Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 26

Fréttablaðið - 17.04.2008, Side 26
26 17. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 410 5.245 +1,22% Velta: 4.680 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,38 -0,67% ... Bakkavör 43,05 +0,12% ... Eimskipafélagið 23,10 -0,65% ... Exista 11,96 +2,22% ... FL Group 6,75 +1,20% ... Glitnir 17,10 +0,59% ... Icelandair Group 24,30 +0,41% ... Kaupþing 839,00 +1,70% ... Landsbankinn 30,45 +2,18% ... Marel 90,10 +0,00% ... SPRON 5,49 +1,86% ... Straumur-Burðarás 12,26 -0,97% ... Teymi 4,38 -0,23% ... Össur 92,00 +1,10% MESTA HÆKKUN EXISTA 2,22% LANDSBANKINN 2,18% SPRON 1,86% MESTA LÆKKUN SKIPTI 3,45% FLAGA 1,37% EIK BANKI 1,35% Í nýjum hagspám fjármálaráðu- neytisins og Seðlabankans ber mest í milli hvað varðar þróun einkaneyslu. Tveir virkir dagar liðu á milli spánna. Peningamál Seðlabankans voru kynnt 10. þessa mánaðar og endurskoðuð þjóðhagsspá síðasta þriðjudag. Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir forsendur ólíkar í spánum. Hvað varðar þróun einkaneyslu vegur þyngst ólík sýn á verðþróun á fasteignamarkaði, en fylgni er á milli hennar og einkaneyslu. Þar spáir Seðlabankinn 30 prósenta sam- drætti fram til 2010, en ráðuneytið helm- ingi minni raunlækkun húsnæðis. „Svo gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir því að krónan verði í styrkingar- fasa út árið 2010 og endi í gengisvístölunni 130 og telur að þar sé jafnvægisgildi krón- unnar,“ segir Kristrún, en bætir um leið við að greining- ardeild Landsbankans telji að það gildi fulllágt og vegna verðbóluáhrifa hér heima sé jafnvægisgildið nær 140 stig- um. Seðlabankinn gerir líka ráð fyrir veikari krónu en fjár- málaráðuneytið og telur að vísitala hennar verði í tæpum 143 stig- um árið 2010. „Vegna þessara ólíku for- senda reiknar Seðlabankinn með mikilli niðursveiflu bæði 2009 og 2010, en fjár- málaráðuneytið gerir bara ráð fyrir nei- kvæðum hagvexti 2009 áður en að kemur að viðsnúningi.“ Þá segir Kristrún athyglisverða nálg- un ráðuneytisins hvað varðar stóriðju í endurskoðaðri þjóðhagsspá. „En þar virðast þeir vera að opna möguleikann á frekari framkvæmdum,“ segir hún en í fráviksspá eru teknar inn í myndina framkvæmdir sem sagðar eru geta aukið hagvöxt um 1,0 til 1,5 prósent á spátím- anum. - óká Ólík sýn á þróun einkaneyslu í nýjum spám KRISTRÚN TINNA GUNNARSDÓTTIR TALNAMUNUR Í NÝJUM SPÁM 2008 2009 2010 Lsb SÍ Lsb SÍ Lsb SÍ Hagvöxtur 0,5% 2,2% -0,7% -2,5% 0,8% -1,5% Viðskiptahalli 13,2% 16,6% 7,7% 12,2% 6,6% 9,9% Verðbólga 8,4% 9,3% 3,9% 5,9% 2,5% 2,8% Atvinnuleysi 1,9% 2,1% 3,8% 3,5% 3,5% 4,1% Einkaneysla -1,1% 0,3% -6,0% -7,0% 3,2% -6,6% Heimild: Endurskoðuð þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og Peningamál Seðlabanka Íslands í apríl 2008. Frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrissjóði fellur í grýttan jarðveg hjá verka- lýðshreyfingunni, sem segir að með því verði eignir landsmanna í lífeyrissjóðum ofurseldar skortsölu. Fram- kvæmdastjóri Landssam- bands lífeyrissjóða kannast ekki við að lífeyrissjóðir hafi beðið um lögin. „Frumkvæði að þessari lagasetn- ingu er ekki frá okkur komið,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar líf- eyrissjóðum að lána allt að 25 pró- sentum af hreinni eign sinni, í allt að ár í senn. Lánin þarf að tryggja og mega sjóðirnir taka við verð- bréfum sem verslað er með á mark- aði sem tryggingu. Þessi viðskipti þurfi enn fremur að fara í gegnum kauphöll eða viðurkennda verð- bréfamiðlun. Hrein eign lífeyrissjóðanna er nú ríflega 1.600 milljarðar króna, sam- kvæmt tölum Seðlabankans. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, leggst gegn þessum ákvæð- um frumvarpsins og segir þau bjóða heim möguleika á skortsölu á eigum lífeyrissjóðanna, það er að menn hagnist á því að eignir lífeyr- issjóðanna rýrni. Frumvarpið er nú til umræðu í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Hrafn Magnússon segir að líf- eyrissjóðirnir mæli almennt ekki á móti frumvarpinu, enda sé fleira í því en þetta, en menn þurfi að stíga varlega til jarðar. „Við þekkjum ekki hver reynslan er af viðlíka fyrirkomulagi erlendis, en það má benda á að hægt er að fá nokkrar þóknunartekjur af svona lögðu.“ Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir fulltrúum launþega lítast illa á frumvarpið. „Frumvarp- ið er lagt fram án samráðs við þá sem eiga lífeyrissjóðina,“ segir Gylfi og bendir á að lífeyrismál séu hluti kjarasamninga. „Það væri eitt, sem liður í sérstökum aðgerð- um. að heimila lán á eigum lífeyris- sjóða með ríkisábyrgð, en það er allt annað mál að leyfa þetta með veði í eignum sem skráðar eru á markaði. Þetta er eign landsmanna og það er undarlegt að veita eigi heimild til þess að lána eitthvað sem aðrir eiga.“ ingimar@markadurinn.is ÁRNI M. MATHIESEN Fjármálaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem heimilar lífeyrissjóðum að lána allt að fjórðungi af hreinni eign sinni, í allt að ár, og taka við verðbréfum sem tryggingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Báðu ekki um ný lög „Lánardrottnar stjórna félögum, ekki hluthafar. Lánardrottnar bankanna eru ekki á Íslandi og þeir eru í krísu,“ segir kaupsýslu- maðurinn Björgólfur Thor Björ- gólfsson. Hann var gestur Sindra Sindrasonar í hádegisviðtali Mark- aðarins á Stöð 2 í gær. Spurður hvort kreppa væri komin svaraði hann því hiklaust játandi. Björgólfur sagði marga hafa farið mjög geyst í fjárfestingum síðustu ár. Hann væri ekki undan- skilinn. Nú væri veislunni lokið. „Þetta hefur verið gott partí. En nú er kominn mánudagur og búið að loka fram að næstu helgi,“ sagði hann. Björgólfur sagði lausafjárvand- ann alþjóðlegan og gætu íslensk stjórnvöld hér haft lítil áhrif á það. Þau gætu hins vegar rennt stoðum undir trúverðugleika Íslands og bent á góða efnahagslega stöðu landsins til að fá erlent fjármagn inn í landið. Nokkra ársfjórðunga tæki hins vegar að rétta úr kútn- um. „Menn þurfa nú að bretta upp ermar, vinna úr þeim eignum og verðmætum sem þeir hafa og reyna að hámarka verðmætin úr því,“ sagði hann og vísaði því á bug að staða Landsbankans væri veik í kjölfar mikilla vandræða stórra viðskiptavina, svo sem FL Group og hluthafa þess. „Staða bankans er sterk. Hann hefur góðar trygg- ingar og hefur varið sig fyrir slíku,“ sagði hann. - jab Nú þarf að bretta upp ermarnar Samgönguráð Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til sjötta fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í sam- göngum. Fundarefnið að þessu sinni er: Samgöngur og byggðaþróun Ferðavenjur sumarið 2007 – Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur, ráðgjafi hjá Land-ráði sf. Fjárhagsstaða hafna/vandi landsbyggðarinnar – Sveinn Agnarsson, hagfræðingur, Hagfræðistofnun HÍ Flug og byggðaþróun – Pétur Maack, fl ugmálastjóri Búferlafl utningar og samgöngubætur á Íslandi 1986-2006 – Vífi ll Karlsson, hagfræðingur, dósent við Háskólann á Bifröst Staðsetning íbúðarhúsnæðis og tengsl við verð á Stór-höfuðborgarsvæðinu – Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri er Dagur B. Eggertsson formaður samgönguráðs Fundurinn verður haldinn fi mmtudaginn 17. apríl 2008 kl. 14:30 – 17:00 á Hótel Sögu Reykjavík í salnum Harvard II. Fundurinn verður jafnframt sýndur á Veraldarvefnum á slóðinni: www.straumur.hotelsaga.is – að því búnu er valið: Samgönguráð. Aðgangur er ókeypis. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 17. apríl 2008.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.