Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN Björgvin G. Sigurðsson svarar leiðara Þorsteins Pálssonar Undanfarin misseri hefur Þorsteinn Páls- son, ritstjóri og fyrrver- andi formaður Sjálfstæðis- flokksins, skrifað röð merkilegra greina um kosti og galla Evrópusambands- aðildar. Um mikilvægi þess að Íslendingar sæki um aðild að sam- bandinu og láti þannig reyna á hvað felist í fullri aðild að bandalaginu í stað þeirrar áhrifalitlu aukaaðildar sem við búum við í formi annars hins ágætan EES samnings. Allt er þetta til sóma og undir flest það sem ritstjórinn hefur skrifað um Evrópumál getur undir- ritaður tekið heilshugar undir. Enda hef ég lengi verið á þeirri skoðun að þjóðin eigi mikla hagsmuni undir því að látið verði reyna á aðild að ESB með því að sækja um og bera samninginn undir þjóðina að lokum. Þetta er stefna Samfylkingarinn- ar sem einn flokka hefur þann afdráttarlausa málatilbúnað að skilgreina beri samningsmarkmið- in, sækja um aðild og bera afrakst- urinn undir þjóðina. Aðrir flokkar feta sig nú í þessa átt þar sem ægir saman loðnum skilaboðum um þessa og hina þjóðaratkvæða- greiðsluna og fleira í þeim dúr. Mestu skiptir hinsvegar að flokk- arnir opni á umræðuna, hleypi henni upp á yfirborðið í stað þess að reyna með handafli og tilskipun- um að þagga niður eðlilega umræðu um stærsta hagsmunamál Íslend- inga þessi misserin. Þess vegna var skynsamleg opnun Þorgerðar Katr- ínar, varaformanns Sjálfstæðis- flokksins, um Evrópumál á Kópa- vogsfundi stærra skref en margur hyggur og þurfti pólitískan kjark af hennar hálfu til að stíga. Við blasir að skoðanir lands- manna munu finna sér farveg í Já- og Nei-hreyfingum líkt og gerðist á hinum Norð- urlöndunum á sínum tíma. Það er jákvætt og eðlilegt enda málið um margt þverpólitískt. Slík þróun undanskilur að sjálfsögðu ekki Alþingi og stjórnmála- flokkana frá því að fjalla um málið, setja á dag- skrá og taka til þess. Auð- vitað ekki og því undrað- ist ég það mjög og varð fyrir verulegum vonbrigðum með málatilbúnað ritstjórans sem fram kom í leiðara blaðsins í gær. Í leiðaranum er að finna kostu- legar umvandanir ritstjórans í minn garð þar sem hann eignaði mér þá skoðun að hafa farið mikinn fyrir því að koma málinu út fyrir veggi Alþingis og frá flokkunum til meðferðar og umfjöllunar. Einkar sérkennilegt, í besta falli, í ljósi þess að líklega hefur ekki annar alþingismaður fjallað meira um málið síðustu misseri og margoft sagt að ekkert gerist í málinu fyrr en stóru flokkarnir tveir taki um það ákvörðun að sækja um og stíga skref í málinu. Leiðin til ESB liggur í gegnum Sjálfstæðisflokk og Sam- fylkingu. En þar eiga málin heldur ekki að vera í gíslingu. Máli mínu til áréttingar má benda á grein mína úr Markaðinum/ Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum sem undirstrikar býsna vel skoðun mína í Evrópumálum. Þar stendur meðal annars: „Tvöfalt þjóðaratkvæði eða ekki. Evrópumálin eru komin á landa- kortið og brýnt að ná breiðri sam- stöðu á meðal þings og þjóðar um hvaða skref skuli stíga. Án góðrar samstöðu og samvinnu flokkanna á þingi um málið verða varla nein framfara skref stigin og ekki stend- ur á atvinnulífinu og verkalýðs- hreyfingu í þeim leiðangri. (Evran í áratug, Markaðurinn 14. maí 2008).“ Ég biðst undan því að vera hafð- ur að skotspæni ef ritstjórinn kýs að veifa röngu tré frekar en öngvu til að koma skoðunum sínum á framfæri. Vel má vera að ritstjór- inn kjósi að veitast að mínum við- horfum og freista þess að gera tor- tryggileg til þess að senda skilaboð inn í sinn gamla flokk sem ekki er nú alveg á einu máli í afstöðu til Evrópumálanna. Ekki dæmi ég um það. Höfundur er viðskiptaráðherra UMRÆÐAN Steindór J. Erlingsson skrifar um trúmál Öll höfum við einhverja hugmynd um hver Jesús var. Hjá flestum eiga hugmyndirnar rætur sínar í námsefni grunnskólans þar sem mjög einföld mynd er dregin upp af þessum guði kristinna manna. Fljótt á litið virðist þessa einfalda mynd einnig lita boðun Þjóðkirkjunnar. Vandamálið við einföldunina er að hún er í litlu samræmi við þá mynd sem fræðimenn hafa dregið upp af Jesú. Þetta ósamræmi er hins vegar aðeins byrjunin því innbyrðis eru fræðimenn mjög ósammála um hvað Jesús stóð í raun og veru fyrir. Lítum nánar á málið. Við fyrstu sýn mætti ætla að allir þeir sem lokið hafa lestri Nýja testamentisins sitji uppi með hina einu sönnu og guðlegu mynd af Jesú, kannski þá sem kennd er í grunnskólanum. Hugsjónin um „rétta“ túlkun á boðskap Jesú byggir hins vegar á óskhyggju sem mun líklega aldrei rætast. Þetta skýrist af því að lestur okkar á Biblíunni, eins og öllum öðrum bókum, litast af félagslegum, menningarlegum, pólitískum, trúarlegum og heimspekilegum bakgrunni okkar. Tilraunir sumra fræði- manna og guðfræðinga til þess að útloka þessar lífsskoðanasíur skekkir að mati biblíusérfræðingsins Elaine Pagels (Adam, Eve, and the Serpent, 1988) skilning okkar á trúarriti kristninnar. Rann- sóknir mínar á viðhorfum náttúruvísindamannanna Þorvalds Thoroddsens, Lance- lots Hogben og Julians Huxley til þróunarkenningarinnar hafa leitt það sama í ljós, þ.e. að fullur skilningur á viðhorfum þeirra fæst einungis með því að taka lífsskoðanasíurnar með í reikninginn. Það virðist því ekki vera til einn réttur skilningur á því hver Jesús var. Þetta kemur berlega fram hjá fræðimönnum sem eytt hafa starfsævinni í að rannsaka hver hinn sögulegi Jesús var í raun og veru. Niðurstöður þeirra eru mjög ólíkar: Jesús var frjálslyndur farísei, hann var samkyn- hneigður galdramaður (sbr. grein Illuga Jökulssonar í maíhefti Skakka turnsins), hann var rabbíni sem kenndi fylgjendum sínum hina sönnu merkingu lögmáls Móses, hann var femínisti sem boðaði jafnrétti, hann var byltingarsinni sem boðaði uppreisn gegn Róm, hann var róttæklingur sem boðaði upplausn hefð- bundinna samfélagsgilda og hann var heimsendaspámaður (sem líklega er vinsælasta túlkun fræðimanna). Fræði- mennirnir sem sett hafa fram þessar og fleiri túlkanir á hinum sögulega Jesú hafa allir meira og minna sömu heimildirnar fyrir framan sig, en eins og biblíusérfræð- ingurinn Bart Ehrman (Lost Christianities, 2003) benti nýverið á virðast þeir einungis sammála um það eitt að Jesús var gyðing- ur. Ástæðan fyrir þessum ólíku túlkunum fræðimanna á hinum sögulega Jesú er sú að þeir leggja áherslu á ólíka ritningar- staði, sem að einhverju leyti stjórnast af lífsskoðanasíu þeirra. Þetta hefur leitt biblíusérfræðinginn Robert Price (Dec- onstructing Jesus, 2000) til þess að álykta að sérhver ritgerð eða bók um ævi Jesú sé í raun guðspjall viðeigandi fræðimanns um Jesúm. Price telur þessar ólíku túlkanir ekkert sérstaklega ósannfærandi, en eins og hann bendir á útilokar hver þessara Jesúmynda allar hinar. Vandamálið snýst um að sá Jesús sem birtist í guðspjöllunum hefur svo margar birtingarmyndir að hann er mjög líklega samsett persóna, eins og fleiri kraftaverkapersónur frá þessum tíma. Af þessum sökum telur Price það óhjákvæmilega niðurstöðu að jafnvel þó hinn sögulegi Jesús hafi verið uppi fyrir 2000 árum sé ekki lengur um neinn sögulegan Jesúm að ræða. „Frummyndin er óafturkræf.” Sú einfalda mynd sem dregin er upp af Jesú í námsefni grunnskóla og útvarps- messum Ríkisútvarpsins virðist eiga lítið skylt við þann Jesúm sem fræðimenn í háskólum fást við og rannsaka. Jesús fræðimannanna felur í sér miklu meira en ástina og kærleikann, sem trúboðar Þjóðkirkjunnar leggja áherslu á. Auk þess sem hér hefur nú þegar verið tíundað bendir Pagels (The Origin of Satan, 1995) á að guðspjöllin fela einnig í sér „sláandi“ dimman boðskap, um alheimsbaráttu yfirnáttúrulegra afla, sem í gegnum tíðina hefur verið notaður „til þess að réttlæta hatur og jafnvel fjöldamorð“. Eins og bent hefur verið á er af ýmsum ástæðum ómögulegt að finna hinn eina sanna Jesúm, sem endurspeglar þá staðhæfingu Pagels (Beyond Belief, 2003) að frá sjónarhorni sagnfræðinnar er ekki til einhver ein „sönn“ kristni. Ég get vel skilið ef prestar landsins hafa ekki mikinn áhuga á að kynna þennan margbreytilega Jesú fræðimannanna fyrir söfnuðum sínum enda er hann ekki vænlegur til þess að tryggja fylgisspekt safnaðarmeðlimanna við rétttrúnaðinn. Spurningin er hins vegar hvort börnin okkar eiga að vera undir sömu sökina seld. Eins og landslög kveða á um er grunnskól- inn ekki trúboðsstofnun og því eiga þau rétt á að heyra stærri hluta af sögunni en þá ofureinfölduðu útgáfu sem nú er haldið að þeim. Höfundur er vísindasagnfræðingur. 18 17. maí 2008 LAUGARDAGUR BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Evrópa og ranga tréð ritstjórans STEINDÓR J. ERLINGSSON Hver var Jesús? Ég biðst undan því að vera hafður að skotspæni ef rit- stjórinn kýs að veifa röngu tré frekar en öngvu til að koma skoðunum sínum á framfæri. Samkeppni um menningarmerkingar Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar boðar til opinnar samkeppni um samræmt útlit menningarmerkinga í Reykjavíkurborg. Markmið með slíkum merkingum er að kveikja áhuga fólks og efla fræðslu um menningu, sögu og náttúru borgarinnar. Um er að ræða fjölbreyttar merkingar víða um borgina, til dæmis við hús, torg, styttur, í skógarrjóðri, við strandlengju eða eitt og sér (án sýnilegs kennileitis). Hönnun á merkingu getur verið í formi fræðsluskiltis, plötu í stétt, skjaldar, húsmerkingar og vegvísis ásamt öðrum leiðum ef vill. Gera má ráð fyrir mislöngum fræðslutexta. Senda má inn tillögu að merkingum í mismunandi stærðum og gerðum. Samræming hönnunar á við mismunandi framsetningar á misstórum merkingum. Tillagan skal fela í sér grafíska hönnun, formhönnun, efnisnotkun og uppsetningu skiltisins. Tillagan skal vera undir nafnleynd og til að hún verði tekin gild þarf höfundur að skila eftirfarandi: Hægt verður að nálgast ítarefni með ljósmyndum (þar sem hægt er að setja skilti í umhverfi), textadæmum og merki borgarinnar á www.minjasafnreykjavikur.is. Ekki er nauðsynlegt að nota þessi gögn. Fimm manna dómnefnd skipuð fulltrúum tilnefndum af menningar- og ferðamálaráði og Menningar- og ferðamálasviði mun velja eina verðlaunatillögu. Höfundi tillögunnar verða þar með rétt til að vinna hana áfram. Ef dómnefndin metur að verðlaunahafinn geti unnið verkið áfram mun honum verða falið verkefnið til frekari útfærslu. Ef ekki, verður öðrum falið verkefnið í samráði við höfund tillögunnar. Niðurstaða dómnefndar verður kynnt opinberlega á Menningarnótt 23. ágúst nk. samhliða sýningu á innsendum tillögum. Tillögurnar skulu hafa borist skrifstofu Menningar- og ferðamála- Tillögur skulu merktar „Samkeppni um menningarmerkingar“. anna.lisa.gudmundsdottir@ Magnúsdóttir dora.magnusdottir@
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.