Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Þar sem ég sveimaði um netið, eins og of oft vill gerast, í algjöru innihalds- og tilgangsleysi, rakst ég á myndir úr afmæli Play- boy-kóngsins Hughs Hefners. Ég gerði óvænta uppgötvun: Hugh er jafnaldri pabba míns, meira að segja hálfu ári eldri en hann. Ótal hugsanir skautuðu um heilann á mér. ÞARNA sat gamli maðurinn að halda upp á 82 ára afmælið sitt. Með góðlegt bros gamalmennisins og aðra lúkuna á lærum ungrar vinkonu sinnar. Hinum megin við Hugh sátu tvær ungar ljóskur í viðbót og hugsanlega voru allar þrjár búnar að þjónusta afmælis- barnið fyrr um daginn. Og voru svo kannski á leiðinni í höllina til að veita frekari þjónustu. Það fór hrollur um mig. EN bíðum við. Hvað átti þessi hrollur að fyrirstilla? Var hann ekki bara til marks um ófyrirgef- anlega fordóma í garð eldri borg- ara af minni hálfu? Hvað með það þótt gamli maðurinn sofi hjá ljós- hærðum bimbóum og geymi þær eins og kvikfénað í kofanum sínum? Ég meina, hann á peningana, er svaka fínn karl og ef hann finnur stelpur sem eru nógu klikkaðar og með nógu brotna sjálfsmynd til að dúllast utan í sér, er það þá mitt að dæma? Er ekki ástin landamæra- laus? ÞÁ varð mér hugsað til pabba míns. Liði manni ekki hálf undar- lega að heimsækja hann í elli- smellablokkina ef það væru alltaf þrjár bráðhuggulegar ljóskur á nærbuxunum utan í honum? Jæja pabbi minn, hvernig ertu í pípu- lagningunni í dag? Hann er fínn, myndi þá Gógó, átján ára, grípa fram í og klappa pabba á lærið og brosa tvíræðu brosi. Jæja, myndi maður þá dæsa og reyna að horfa ekki á pabba og Gógó gerast full náin. ÞAÐAN af síður vil ég að dóttir mín verði gamalmennakanína þegar hún verður stór. Hvernig hefur kallinn það? gæti maður spurt í símanum með uppgerðar áhuga en vonað innst inni að hann færi að hrökkva upp af svo þessu niðurlægingartímabili myndi nú ljúka. HUGH er demókrati og hefur gefið fullt af peningum til að berj- ast gegn ritskoðun – fínn karl, eins og ég segi. Hann á að hafa sofið hjá meira en tvöþúsund konum og seg- ist enn þrælvirkur. Líf hans er draumafyrirmynd fjölmargra karl- manna. En það er nú bara af því við erum svo ógeðslega mikil fífl. Pabbi minn, Hugh Hefner Í dag er fimmtudagurinn 17. apríl, 107. dagur ársins. 5.48 13.27 21.07 5.25 13.12 21.01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.