Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 69
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2008
Lagersala
Lagersala Eirvíkur að
Suðurlandsbraut 20
Verðhrun
VASKAR
HELLUBORÐ
ÍSSKÁPAR
HÁFAR
VIFTUR
SMÁVÖRUR
OFNAR
Í menningarlandslagi Vest-
mannaeyja trónir myndlist-
ar- og tónlistarmaðurinn
Guðni Agnar Hermansen
hátt. Í tilefni þess að hann
hefði orðið áttræður 28.
mars síðastliðinn verð-
ur haldin í Eyjum sérleg
afmælis- og minningardag-
skrá honum til heiðurs á
morgun. Opnuð verður sýn-
ing á myndum eftir Guðna
í húsinu Akóges og um
kvöldið verður boðið upp
á tónleika þar sem lands-
þekktir djasstónlistarmenn
koma fram.
Guðni Agnar Hermansen fæddist
í Vestmannaeyjum árið 1928 og
bjó þar uns hann lést árið 1989,
langt fyrir aldur fram. Hann hélt
sína fyrstu málverkasýningu árið
1964 í Eyjum og sýndi seinna víðar
um landið og erlendis. Að dag-
skránni honum til heiðurs standa
þeir Skapti Örn Ólafsson og Ólaf-
ur Stolzenwald, en þeir eiga báðir
rætur sínar að rekja til Vest-
mannaeyja og hafa mikið dálæti á
verkum Guðna. „List Guðna er
kannski ekki mjög þekkt á lands-
vísu, en hann er stórt nafn í
Eyjum,“ segir Skapti. „Þegar við
Ólafur gerðum okkur grein fyrir
að hann hefði orðið áttræður á
árinu langaði okkur til að heiðra
hann með einhverju móti. Úr varð
þessi yfirlitssýning á verkum hans
og tónleikar. Að auki opnum við
vefsíðu og vegleg sýningarskrá
kemur út í tengslum við sýning-
una. Markmiðið með þessu verk-
efni okkar, að minnast Guðna á
þennan hátt, er þannig líka til að
komandi kynslóðir fái séð hvers
lags snillingur Guðni var í mál-
verkinu.“
Náttúra Vestmannaeyja var
Guðna afskaplega hugleikin og
kemur það skýrt fram í myndum
hans. Hafið, birtan og fjöllin voru
honum uppspretta innblásturs og
sótti hann sérstaklega í að mála
Helgafell. Í einu af sínum þekkt-
ari málverkum, „Hefnd Helga-
fells“ frá árinu 1972, málaði Guðni
hraunflóð sem stefnir á bæinn, ári
fyrir Heimaeyjargosið örlagaríka.
„Guðni hélt mikið upp á Helgafell
og fór malarnám þar fyrir brjóstið
á honum. Hann málaði því þessa
mynd þar sem hann ímyndaði sér
að fjallið næði fram hefndum fyrir
raskið. Ári síðar átti eldgosið sér
stað og því mætti segja að Guðni
hafi spáð fyrir um það, þó að það
hafi ekki verið ætlunin,“ útskýrir
Skapti.
Í kjölfar eldgossins flutti Guðni,
eins og aðrir Eyjamenn, til Reykja-
víkur og síðar til Hellu en undi sér
þar illa og hélt aftur til Eyja um
leið og færi gafst. Guðni hafði
sterkar taugar til sinnar heima-
byggðar og var sem samgróinn
náttúru Vestmannaeyja.
Sem fyrr segir var Guðni ekki
aðeins myndlistarmaður heldur
lék hann einnig á saxófón og var
einn af frumherjum djassins í
Vestmannaeyjum. Guðni lék með
mörgum danslagahljómsveitum í
Eyjum á sjötta og sjöunda ára-
tugnum og stofnaði jafnframt sína
eigin hljómsveit, GH sextett, sem
síðar breyttist í Rondó sextett
vegna mannabreytinga. Skapti
segir tónlistarlífið hafa verið
blómlegt í Vestmannaeyjum á
þessum tíma. „Það var vertíðar-
bragur í Eyjum á þessum árum og
böll á hverju kvöldi. Það var því
nóg um að vera hjá Guðna og hann
kom fram með mörgum frábær-
um tónlistarmönnum á þessum
árum, bæði í Eyjum og á fasta-
landinu.“ Tónlistarmennirnir sem
heiðra minningu Guðna með tón-
leikum í Akóges annað kvöld eru
ekki síðri, en fram kemur Kvart-
ettinn Q, skipaður Sunnu Gunn-
laugsdóttur, Eyjólfi Þorleifssyni,
Scott Mclemore og Ólafi Stolzen-
wald, ásamt söngkonunni Ragn-
heiði Gröndal. Leikin verður tón-
list eftir meistara
tenórsaxófónsins, Sonny Rollins,
en tónlist hans er í anda djassins
sem Guðni hafði dálæti á.
vigdis@frettabladid.is
Í minningu
meistarans Guðna
DJASSGEGGJARAR Guðni Hermansen og Sigurður Flosason á góðri stund.
MYND/TORFI HARALDSSON
NÁTTÚRAN OG HRÚTURINN Eitt af málverkum Guðna.