni. Hrærið smjörlíki þar til það verður lint og ljóst. Setj- ið sykur og egg saman við. Hrærið. Hrærið hveiti, matarsóda, kryddi og kakói saman við. Bætið mjólkinni út í og hrær- ið þar til deigið verður lint. Smyrjið deiginu í fjórum hlutum á bökunarplötu, svo að hver lengja verði um 0,5 cm þykk. Bakið við 200 gráð- ur í 20 mínútur. Hrærið saman og raðið kökunni saman, með þremur kremlögum inn á milli. sunna@frettabladid.is Skemmtilegast að baka FJÖLSKYLDUUPPSKRIFT Sigrún Baldursdóttir gefur uppskrift að randalínuköku fjöl- skyldunnar. Dóttir hennar, Hedí Sólbjört, er ekki enn farin að smakka sætindi, en á eflaust eftir að gæða sér á randalínu innan skamms. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BRÚN RANDALÍNA 250 g smjörlíki 325 g sykur 50 g hveiti 2 egg 3 msk. kakó 1 tsk. matarsódi 2 tsk. negull 1 tsk. kanill ½ tsk. kardimommudropar 2 dl mjólk Krem: 3 msk. smjör/smjörlíki 2 bollar flórsykur 1 eggja rauða 2 msk. rjómi Vanilludropar eftir smekk Blaðberum Fréttablaðsins fjölgar um 30.000 maturogvin@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.