Fréttablaðið - 17.04.2008, Síða 10
10 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
MEÐ KÍLÓ AF HRÍSGRJÓNUM Þessi
stúlka í úthverfi Maníla, höfuðborgar
Filippseyja, hélt á poka með niður-
greiddum hrísgrjónum innfluttum frá
Víetnam, sem móðir hennar var að
kaupa. NORDICPHOTOS/AFP
RÁÐUNEYTI Ragna Árnadóttir,
skrifstofustjóri lagaskrifstofu
dóms- og kirkjumálaráðuneytis-
ins, hefur verið sett ráðuneytis-
stjóri fram til 1. ágúst 2008.
Þorsteinn Geirsson, sem gegnt
hefur starfi ráðuneytisstjóra,
hefur óskað eftir leyfi frá
störfum til 1. ágúst vegna
veikinda og mun Ragna sinna
starfi hans meðan á leyfinu
stendur.
Þá hefur Þórunni J. Hafstein,
skrifstofustjóra dómsmála- og
löggæsluskrifstofu, verið falið
að vera staðgengill ráðuneytis-
stjóra fram til sama tíma.
- kg
Ráðuneytisstjóri í veikindafrí:
Ragna tekur
við til 1. ágúst
NEYTENDAMÁL Samtök verslunar
og þjónustu (SVÞ) fagna ummæl-
um utanríkisráðherra um lækkun
tolla og vörugjalda á fugla- og
svínakjöti á ársfundi Útflutnings-
ráðs þann 7. apríl. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu frá SVÞ.
Ingibjörg Sólrún sagði tíma-
bært að skoða verulega tollalækk-
un á fugla- og svínakjöti sem ekki
hafi nema óbein áhrif á afkomu
bænda en skipti heimilin í landinu
verulegu máli. Ingibjörg sagðist
enn fremur hafa meiri trú á
íslenskum bændum og matvæla-
framleiðendum en svo að hún
telji að þeir verði undir þótt
samkeppni aukist. - kg
Tollar á fugla- og svínakjöti:
Fagna ummæl-
um Ingibjargar
UTANRÍKISRÁÐHERRA Á fundi Útflutn-
ingsráðs sagði Ingibjörg Sólrún tíma-
bært að skoða tollalækkun á fugla- og
svínakjöti.
RÁÐSTEFNA Ráðstefna um umfjöllun
fjölmiðla um innflytjendur og
afbrot verður haldin í Salnum í
Kópavogi á morgun, föstudag.
Fjallað verður um afbrot, staðalí-
myndir og innflytjendur auk þess
sem sjónarmið blaðanna koma
fram. Þá verður kynnt samantekt
fjölmiðlaumræðu um innflytjend-
ur.
Gestafyrirlesari ráðstefnunnar
er Arash Mokhtari, verkefnisstjóri
hjá Quick Response (QR) í Svíþjóð.
Er megintilgangur QR að koma í
veg fyrir samfélagslega mismunun
eftir þjóðerni, menningu og trúar-
brögðum en ein leið til þess er að
stuðla að réttlátri og jafnri umfjöll-
un í fjölmiðlum. „Við beinum sjón-
um okkar að blaðamönnum og
hvetjum þá til að fylgja siðareglum
sem kveða á um að ekki skuli lögð
áhersla á þjóðerni eða trú hlutað-
eigandi nema það þjóni tilgangi,“
segir Mokhtari. Hann segir starf-
semi QR hafa leitt til úrbóta hjá
sænskum fjölmiðlum.
„Hugmyndin að þessu hefur legið
fyrir nokkuð lengi,“ segir Helga
Ólafs, upplýsingafulltrúi Alþjóða-
húss, sem telur tímabært að opna
umræðuna. Margir innflytjendur
eru á Íslandi og mikilvægt sé að
þeir fái sanngjarna umfjöllun.
„Þessi fyrirsögn sprettur ekki fram
út af engu,“ segir Helga.
Ráðstefnan hefst klukkan 13 og
að henni standa Alþjóðahús, félags-
og tryggingamálaráðuneytið, Fjöl-
menningarsetur, lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu, Blaðamannafélag
Íslands og Kópavogsbær. - ovd
Ráðstefna um umfjöllun íslenskra fjölmiðla um útlendinga:
Hinn grunaði er útlendingur
HEILBRIGÐISMÁL Áhersla á heimilis-
lækningar við læknadeild Háskóla
Íslands er hvergi nærri fullnægj-
andi, að mati formanns Félags
landsbyggðarlækna. Fyrirsjáan-
legur er lækna-
skortur víða á
landsbyggðinni
þar sem ekki
tekst að ráða í
fastar stöður.
Alvarlegur
læknaskortur er
yfirvofandi á
landsbyggðinni
innan fárra ára.
Fjöldi lækna
hættir sökum
aldurs á næstunni. Nokkrar stöður
hafa verið auglýstar árum saman
án þess að tekist hafi að manna
þær.
Óttar Ármannsson, formaður
Félags landsbyggðarlækna, segir
nauðsynlegt að kennsla í heimilis-
læknisfræði stóraukist í lækna-
deild Háskóla Íslands. „Það er allt
of mikil kennsla sérfræðinga í
deildinni. Menn eru að kenna um
sjúkdóma sem eru orðnir sárasjald-
gæfir. Ef við tökum alla Íslendinga
þá er talað um að 80 prósent þeirra
leiti til heimilislæknis á ári hverju.
Til samanburðar leita um tíu pró-
sent til sérfræðinga. Af þeim
leggjast um fimm prósent inn á
sjúkrahús eða heilbrigðisstofnun.
Aðeins tvö til þrjú prósent leggjast
inn á háskólasjúkrahúsið en
kennslan miðast við þá sem þar
dvelja. Þeir sem liggja á háskóla-
sjúkrahúsi gefa auðvitað enga
mynd af heilbrigði þjóðarinnar.
Þarna eigum við að byrja; námið í
læknadeildinni á að vera miklu
almennara og það á að fá miklu
fleiri heimilislækna og dreifbýlis-
lækna til að kenna í læknadeild-
inni. Sérhæfing getur alltaf komið
seinna.“
Sigurður Guðmundsson land-
læknir tekur undir með Óttari.
„Við þurfum að auka vægi heimil-
islækninga í læknadeild, það er
allt of lítið. Um er að ræða þriggja
vikna kúrs sem þarf að vera mun
lengri og við eigum að leggja
áherslu á að útskrifa almenna
lækna en ekki tóma sérfræðinga
úr deildinni.“
Stefán B. Sigurðsson, prófessor
og deildarforseti læknadeildar HÍ,
segir læknanámið þess eðlis að
hver læknir geti tekist á við öll
fræðasvið. „Ég er ekki endilega
sammála því að námið eigi að vera
almennara. „Það sem ég myndi
segja að skórinn kreppti er að
skapa heilsugæslunni betri aðstöðu
til að taka við læknanemunum því
kennslan í heimilislæknisfræðinni
fer fram innan heilsugæslunnar.
Við þurfum á háskólaheilsugæslu
að halda til þess að læknanemarnir
sæki frekar inn í þessa grein lækn-
isfræði.“ svavar@frettabladid.is
Heimilislækningar verði efldar
Landlæknir og formaður Félags landsbyggðarlækna telja vægi heimilislæknisfræði of lítið. Deildarforseti
læknadeildar telur að koma verði upp háskólaheilsugæslu. Yfirvofandi læknaskortur er á landsbyggðinni.
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
LÆKNANEMAR Auka þarf vægi heimilislæknisfræði í læknadeild HÍ til að koma í veg
fyrir læknaskort á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
OPNUNARTILBO‹ GILDIR TIL 20. APRÍL
VEX ME‹ MÉR
HANDED BY
körfur
15%
AFSLÁTTUR
X-Adventure
kerrur, títan
Ver› 23.800 kr.
NOUKIE'S
vörur
15%
AFSLÁTTUR
Bopita rúm,
Romy 70x150
Ver› 28.900 kr.
Fást í mörgum litum.Komdu og upplif›u ævint‡ri
innandyra í Holtagör›um!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
3
19
3
ARASH
MOKHTARI