Fréttablaðið - 20.04.2008, Síða 23

Fréttablaðið - 20.04.2008, Síða 23
7 MENNING S ýningin verður að teljast stóráfangi á ferli Ólafs Elíassonar en myndlistar- heiminum er í fersku minni sýning hans í Tate. Hann hefur verið æ meira áber- andi í forystusveit samtímalista- manna á Vesturlöndum. Stjórnand- inn Glenn D. Lowry sparar ekki stóryrði í ávarpi sínu um sýning- una en hún verður á tveimur stöð- um í New York og verður uppi til júníloka, en fer þá til Dallas, þaðan til Chicago og endar för sína í Sydney sumarið 2009. Take Your Time kallar Ólafur sýninguna Dokaðu við og vísar heitið til þess að hann kallar á áhorfandann að finna sig í verkun- um, hann hefur um langt skeið talað ítrekað fyrir rétti og skynjun áhorfandans, sem hann leiðir á vit furðuheims skynjunar í ljósi, litum og rými. Fyrir þessa sýningu hefur hann bætt fjölda verka inn í safnið sem sýnt var í San Francisco en alls eru 38 verk á sýningunni í MOMA og P.S.1, 24 bætast við og af þeim eru 6 unnin sérstaklega fyrir sýninguna. Þau eru af ýmsu tagi: þarna eru uppi stórar svarthvítar ljósmyndaseríur hans frá Íslandi, eldri verk sem eru á mörkum skúlptúrs og innsetningar sem mörg vísa beint til landsins sem hann er stöðugt að taka til með- ferðar, auk rýmisverka af ýmsu tagi sem leika sér með skynjun birtu og litar. Þeirra stærst er verk sem er samnefnt sýningunni frá þessu ári, loftfastur spegill sem snýst og kollvarpar skynjun þeirra sem undir standa. Verkin koma víða að; mörg úr eigu safna eða safnara, önnur frá galleríum sem selja verk Ólafs eða úr eigu hans sjálfs. Sýningin er kostuð af fjölda virtra aðila úr bandarísku menn- ingarstarfi auk danskra aðila. Enginn íslenskur aðili kemur að sýningunni sem vekur nokkra furðu miðað við þá ríku áherslu sem Ísland nýtur í verkunum á sýningunni. Í fréttatilkynningu MOMA er ekki dregin dul á vinnslu hans með íslenska náttúru: þoka, vatn, vatsnföll, steinn og mosi eru virkir þættir í myndsköpun hans sem settir eru í nýja rýmislega vídd. Rétt eins og gríðarstór verk þar sem ljós og litur gera skynjun að leiksoppi aðstæðna. Sýningunni fylgir stór bók sem gerir grein fyrir ferli þessa áhuga- verða listamanns sem hefur á und- anförnum árum unnið á svipaðan máta og málarar endurreisnarinn- ar með sitt stóra verkstæði í Berlín. Ólafur hefur í fjölmiðlum vestan- hafs og austan viðurkennt að það hafi hjálpað við undirbúning útrás- arinnar til vesturs að hann sé nú að flytja vinnustofur sínar og því hafi margt komið til álita við frágang verka á sýninguna. Stórbók helguð sýningunni kemur út og er haldbesta yfirlit sem nú er fáanlegt um feril Ólafs og verk hans. Hún geymir myndir af 70 helstu verkum hans, greinar eftir bandaríska listfræðinga og viðtal við listamanninn. Sýningin mun vafalítið vekja gríðarlega athygli og ekki bætir úr fyrirhugað Fossaverkefni Ólafs sem hefur verið í burðarliðnum í nokkurn tíma og kemur upp í sumar á mörgum stöðum í New York. Uppsetning þess mun halda áfram athyglinni á Ólafi langt fram á haust. Í kringum sýningarhaldið í MOMA verða margs konar kynn- ingar og fyrirlestrar sem tengjast Ólafi og verkum hans og er ekki að sjá annað en að mikill áhugi sé á dagskránni því þegar er orðið fullt á marga þessara viðburða. 360° room for all colours/ 360° herbergi fyrir alla liti (2002) Ryðfrítt stál, ákasts- dúkur, flúrljós, tré og stjórntæki. (320 x 815.3 x 815.3 sm). Einkaeign. Með leyfi Tanya Bonakdar Gallery, New York. Innsetning í MOMA 2008. MYND/MATTHEW SEPTIMUS. MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI MOMA OG P.S.1. © 2008 Ólafur Elíasson BÓKAÚTGÁFAN Bjartur fagnaði þeim tíma- mótum á föstudag að nú er komin út fimm- tugasta bókin í NEON-röðinni. Hefur undir hennar merkjum komið út mikill fjöldi þýddra samtímabóka úr mörgum deildum jarðar, auk nokkurra innlendra verka sem fengu þar skjól, ritgerðasöfn Gyrðis Elíassonar, Einars Más og Péturs Gunnarssonar, auk fyrstu verka Guð- rúnar Mínervu. Þar hafa margir þýðendur lagt gjörva hönd á snúning verka á íslensku og er safnið allt hið fegursta. Breska bókmenntatímaritið Granta fagnar um þessar mundir hundraðasta og fyrsta heftinu en það hefur um margra ára skeið verið deigla engilsaxneskra bókmennta og greinaskrifa. Þar hafa margir af yngri kynslóð höfunda sem skrifa á ensku stigið sín fyrstu og mikilvægustu skref og tryggir slóðin þeim snemmbæra virðingu því tímaritið hefur háan standard í öllu sem það birtir. Á öllum sviðum lífsins ekki missa af frábærum sýningum „Eitursnjallt leikrit." Gerður Kristný, Mannamál/Stöð 2, 10/2 „Þetta var ekki hefðbundin kvöldvaka." Elísabet Brekkan, FBL, 13/2 Engisprettur e. Biljana Srbljanovic Sýningum lýkur í vor PBB FBL , 29/3 Sólarferð e. Guðmund Steinsson Hárbeitt verk í hrárri sýningu „Þetta er vel unnin sýning, skemmti- leg og óvenju skýrt hugsuð.” MK, MBL 8/4 „Þau eru frábær, öll fjögur… Þetta er hörkugóð sýning...!“ SA, tmm.is Bráðfyndið og ágengt gamanleikrit Vígaguðinn e. Yasminu Reza Sá ljóti e. Marius von Mayenburg ,Hafi maður efast um að Sólarferð Guðmundar væri rétta verkið til að endurnýja kynni íslenskra áhorfenda við texta hans þá sópar sýningin öllum efasemdum úr huganum." MK, MBL, 17/2. Ástin er diskó, lífið er pönk e. Hallgrím Helgason Nýr íslenskur söngleikur. Frumsýning 1. maí

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.