Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 26
26 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 410 5.245 +1,22% Velta: 4.680 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,38 -0,67% ... Bakkavör 43,05 +0,12% ... Eimskipafélagið 23,10 -0,65% ... Exista 11,96 +2,22% ... FL Group 6,75 +1,20% ... Glitnir 17,10 +0,59% ... Icelandair Group 24,30 +0,41% ... Kaupþing 839,00 +1,70% ... Landsbankinn 30,45 +2,18% ... Marel 90,10 +0,00% ... SPRON 5,49 +1,86% ... Straumur-Burðarás 12,26 -0,97% ... Teymi 4,38 -0,23% ... Össur 92,00 +1,10% MESTA HÆKKUN EXISTA 2,22% LANDSBANKINN 2,18% SPRON 1,86% MESTA LÆKKUN SKIPTI 3,45% FLAGA 1,37% EIK BANKI 1,35% Í nýjum hagspám fjármálaráðu- neytisins og Seðlabankans ber mest í milli hvað varðar þróun einkaneyslu. Tveir virkir dagar liðu á milli spánna. Peningamál Seðlabankans voru kynnt 10. þessa mánaðar og endurskoðuð þjóðhagsspá síðasta þriðjudag. Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir forsendur ólíkar í spánum. Hvað varðar þróun einkaneyslu vegur þyngst ólík sýn á verðþróun á fasteignamarkaði, en fylgni er á milli hennar og einkaneyslu. Þar spáir Seðlabankinn 30 prósenta sam- drætti fram til 2010, en ráðuneytið helm- ingi minni raunlækkun húsnæðis. „Svo gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir því að krónan verði í styrkingar- fasa út árið 2010 og endi í gengisvístölunni 130 og telur að þar sé jafnvægisgildi krón- unnar,“ segir Kristrún, en bætir um leið við að greining- ardeild Landsbankans telji að það gildi fulllágt og vegna verðbóluáhrifa hér heima sé jafnvægisgildið nær 140 stig- um. Seðlabankinn gerir líka ráð fyrir veikari krónu en fjár- málaráðuneytið og telur að vísitala hennar verði í tæpum 143 stig- um árið 2010. „Vegna þessara ólíku for- senda reiknar Seðlabankinn með mikilli niðursveiflu bæði 2009 og 2010, en fjár- málaráðuneytið gerir bara ráð fyrir nei- kvæðum hagvexti 2009 áður en að kemur að viðsnúningi.“ Þá segir Kristrún athyglisverða nálg- un ráðuneytisins hvað varðar stóriðju í endurskoðaðri þjóðhagsspá. „En þar virðast þeir vera að opna möguleikann á frekari framkvæmdum,“ segir hún en í fráviksspá eru teknar inn í myndina framkvæmdir sem sagðar eru geta aukið hagvöxt um 1,0 til 1,5 prósent á spátím- anum. - óká Ólík sýn á þróun einkaneyslu í nýjum spám KRISTRÚN TINNA GUNNARSDÓTTIR TALNAMUNUR Í NÝJUM SPÁM 2008 2009 2010 Lsb SÍ Lsb SÍ Lsb SÍ Hagvöxtur 0,5% 2,2% -0,7% -2,5% 0,8% -1,5% Viðskiptahalli 13,2% 16,6% 7,7% 12,2% 6,6% 9,9% Verðbólga 8,4% 9,3% 3,9% 5,9% 2,5% 2,8% Atvinnuleysi 1,9% 2,1% 3,8% 3,5% 3,5% 4,1% Einkaneysla -1,1% 0,3% -6,0% -7,0% 3,2% -6,6% Heimild: Endurskoðuð þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og Peningamál Seðlabanka Íslands í apríl 2008. Frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrissjóði fellur í grýttan jarðveg hjá verka- lýðshreyfingunni, sem segir að með því verði eignir landsmanna í lífeyrissjóðum ofurseldar skortsölu. Fram- kvæmdastjóri Landssam- bands lífeyrissjóða kannast ekki við að lífeyrissjóðir hafi beðið um lögin. „Frumkvæði að þessari lagasetn- ingu er ekki frá okkur komið,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar líf- eyrissjóðum að lána allt að 25 pró- sentum af hreinni eign sinni, í allt að ár í senn. Lánin þarf að tryggja og mega sjóðirnir taka við verð- bréfum sem verslað er með á mark- aði sem tryggingu. Þessi viðskipti þurfi enn fremur að fara í gegnum kauphöll eða viðurkennda verð- bréfamiðlun. Hrein eign lífeyrissjóðanna er nú ríflega 1.600 milljarðar króna, sam- kvæmt tölum Seðlabankans. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, leggst gegn þessum ákvæð- um frumvarpsins og segir þau bjóða heim möguleika á skortsölu á eigum lífeyrissjóðanna, það er að menn hagnist á því að eignir lífeyr- issjóðanna rýrni. Frumvarpið er nú til umræðu í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Hrafn Magnússon segir að líf- eyrissjóðirnir mæli almennt ekki á móti frumvarpinu, enda sé fleira í því en þetta, en menn þurfi að stíga varlega til jarðar. „Við þekkjum ekki hver reynslan er af viðlíka fyrirkomulagi erlendis, en það má benda á að hægt er að fá nokkrar þóknunartekjur af svona lögðu.“ Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir fulltrúum launþega lítast illa á frumvarpið. „Frumvarp- ið er lagt fram án samráðs við þá sem eiga lífeyrissjóðina,“ segir Gylfi og bendir á að lífeyrismál séu hluti kjarasamninga. „Það væri eitt, sem liður í sérstökum aðgerð- um. að heimila lán á eigum lífeyris- sjóða með ríkisábyrgð, en það er allt annað mál að leyfa þetta með veði í eignum sem skráðar eru á markaði. Þetta er eign landsmanna og það er undarlegt að veita eigi heimild til þess að lána eitthvað sem aðrir eiga.“ ingimar@markadurinn.is ÁRNI M. MATHIESEN Fjármálaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem heimilar lífeyrissjóðum að lána allt að fjórðungi af hreinni eign sinni, í allt að ár, og taka við verðbréfum sem tryggingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Báðu ekki um ný lög „Lánardrottnar stjórna félögum, ekki hluthafar. Lánardrottnar bankanna eru ekki á Íslandi og þeir eru í krísu,“ segir kaupsýslu- maðurinn Björgólfur Thor Björ- gólfsson. Hann var gestur Sindra Sindrasonar í hádegisviðtali Mark- aðarins á Stöð 2 í gær. Spurður hvort kreppa væri komin svaraði hann því hiklaust játandi. Björgólfur sagði marga hafa farið mjög geyst í fjárfestingum síðustu ár. Hann væri ekki undan- skilinn. Nú væri veislunni lokið. „Þetta hefur verið gott partí. En nú er kominn mánudagur og búið að loka fram að næstu helgi,“ sagði hann. Björgólfur sagði lausafjárvand- ann alþjóðlegan og gætu íslensk stjórnvöld hér haft lítil áhrif á það. Þau gætu hins vegar rennt stoðum undir trúverðugleika Íslands og bent á góða efnahagslega stöðu landsins til að fá erlent fjármagn inn í landið. Nokkra ársfjórðunga tæki hins vegar að rétta úr kútn- um. „Menn þurfa nú að bretta upp ermar, vinna úr þeim eignum og verðmætum sem þeir hafa og reyna að hámarka verðmætin úr því,“ sagði hann og vísaði því á bug að staða Landsbankans væri veik í kjölfar mikilla vandræða stórra viðskiptavina, svo sem FL Group og hluthafa þess. „Staða bankans er sterk. Hann hefur góðar trygg- ingar og hefur varið sig fyrir slíku,“ sagði hann. - jab Nú þarf að bretta upp ermarnar Samgönguráð Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til sjötta fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í sam- göngum. Fundarefnið að þessu sinni er: Samgöngur og byggðaþróun Ferðavenjur sumarið 2007 – Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur, ráðgjafi hjá Land-ráði sf. Fjárhagsstaða hafna/vandi landsbyggðarinnar – Sveinn Agnarsson, hagfræðingur, Hagfræðistofnun HÍ Flug og byggðaþróun – Pétur Maack, fl ugmálastjóri Búferlafl utningar og samgöngubætur á Íslandi 1986-2006 – Vífi ll Karlsson, hagfræðingur, dósent við Háskólann á Bifröst Staðsetning íbúðarhúsnæðis og tengsl við verð á Stór-höfuðborgarsvæðinu – Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri er Dagur B. Eggertsson formaður samgönguráðs Fundurinn verður haldinn fi mmtudaginn 17. apríl 2008 kl. 14:30 – 17:00 á Hótel Sögu Reykjavík í salnum Harvard II. Fundurinn verður jafnframt sýndur á Veraldarvefnum á slóðinni: www.straumur.hotelsaga.is – að því búnu er valið: Samgönguráð. Aðgangur er ókeypis. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 17. apríl 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.