Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 20
MENNING 4 B likur eru á lofti í gömlu Evrópu. Skugginn er byrjaður að læðast aftur yfir Balkanskaga og eldar loga í Danmörku. Deilur Serba og Albana vekja meiri sorg en furðu, líkt og fólk sé reiðubúið að kasta sér aftur í gin eyðileggingarinnar, aðeins örfáum árum eftir að stríði lauk á sama vígvelli. Ef eitthvað er, má segja Dani flækta í jafn ófyrirsjáan- lega atburðarás. Það breytir því ekki að meðan eldarnir loga í miðborg Kaupmannahafnar, gefa þeir sér tíma til að fylgjast grannt með niðursveiflu fjármála- markaðar í fyrrum nýlendu sinni, og leggja á ráðin um hvernig þeir geti hagnast á olíu við strendur Grænlands. Raunveruleikinn fer sínu fram. En hvað er til ráða? Eru orðin kannski til alls fyrst? Ekki er auðvelt að fóta sig á ísbreiðu tungumálsins. Þar eru sprungurnar líka djúpar og kaldar. Fegurstu orðin fela oft í sér mestu hætturnar, hvort heldur fyrir einstaklinga eða þjóðir, svo ekki sé minnst á fagurlega ofnar snörur hinna glæstu hugmyndakerfa. Sjálfsævisaga á borð við Veröld sem var eftir Stefan Zweig dregur í það minnsta ekki úr þeim grun. Bókin er skrifuð skömmu fyrir lok síðari heims- styrjaldar og greinir frá gangi mála í Evrópu frá lokum nítjándu aldar þar til Englendingar segja Þýskalandi Hitlers stríð á hendur. Þegar kemur að lýsingu á aðdraganda tveggja heimsstyrjalda og hvernig Evrópa tekur heljarstökk úr dýrkeyptu Sarajevo-glappaskoti í grímulaust niðurrif mennsku og menningar, á bókin sér enga líka. Hið sama má segja um lýsinguna á Evrópu og þeim sem þar búa áður en óveðursskýin birtast, flestum að óvörum, á sólríkum degi við strönd. Vínarborg kemur einnig talsvert við sögu en þar er Zweig fæddur og uppalinn. Um aldamótin nítján hundruð er Vín sannkölluð heimsborg, hún sem dregur allt til sín og þar sem drýpur af hverju strái. Meðan friður ríkir, ferðast Zweig líka til annarra landa í álfunni og drekkur í sig fáein tungumál, samtímamenningu og sögu. Lesanda er þó ekki aðeins gefið tækifæri til að skynja veröld sem var í lífi einstaklinga og þjóða. Um er að ræða jafn einstæða heimild um þroska- sögu rithöfundar og viðvarandi glímu hans við allt það sem kann að ógna frelsi hugsunar hans. Gyðing- urinn, friðarsinninn, húmanistinn, alþjóðasinninn og rithöfundurinn Zweig varar sig á orðum og hug- myndakerfum öðru fremur, og það talsvert löngu áður en nasistar komast til valda. Ólíkt mörgum stórskáldum millistríðsáranna, stenst Zweig meira að segja freistingu kommúnisma, en með naumind- um þó. Líkt og hendir marga evrópska rithöfunda og listamenn á þessum tíma, yfirgefur Zweig heim- kynni sín og þar með lífið eins og hann þekkir það. Árið 1941, eftir að hafa dvalið um hríð á Englandi og í Bandaríkjunum, er hann kominn til Brasilíu. Þar lýkur hann við að skrifa sjálfsævisöguna og gerir heiðarlega tilraun um líf útlagans. Ári síðar fremja hann og seinni eiginkona hans, Elizabeth Charlotte, sjálfsmorð. Hver er þá lærdómurinn? Það er líklega til marks um alvöru þessarar bókar og mikilvægi, að höfund- ur hennar ruglast ekki á list og raunveruleika. Í því efni á hann sér læriföður. Það er franski rithöfund- urinn og friðarsinninn Romain Rolland sem segir eftirfarandi við Zweig, ári áður en fyrri heimsstyrj- öldin brýst út: „Listin getur verið oss til huggunar í einkalífi voru, /.../ en gagnvart raunveruleikanum má hún sín einskis.“ * *(Veröld sem var, þýð. Halldór J. Jónsson og Ingólfur Pálmason, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1958, s. 186). RIDDARI Á ÍSBREIÐU Birna Bjarnadóttir skrifar frá Winnipeg Stefan Zweig V ið erum bara að vakna upp við það að við erum tíu ára. Það kom öllum á óvart,“ segir Jóhannes. Það þótti glapræði þegar það fréttist að tveir nördar, áhugamenn um klassíska tón- list, væru búnir að stofna plötubúð á Barónsstíg. „Það var bara hlegið að okkur um allan bæ,“ heldur hann áfram. „Þetta var bara einhver stórkostleg fantasía sem upphófst á bar: tveir menn að horfa á fótbolta og í hálfleik var bara ákveðið að kýla á það.“ „Manchester United var að spila,“ segir Lárus. „Jói var verslunarstjóri í Japis og ég var einn af bestu kúnnun- um, kom alltaf á föstudögum. Það kom mér alltaf á óvart hvað ég skuldaði mikið, svo ég borgaði inn á og tók út enn þá meira. Við vorum á kafi í tónlist og erum búnir að vera vinir síðan við vorum krakkar. Kynntumst í skákinni og langaði svo mikið að gera þetta.“ Fyrir tíu árum voru klassískar deildir í Skífunni og Japis og þegar við bættist það sem vantaði í markaðinn í 12 tónum fullyrða þeir félagar að á örlitlum bletti í Reykjavík hafi verið best úrval af klassískri tónlist við Atlantshaf. Núna er klassíska deildin í Skífunni svipur hjá sjón, Japis horfið í sinni gömlu mynd og þeir tveir einir eftir: „Við fórum af stað með einfalda viðskipta- hugmynd. Við höfðum brennandi áhuga á tónlist og hugsuðum þetta út frá kúnn- anum. Við erum ennþá með fullt af kúnnum sem komu þarna inn á fyrstu vikunum og hafa verið hér síðan. Við erum með kúnna sem hafa komið hing- að á fimmtudögum, hvern einasta fimmtudag, í tíu ár. Þetta er mjög trygg- ur hópur,“ segir Lárus. Eftir að 12 tónar komust á legg – fimm ára – fóru þeir Jóhannes út í næsta vers: ef þú selur plötur, því þá ekki að gefa út líka? „Það þróaðist þannig að við gáfum út allt – nema klassíska tónlist,“ segir Lárus. „Nú er þetta að breytast, við ætlum að gefa út fáa titla en gefa bara út það besta: toppinn. Sem dæmi erum við að gefa út disk númer tvö með Ísa- fold. Svo erum við að auka við okkur í flokki afburðahljóðfæraleikara sem við ætlum að gefa út.“ Lárus segir að hér á landi séu nokkrir einstaklingar sem eru slíkir afburðahljóðfæraleikarar að þeir gætu orðið alþjóðlegar stjörnur: „Ef það er einhver mælikvarði,“ segir hann. „Þetta fólk þarf stuðning. Það vita allir hvað Björk hefur gert fyrir Ísland. Ef við eignuðumst alþjóðlega stjörnu í klassíska geiranum þá hefði það gríðar- leg áhrif fyrir landið.” Þeir segjast hafa gefið út geysimikið af plötum á stuttum tíma til að sýna hraðan vöxt fyrir alþjóðlega dreifingu og var mikil breidd í útgáfunni. Nú hyggjast þeir einbeita sér að langtíma- verkefnum. 12 tónar settu á stofn búð í Kaup- mannahöfn sem nú er hætt rekstri: „Danmerkurævintýrið,“ segir Lárus, „var dýrt einkanám, en það er ekki búið. Við þurftum að fara út með okkar vöru. Það er eðli okkar útgáfu, hún er alþjóð- leg. Við þekktum vel til í Danmörku svo það lá beint við. Eftir stendur að allir þekkja merkið okkar, vörur okkar fást alls staðar og við rekum þar markaðs- skrifstofu.“ Þeir segjast gera lítið af því að endursemja um útgáfur, markmiðið sé að byggja upp vörumerkið 12 tóna. Jóhannes segir að útgáfan verði líklega svipuð og í fyrra en vegna markaðs- setningar á Evrópumarkaði verði þeir að hugsa vinnsluna upp á nýtt. Allt taki lengri tíma, aðdragandinn sé lengri. Þeir eru í samstarfi við fyrirtækið Cargo sem gefur út undir vörumerkinu 12 tónar í Evrópu. Fram undan er stærsta verkefni 12 tóna til þessa: um allan heim diskur með bandarísku hljómsveitinni Brian Jonestown Massacre í byrjun sumars á vegum 12 tóna.. Meðal annars efnis sem þeir gefa út á næstunni er vínyl-útgáfa af Engla- börnum Jóhanns Jóhannssonar en útgáfa á því formi færist í aukana. Í til- efni af afmælinu þann 27. kemur út multichannel/surround-diskur með Ísa- fold. „Það verður ekki fullkomnara,“ segir Jóhannes og bætir við að viðræð- ur séu í gangi um stóraukna dreifingu á klassískum armi útgáfunnar. Afmælis- árið verður helgað ýmsum uppákomum, tónleikum og myndlistarsýningum. Þann 10. maí verður á Skólavörðustígn- um fluttur mars sem Jóhannes fann í safni í Dresden eftir Wilhelm Hugo en þá verða 270 ár frá því hann var fluttur, eina verk þessa höfundar sem til er: „Þú verður að koma og heyra hann.“ TÓLF TÓNA TAL Jóhannes Ágústsson og Lárus Jóhannesson hafa rekið verslun sína og útgáfu, 12 tóna, í tíu ár. Fyrirtækið hefur verið til húsa á Skólavörðustíg um langt árabil. Þar hafa þeir félagar sinnt áhugamönnum um tónlist af öllu tagi. Lárus og Jóhannes líta yfi r farinn veg og til framtíðar. TÓNLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Lalli og Jói í 12 tónum . MYND/FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.