Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 68

Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 68
40 17. maí 2008 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég kíkti yfir topplistann um daginn! Topp 20! Sweet Lord! Veistu hvað sló mig? Að hann var ótrú- lega líkur listanum yfir fólk sem verður fangelsað án rétt- arhalda þegar þú nærð heimsyfir- ráðum? Já, auðvitað! Þeir sem ég kannaðist við munu fá að kenna á því, en helminginn hafði ég aldrei heyrt minnst á áður! Þetta er sama draslið! Hiphop og R&B fyrir allan pening- inn! Ég hef tónlistarbransann grun- aðan um að gefa skít í þá sem kunna að meta „fuzz pedal“ og gott trommusóló! Eða að einhverjir eru að verða gamlir! Viltu ekki strauja skyrtuna fyrir mig? Straubrettið er í þvotta- húsinu, straujárnið er á hillunni fyrir ofan þvotta- vélina og innstungur er að finna hér og þar á svæðinu. Gangi þér vel. Þegar ég flyt að heiman áttu eftir að gráta yfir glötuðum tækifærum eins og þessu! Auðvitað finnst mér þú aðlaðandi, Dóra - en ég laðast líka ótrúlega mikið að þessari ljósaperu! Bréfberinn Voff Voff Vof f Vof f Bara reikningar. Vo ff Vof f Vo ff Voff Tveir segulmögnuðustu hlutir á jörðinni eru járn og feður sem liggja einir á gólfinu Ég hef ekki mikinn húmor fyrir því að gera mig að fífli. Ég get verið feimin og forðast yfirleitt vandræðalegar aðstæður. Þegar ég sá hljóm- sveitina Jet Black Joe koma saman í sjónvarp- inu fyrir stuttu ryfjaðist upp fyrir mér pínlegt atvik og roðinn hljóp fram í kinnarnar. Þetta var uppáhaldshljómsveit- in mín þegar ég var unglingsstúlka á Akureyri með sítt hár og svartan ælæner. Eitt sinn kom hljómsveit- in í bæinn og áritaði diska í plötu- búðinni í Sunnuhlíð. Ég kom sjálfri mér á óvart þegar ég dreif mig upp eftir og keypti diskinn. Stóð svo í biðröð ásamt tugum ungl- ingsstúlkna eftir að stjörnurnar kæmu fram. Taugatitringurinn í loftinu var áþreifanlegur og mér leið eins og kjána að vera að eltast við undirskrift þessara gaura en vildi þó ekki snúa frá. Hópurinn var stór og ég vonaði að ég gæti horfið í fjöldann. Loksins komu meðlimir hljóm- sveitarinnar fram, síðhærðir og svalir. Stúlknaþvagan bylgjaðist tístandi af stað og ég gat ekki annað en fylgt með. Þegar kom í ljós að flestar voru einungis með bréfmiða til að fá eiginhandaráritunina spurði pirr- aður umboðsmaðurinn hátt hvort enginn hefði keypt diskinn? Ég kyngdi og rétti upp hönd eins og auli og samstundis var þvögunni ýtt til hliðar. Leiðin að stjörnunum varð greið og breið. Allra augu beindust að mér og tístið snar- þagnaði. Sjóðheit í kinnum með augun á gólfinu þokaði ég mér að borðinu með öfundsjúkar stúlkurnar á hvora hönd. Ég var svo feimin að ég kom ekki upp orði þegar Rósin- krans spurði mig að nafni. Ég veit ekki hvernig ég komst út. Næstu klukkutímarnir á eftir eru í móðu. Einhvers staðar í fórum mínum á ég áritaðan disk- inn en ég hef ekkert spilað hann að ráði. Kem mér ekki til þess. Ég hef bara ekki húmor fyrir kinnroðan- um sem fylgir. STUÐ MILLI STRÍÐA í návígi við stjörnurnar RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR GERIR SIG AÐ FÍFLI Vor í Kaupmannahöfn! Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup- mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi. Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben. Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum. Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.