Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2008 3 Í haust og vetur verður það glamúr og bylgjandi kjólar í anda Hollywood. Á sýningu fatahönnuðarins Joseph Domingo í Los Angeles nú í mars minntu síðir og aðskornir kjólarnir óneitanlega á Hollywood- stjörnur sjötta áratugarins. Berar axlir og flegnir kjólar voru áberandi á sýningarpall- inum og hár- greiðslan hjá sýningar- stúlkunum var tilkomu- mikil í takt við kjólana. Sterkir litir einkenndu þessa línu og efnis valið var létt og leikandi silki og siffon til móts við rautt, svart og þröngt. Sýn- ingin þótti ögr- andi og þokkafull og sniðin kven- leg og aðskorin. - rat Bylgjandi glamúrÚr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Blátt sumar með bleikum tónum Ein mikilvægasta hliðargrein tískuheimsins er snyrtivörugeir- inn og skiptir hann miklu máli fyrir afkomu tískuhúsanna. Ekki er mikilvægið minna fyrir þá sem eingöngu framleiða snyrti- vörur. En samkeppnin er hörð og nauðsynlegt að bjóða reglu- lega upp á nýjungar til að halda velli. Um nokkurt skeið hafa rannsóknarstofur snyrtivöruframleiðanda verið uppteknar af því að leita að efnum til að bylta fyrri framleiðslu á snyrti- vörum sem eiga að minnka hrukkumyndun og tryggja eilífa æsku. Framleiðendur leita að mólekúlum morgundagsins sem eiga það sammerkt að gjörbreyta áhrifum andlitskrema. Þau eiga til dæmis að örva endurnýjun húðfruma sem minnkar með aldrinum eða auka starfsemi þeirra og þannig margfalda áhrif kremanna. Fyrir vikið verða kraftaverkakremin sífellt dýrari en finna alltaf kaupendur. Það nýjasta frá Shiseido, Bio performance er, gott dæmi um þessa nýju framleiðslu. Kremið kostar litlar 300 evrur (um 35.000 krónur) og lofar barnshúð á fimmtán dögum. Annað er Crème suprême jeunesse frá Estée Lauder á 230 evrur sem inniheldur nýja blöndu, ,,Resvératrol“. Hjá Dior heitir undra- efnið TP-Vytil sem á að verja eiginleika húðarinnar til að endur- nýja sig. Svo eru það þau sem eiga að stinna húðina og enn önnur sem á að nota til að fylla upp í djúpar hrukkur. Um rannsóknir á árangri er hins vegar ekkert upp gefið. En snyrtivöruframleiðendur vinna ekki aðeins að því að tryggja neytendum eilífa æsku því með rétta sumarklæðnað- inum þarf réttu litina í förðun og til að vera í takti við tískuna eru litirnir auðvitað bleikir en sömuleiðis er blátt aðalnýjungin í litum sumarsins. Hver veit, þið hafið kannski geymt gamlan bláan augnskugga inni í baðherbergisskáp sem gæti verið sá eini rétti? Blæbrigðin eru mörg, málm-, nætur-, pastel- eða túrkísblátt og ekki verra ef að dálitlu af glimmeri er blandað saman við. En það er ekki bara augnskugginn, maskarinn og varaliturinn sem getur verið blár. Neglurnar og jafnvel ilm- vatnið er blátt eins og hið nýja bláa One Summer frá Calvin Klein fyrir dömur og herra með myntu og kardimommu. Ef ykkur líkar ekki blátt á neglurnar þá býður Dior upp á tuttugu og einn bleikan lit í naglalakki fyrir sumarið svo hver og ein ætti að geta verið glöð með sitt. Í farða er enn mikil áhersla lögð á að hann sé aðeins til að fullkomna fallega húð og á að vera næstum ósýnilegur. bergb75@free.fr komnar vörurnarorV Nýjar vörur Sportjakkar Stuttkápur Vattkápur Ullarkápur Silkislæður Mörkinni 6, s. 588 5518 Brjálað Kringlukast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.