Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 38
● Forsíðumynd: Daria Scagliola og Stijn Brakkee tóku mynd af stól eftir Rianne Makkink og Jurgen Bey Útgáfu- félag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsing- ar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. V orin eru ansi hressandi í minni fjölskyldu enda margir sem eiga þá afmæli, þar á meðal ég og dóttir mín. Húsmóðirin kemur fram í mér og hugmyndir um kökuhönnun, þemaveislur og pinnamat streyma um kollinn vikum saman. Dóttir mín hefur leikinn í lok apríl, og við byrjum strax í febrúar að kíkja í tertubækur og hamstra birgðir. Ég hlusta varfærnislega á óskir um rat- leiki, kjóla og kökur í öllum regnbogans litum á meðan ég byrja í laumi að ímynda mér eitthvað mjög nýmóðins kokkteilboð fyrir sjálfa mig tveimur vikum síðar. Eldhúsverkin leika í höndum mér, barnaterturnar eru ævin- týralegar. Ég er hinn fullkomni gestgjafi, hlæ á viðeigandi stöðum, býð fram það besta úr sælkeraverslunum borgarinnar. Er með óviðjafnanlega lagalista í spilastokknum og hælarnir eru ítalskir. Þeir sem þekkja vel mig vita að þetta er náttúrlega haugalygi. Húsmóðurdyggðir hafa sjaldan verið mín sterka hlið og mér er í fersku minni svipur ömmu minnar þegar ég skráði mig svo á mynd- og handíðabraut í framhaldsskóla. Bútasaumurinn vildi frekar festast við peysuna en að verða að pottaleppum, prjónarnir týndust í hárinu á mér og garnið flaug í allar áttir á meðan saumavélin bræddi úr sér. Enda var það sam- eiginlegu átaki nokkurra meðlima úr saumaklúbbnum hennar ömmu að þakka að ég kolféll ekki í Prjónum 103. Eftir að dóttir mín fæddist liðu fyrstu barnaafmælin hjá án þess að upp kæmist um bresti mína, enda miskunnaði amma sig yfir mig með marens. Þegar ég fluttist til útlanda gat amma náttúrlega ekki sent marensinn á milli landa, en til allrar lukku redduðu vinkonurnar mér vitandi af harmi mínum, sem ég bar nánast í hljóði. Litla systir varð fljótlega minn helsti bandamaður og úr ofni hennar runnu stanslaust tertur sem hrein- lega björguðu barnæsku dóttur minnar frá þeirri nöturlegu staðreynd að mamma gat ekki bakað. Með góðsemina eina að vopni langaði mig að sjálfsögðu að launa systur minni greiðann. Afraksturinn varð marens sem sennilega hentaði frekar til hellulagna en manneldis. Ég lét mér því nægja að fara í Ríkið og brjóta saman servíettur fyrir hana að launum. Mér hefur margoft verið bent á að hlutir taki tíma, en ég hef enga þolin- mæði í að hlusta á slíkar fortölur. Ég hugsa hratt, stundum gleymin, utan við mig og óþolinmóð. Þó er ég öll af vilja gerð og með þrotlausum æfing- um og auðmýkt hefur kviknað von í brjósti mér og öðrum. Enda tókst af- mæli dótturinnar með eindæmum vel í ár og skreytingarnar alveg í anda Dadaisma sem öll börn kunna vel að meta. Blessunarlega hangir þó ekki sjálfsvirðingin í þræði útsaumsnálarinnar eða á kökufati inni í skáp, því mig prýða aðrar mjög góðar dyggðir. Hins vegar átti ég besta afmæli í heimi syngjandi úti í garði í gúmmístígvélum með úfið hár úti í sveit á meðan ég lét mig dreyma um að gerast garðyrkjubóndi sem giftist mjög sætum bakara. Veisluhöld garðálfsins HEIMILISHALD RUT HERMANNSDÓTTIR Afraksturinn varð marens sem sennilega hentaði frekar til hellulagna en manneldis. Þráðlaus þægindi frá Danfoss Gólfhiti - einfaldari en nokkru sinni fyrr Þráðlausar gólfhitastýringar Háþróaðar en einfaldar Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu gólfhitastýringa Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins ● heimili&hönnun „Mig langaði að poppa borðhaldið aðeins upp með skrautlegum áhöldum en vísa á sama tíma í þetta gamla og góða sem allir þekkja,“ segir vöruhönnuðurinn Sóley um lokaverkefni sitt í vöru- hönnunardeild Listaháskóla Ís- lands. Sóley hannaði áhöld í eld- húsið úr áli sem skreytt eru gömlu munstri. „Verkefnið var unnið í sam- starfi við tvö fyrirtæki. Gull- og silfursmiðjuna Ernu og Álverið ehf. í Garðabæ,“ útskýrir Sóley en Gull- og silfursmiðjan Erna hefur sérhæft sig í framleiðslu á íslenskum silfurborðbúnaði í ára- raðir. „Ég ákvað að nýta framleiðslu- aðferðir sem eru nú þegar til stað- ar en gera hlutina með öðrum hætti. Gull- og silfursmiðjan Erna framleiðir nær eingöngu hluti úr silfri en ég ákvað að nota ál. Ég hannaði lagið á áhöldunum sjálf en nota síðan gömlu munstrin frá Ernu til að skreyta þau,“ útskýrir Sóley og bætir við að engin tvö áhöld séu nákvæmlega eins þótt lagið sé það sama. „Þarna í Gull- og silfursmiðj- unni Ernu eru til óteljandi stansar sem hafa verið notaðir við þessa iðn árum saman en ég nota þá á nýjan hátt og frekar tilviljana- kennt. Þegar búið er að steypa skeiðarnar eru þær rafhúðaðar hjá Álverinu ehf. og það er í því ferli sem álið fær á sig lit og styrkist,“ útskýrir Sóley, sem hefur feng- ið góð viðbrögð við hönnuninni. „Ég sýndi verkið á útskriftar- sýningunni og margir þekktu gömlu munstrin og þótti gaman að sjá þau í nýjum búningi. Allt sam- starfið við Ernu gekk líka ofboðs- lega vel og var ákaflega lærdóms- ríkt,“ segir Sóley, sem hyggur nú á framleiðslu og markaðssetningu en áhöldin verða meðal annars til sölu í netversluninni Birkiland. com. - þo Gamalt munstur fær nýtt líf ● Nýstárleg eldhúsáhöld sem byggja á gömlum grunni eru lokaverkefni Sóleyjar Þóris- dóttur, sem útskrifast úr vöruhönnun frá LHÍ í lok mánaðarins. Sóley ætlar að sitja við smíðar í sumar og koma áhöldunum í sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sóley vildi poppa borðhaldið aðeins upp með því að hafa áhöldin í sterkum litum. 17. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.