Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 17. maí 2008 29 ➜ VISSIR ÞÚ AÐ... ...á milli Evu Maríu og Gerðar eru 29 ár. ...þær tilheyra báðar íhaldssömum stjörnumerkjum; Eva María er naut og Gerður er meyja. ...Eva María á í augnablikinu ekki sjónvarpstæki sem virkar og ætlar ekki að fá sér nýtt sjónvarp fyrr en í haust. ...Gerður horfir alltaf á fréttir og góða viðtalsþætti en finnst bíómyndirnar sem sjónvarpið býður upp á ekki nógu góðar. ...Eva María á það til að skamma börnin á dönsku, því þeim þykir danska svo skemmtileg. ...Gerður er afskaplega hrifin af súpum og koníakslöguð nautakjötssúpa í mötuneyti RÚV sló nýlega í gegn hjá henni. vera í útvarpinu. Eva María: Ég nefni Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Mér finnst hún með afskaplega gott smitgen frá Gunnari pabba sínum. Er með góðan róm og talar skýrt. Svo náttúrlega dauðsé ég eftir Kristjáni Kristjánssyni og rödd- inni hans. Gerður: Hann er með afskaplega fallega rödd. Eva María: Og skemmtilega fúl- lynda. Gerður: Já, hann gat snúið svolítið upp á sig. Og var kúl. Eva María: Ég elskaði það. Komdu á Píkusögur Íslendingum finnst alltaf skemmti- legast þegar einhver gerir eitthvað af sér. Hver eru eftirminnilegustu mistökin ykkar úr vinnunni hingað til? Eva María: Það er örugglega eitt- hvað hræðilegt sem maður reynir að gleyma. Ég lenti til dæmis í svipuðu og Lára Ómarsdóttir en þá fór ég í loftið þar sem ég var að æfa mig fyrir beina útsendingu frá einhverri þrettándabrennu. Ég stóð þarna og var að æfa hvað ég ætlaði að segja, ruglaðist eitthvað og byrja að blóta svona svakalega: „Nei, hver andskotinn, djöfulsins ruglið í mér...“, ekki vitandi að ég var í útsendingu. Gerður: Þetta er nú allt öðruvísi í útvarpinu en maður getur samt mismælt sig og sumir eru á því að það megi aldrei mismæla sig en auðvitað hefur maður lent í því. Ég er kannski svona gömul eins og guð má sjá en mismæli eru að mínu mati allt í lagi og geta fengið fólk til að hlæja aðeins, svo lengi sem maður er ekki bara að bulla. Eva María: Manst þú ekki eftir skandalnum Gerður sem mér hefur bara verið sagt frá, þegar þú varst ungur þulur og þú ert að biðja einhverja bátsmenn að láta vita af sér samkvæmt tilkynning- arskyldu. Svo segirðu svona í lokin: „Elsku strákarnir mínir, lát- iði nú vita af ykkur.“ Og þjóðin stóð á öndinni! Gerður: Sagði ég þetta? Það getur vel verið. Ég man hins vegar vel eftir því þegar Arnar Jónsson hafði eitt sinn nýlokið lestri á mið- degissögunni og hún var svo flott lesin hjá honum að ég segi svona í lokin að þarna sé lokið þessari frá- bærlega vel lesnu sögu og í kjöl- farið stoppaði síminn ekki. Ég hefði ekki leyfi til að dæma um það hvort að sagan væri góð eða vond eða hvort Arnar læsi hana vel eða illa. Þetta myndi ég flokka undir þegar maður er búinn að vera að hlusta á eitthvað stórkost- legt og þarft svo í kjölfarið að segja yfirveguð: Jóna Jónsdóttir lék píanókonsert eftir Beethoven – þegar þú ert alveg í skýjunum. Þrjár mínútur og tuttugu sekúndur Að lokum. Ef þið ættuð að skipta um hlutverk og þú Gerður ættir að velja viðmælanda í Sunnudags- þátt Evu Maríu, hvern myndir þú velja? Og ef þú Eva María ættir til dæmis að velja lögin í Óskastund- ina – hvaða þrjú lög myndir þú setja á fóninn? Gerður: Á ég að verða hún? Þá myndi ég sko vilja hafa einhvern ægilega huggulegan mann. Mér finnst nefnilega betra að tala við karla. Og ég hugsa að ég fengi jafnvel komment fyrir það að vera kannski með of marga karla hjá mér. Eva María: Já, þeir verða sem sagt að vera huggulegir? Gerður: Já, þeir verða nú að vera sætir. Ég man til dæmis aldrei eftir því að hann Óskar Jónasson, þinn Eva María, hafi verið í við- tali. Ég myndi bara tala við hann. Eva María: En lög sem ég myndi velja. Ég myndi bara velja alveg ofboðslegar klisjur. Maríu Callas, Casta Díva líklega. Gerður: Hvað er það lag langt aftur? Er það ekki alveg sex mín- útur? Eva María: Jú, það er svolítið langt. Ég myndi líka velja Þetta kvöld með Ellý Vilhjálms. Gerður: Það er 3 mínútur og 21 sekúnda. Eva María: Og ég myndi velja Björt mey og hrein með Hall- björgu. Gerður: Það er bara 2:52 minnir mig. Þetta er flott val, Eva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.