Fréttablaðið - 17.04.2008, Page 44

Fréttablaðið - 17.04.2008, Page 44
 17. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Gúmmívinnslan á Akureyri tók nýverið yfir rekstur Alorku í Reykjavík. Í kjölfar sameining- ar var ákveðið að öll hjólbarða- sala og -þjónusta félagsins færi fram undir nafni og vörumerki Alorku. Með þessum breyt- ingum verður til eitt öflugasta félag landsins á sínu sviði. Spurður um ástæður sameining- arinnar segir Ómar Guðmunds- son framkvæmdastjóri hjá Alorku að fara þurfi eitt og hálft ár aftur í tímann þegar Gúmmívinnslan á Akureyri keypti Höfðabakka, sem var viðleitni í að koma sér betur inn á markaðinn á höfuðborgarsvæð- inu. „Þetta er næsta skref,“ segir Ómar. „Það voru mjög augljós sam- legðaráhrif og hagkvæmni í að leggja fyrirtækin saman. Þau voru ekki í harðri samkeppni á markaðn- um og markhóparnir voru ólíkir. Alorka einblíndi á minni fyrir- tæki, einstaklinga og jeppa meðan Gúmmívinnslan var fókuseruð á fólksbíladekk og stærri fyrirtæki. Báðir markhópar áttu vel saman. Á sama tíma og Gúmmívinnslan var að hugsa um hvernig hægt væri að koma ár sinni betur fyrir borð í Reykjavík var Alorka að leita leiða til að stækka og gera meira með þær vörur sem það fyrirtæki hafði.” Alorka mun sjá um sölu og þjón- ustu á hjólbörðum, en rekstur Gúmmívinnslunnar hf. verður hér eftir fyrst og fremst á sviði fram- leiðslu á sóluðum hjólbörðum og ýmsum vörum úr endurunnu gúmmíi. Fyrirtækið er það eina hér- lendis sem hefur með höndum sóln- ingu á hjólbörðum og endurvinnslu á vörum úr afgangsefni, sem fellur til við þá framleiðslu. Tengslin milli fyrirtækjanna tveggja fullnýta möguleikana á að lágmarka þá um- hverfismengun sem hlýst af notkun hjólbarða. „Sameiningin er angi af því sem hefur verið að gerast á hjólbarða- markaðnum,“ segir Ómar. „Menn hafa verið að leita leiða við að búa til stærri einingar því það ríkir gríðarlega hörð samkeppni. Maður þarf ekki að líta lengra en til N1 fyrir tækjanna, þess sem Sólning hefur verið að gera og Pitstopp sem hefur orðið til núna úti á Dekkja- lagernum. Þetta eru allt fyrirtæki sem hafa leitað leiða til að stækka og gera einingarnar hagkvæmari.“ Ómar segir að vörurnar séu í eðli sínu erfiðar, það sé kostnaðarsamt að halda stóran dekkjalager, það taki mikil pláss og mikil umsýsla sé í kringum það. „Einn liður í að stækka Alorku er að selja jeppadekk á vefnum undir jeppadekk.is. Það fór langt fram úr væntingum og tókst gríðarlega vel. En það er ljóst að menn þurfa að ná ákveðinni stærð á markaðnum til að vera sterkir,“ segir Ómar. - nrg Stærð er styrkur Ómar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Alorku, ásamt Gesti Árskóg, þjónustustjóra Alorku Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýi ökuskólinn býður upp á meirapróf til aksturs á vörubílum, leigubílum, eftirvögnum og hópferðarbílum. Meirapróf eða aukin ökuréttindi á hóp-, vöru- og leigubifreið fást meðal annars hjá Nýja ökuskólanum. Inntökuskilyrði eru al- mennt bifreiðastjórapróf auk annarra reglna sem hið opinbera setur. Réttindaaldur á vörubifreið og vörubifreið með eftirvagni er átján ár, á leigubifreið tuttugu ár en réttindaaldur á hópbifreið er 21 ár. Þó má hefja nám sex mánuðum áður en réttindaaldri er náð. Læknisvottorð þarf að fylgja með umsókn um aukin ökurétt- indi og þeir sem þess óska geta fengið skoðun hjá lækni í skólan- um á meðan á námi stendur. Skriflegt próf þarf að standast til að hægt sé að gangast undir verklegt próf. Á vinnuvélanámskeiðinu geta aðeins sautján ára og eldri tekið þátt. Farið verður yfir þætti eins og vinnuvélastjórnun, öryggis- mál, búnað og vinnutækni, auk þess sem rætt er um vinnubrögð með vinnuvélum, vélfræði vinnuvélastjórans, vinnuskýrslur og fleira. Bóklegi hlutinn er áttatíu stundir. Síðan geta nemendur keypt verklegar æfingar á vinnuvélar. Skólinn leigir einnig út vinnuvélar og kennara fyrir nemendur. Verkleg próf á vinnuvélar fara fram víða um land og annast eftirlitsmenn frá Vinnueftirliti ríkisins framkvæmd þeirra. Rétt- indaflokkarnir eru nokkrir og kostar hver þeirra kr. 2.365 krónur. Skírteinið sjálft kostar kr. 3.220 krónur. Próf á lyftara, gröfu og hjólaskóflu kostar að meðtöldu skír- teininu 10.315 krónur. Upphæðin greiðist hjá Vinnueftirliti ríkis- ins við afhendingu skírteinisins. Næsta námskeið fyrir meirapróf hefst hinn 16. maí næstkomandi. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag námskeiða og skól- ann er á heimasíðu skólans www.meiraprof.is. - rh Meiraprófsnámskeið um miðjan maí Meirapróf eykur atvinnutækifæri þar sem hægt er að fá próf til aksturs á hóp-, vöru- og leigubifreiðum, meðal annars hjá Nýja ökuskólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.