Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 34
[ ] Í kvennablaðinu Le Petit Echo de la Mode eða Hið litla berg- mál tískunnar sem hóf göngu sína í París 1880 voru leiðbein- ingar um saumaskap, prjóna- uppskriftir og innanhússskreyt- ingar svo nokkuð sé nefnt. Tímaritið Le Petit Echo de la Mode var vikublað í eigu þingmannsins Charles Huon de Penanster. Þar voru uppskriftir að ýmsu góðgæti, góð ráð um barnauppeldi, innanhús- skreytingar, leiðbeiningar um saumaskap, prjónauppskriftir, útsaumur og póstverslun sem minnir á nútíma netverslun. Árið 1887 fór að birtast þar framhalds- saga og blaðið seldist þá í hundrað þúsund eintökum. Einhver myndi kannski kalla þetta litla blað kerlingabækur en góð húsráð voru í hverju eintaki sem komu sér vel í tveimur heims- styrjöldum þegar þröngt var í búi og lítið um efni til tískuhönnunar. En meðan á styrjöldunum stóð var blaðið minnkað vegna pappírskorts. Þá var til dæmis sýnt hvernig rekja mátti upp peysur og prjóna nýja flík úr garninu eða hvernig á að sauma föt á drengi upp úr notuðum jakkafötum heim- ilisföðurins. Í skyrtuna var að sjálfsögðu notað hvítt léreft úr blússu af móður- inni! Tískan var hins vegar fyrirferðar- mest í blaðinu og í hverri viku birtust snið svo húsmæður gætu saumað á sig og fjölskylduna eftir nýj- ustu tískustraumum. Blaðið átti reyndar stór- an þátt í að gefa almenn- ingi tækifæri til að fylgja tískunni. Fjöldafram- leiðsla á fatnaði, sem á frönsku kallast prêt-à- porter, þekktist ekki á þessum tíma. Reyndar er fjöldaframleiðslan ekki eldra fyrirbæri hjá tískuhúsunum en frá sjöunda áratugn- um. Það var Yves Saint-Laurent sem var fyrstur til að hefja slíka framleiðslu og opna búðir með þessum varningi. Efnameira fólk hafði sína sauma- konu eða klæðskera og seinna meir hátískuna eftir því sem fleiri tísku- hús opnuðu á 20. öldinni. Hinir urðu að sauma á sig sjálfir. Þegar best lét fór tímritið Le Petit Echo de la Mode í eina og hálf milljón eintaka um 1950. Endalok þess má líklega rekja til tískublaðanna sem komu fram á sjónarsviðið á seinni hluta 20. aldar. Elle er til dæmis rúmlega sextugt tískurit. Þau tóku annars vegar við hlut- verki þessa litla hagnýta blaðs hvað varðar kynn- ingu strauma og stefna í tískuheim- inum og hins vegar má rekja minnkandi sölu þess til fjölda- framleiðslu á fatnaði, bæði ódýrari varnings og framleiðslu fínni tískuhúsa. Konur hættu smátt og smátt að sauma og eftir níutíu ára sögu var blaðið selt til helsta keppinautarins, Femmes d´aujourd´hui, sem þótti nútíma- legra. Nafnið hélt þó lífi í rúmlega öld, allt til 1983. Í fjórða hverfi Parísar í byggingu Forney-bókasafnsins, Hôtel de Sens, hefur um skeið verið hægt að skoða sögu Le Petit Echo de la Mode, eins elsta tískublaðs í heimi og um leið er sýndur fatnaður sem tengist hverju tímabili í sögu þess. bergb75@free.fr Saumað upp úr gömlu Forsíða frá 1969. MYNDIR/JEAN-CLAUDE ISARD OG CULTURE ET PATRIMOINE, CENTRE RESSOURCES DU PETIT ECHO DE LA MODE. Forsíða Le Petit Echo de la Mode frá 1959. Kjólar í hressandi litum koma sumrinu af stað. Vertu óhrædd við að klæða þig í uppáhaldslitina þína frá toppi til táar. Þessi forsíða er frá 1955. Forsíða frá 1915. Ný uppgötvun BIOTHERM HEFUR UPPGÖTVAÐ MEIRI VIRKNI Í VÖRUM SÍNUM. Snyrtivörurnar frá Biotherm innihalda allar hreint „thermal plankton” sem er nátt- úrulegt efni sem hefur róandi og græð- andi áhrif á húðina. Nýlega komst fyrirtæk- ið að því að þetta efni hefur enn betri og meiri virkni en áður var haldið. Í hreinu formi styrkir það frumuvarnir húðarinn- ar gegn öldrun og dregur úr sólbruna allt að áttatíu prósent. Tvö ný krem Biotherm innihalda mikið magn af hreinu „thermal plankton“ og örva endurnýjun húðfrumna og gefa góðan raka. Þau koma úr „source therapie”- línunni og heita Pure SPA conc- entrate skin perfector og Perfect- ing and correcting eye care. - kka „Perfecting and correcting eye care“ er augnkrem sem nærir, mýkir og gefur góðan raka. „Pure SPA concentrate skin perfect- or“ má nota daglega, en er mjög gott eftir sund og mikla sól. Skólavörðustígur 2. Sími: 445-2020 www.birna.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.