Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 28
28 17. maí 2008 LAUGARDAGUR Hver er ykkar fyrsta minning um hvor aðra? Eva: Ég skildi ekki af hverju Gerð- ur og þulirnir almennt á RÚV voru svona mæðuleg. Mér fannst alltaf svo skrítið að allir skyldu vera að hlusta á þetta mæðulega fólk. Af hverju enginn var að hlusta á eitt- hvað glatt fólk. Þetta var auðvitað fyrir Rás 2. Gerður: En fyndið. Eva: Já, þetta er allavega svona fyrsta minning mín almennt um þulina. Og ég ruglaði ykkur auð- vitað öllum saman á þessum aldri. Gerður: Manni var alltaf sagt að vera kurteis í orðum og tali þannig að Evu Maríu hefur fundist það sem okkur var kennt að væri kurt- eisi vera mæðulegt. Ég man hins vegar fyrst eftir Evu Maríu í sjón- varpinu. Ég man að ég sagði við manninn minn að þessi ætti eftir að verða eitthvað og hann var alveg sammála mér. Enda kemur alltaf einhver svona þægilegur svipur yfir andlit hans þegar hún birtist á skjánum og ég heyri hann tauta við sjálfan sig: Mikið er hún lagleg, mikið er hún falleg. Öll í hafragrautnum Hvað vitið þið um persónuhagi og áhugamál hvor annarrar? Eva: Oh, ég veit svo ógeðslega mikið um Gerði. Gerður: Ég veit að Eva María hefur óskaplega mikla þörf fyrir að berjast fyrir þessum gömlu ljótu húsum á Laugaveginum. Þessi elska er öll í því að reyna að varðveita þessi hús sem byggð voru af vanefnum og úr vondum við en ég ætla ekki að leggja stein í götu hennar. Hins vegar væri gaman að geta gengið niður Lauga- veginn án þess að finnast hann ræfilslegur. Þú verður að fyrir- gefa mér Eva María mín. Svo held ég að Eva María sé jurtaæta. Nei? Ó, en þú ert allvega öll í heilsu- fæðunni og hafragrautnum. Og það er bara fínt. En ég, þetta tut- tugu árum eldri en hún, er í öðru. Eva María: Ertu í Kókópöffsinu? Gerður: Já, nei, nei. En ég dett stundum í kók og Prins Póló. Ég viðurkenni það. Svo veit ég að Eva María á alveg ægilega skemmti- legan karl, hann Óskar, sem hefur meðal annars búið til frábæra þætti fyrir sjónvarpið. Eva María er líka alltaf ákaflega fallega klædd. Og þegar hún kemur stund- um upp í Efstaleitið með dóttur sína elstu yfir vetrartímann eru þær jafnvel í svipuðum kápum. Eins og var hér oft fyrr á tímum. Meira veit ég ekki um þessa elsku. Eva María: Gerður á líka rosalega góðan karl sem hún segir að þoli sig eftir öll þessi ár. Síðan er hún mjög dugleg og flínk í höndunum og alltaf að föndra en hún er mesta jólabarn sem ég veit um. Gerður er mjög góð og hlý við fólk og hefur greinilega áhuga á að rækta þá hlið því annars væri hún varla með Óskalagaþáttinn sinn – Óska- stundina. Aðrir persónulegir hagir, bíddu nú við. Ertu ekki stundum í hjólhýsi? Gerður: Nei, aldrei verið í hjól- hýsi. Við ákváðum bara að búa okkur til lítinn sætan sumarbú- stað, við hjónin. Eva María: Já, það var eitthvað vissi ég. Og hann hlýtur þá að vera allur úti í föndri? Gerður: Já og nei. Sveini finnst nefnilega stundum eins og þetta sé orðið einum of og þá tek ég eitt- hvað niður. Eva María: Þetta er nefnilega svo- lítið skemmtileg öfgafull hlið á henni. Óþolandi barn Að upphafinu. Hvert var ykkar fyrsta opinbera verkefni í fjöl- miðlaheiminum? Eva María: Það fyrsta? Manst þú þitt Gerður? Gerður: Ætli það séu ekki Lög unga fólksins. Þá var ég búin að vinna í nokkur ár á auglýsinga- deildinni. Fyrsta lagið sem ég kynnti getur vel hafa verið Hey Paula. Eva María: Mitt fyrsta verkefni í fjölmiðlum hefur verið saga sem ég sendi í Stundina okkar. Í kjöl- farið var ég beðin að koma og lesa hana upp og þátturinn kom einnig á leikskólann sem ég var á til að taka upp myndefni með. Þeir fylgdust með mér leika og það var hryllilegt. Í þessu broti sem þeir sýndu var ég nefnilega svo leiðin- legt barn að ég skil ekki að nokkur hafi viljað leika við mig. Ég var búðarkonan í búðinni og krakk- arnir sem reyndu að versla af mér kökur og annað fengu alltaf sama svarið, sama hvað spurt var um: „Þetta er ekki til sölu.“ Þannig að í Stundinni okkar leit út fyrir að ég væri algjörlega óhæf í hópi barna. Það varð einnig annar skandall í þessu innslagi. Andrés Indriða- son, sem var upptökustjórinn, spurði mig: Hefurðu skrifað ein- hverjar aðrar sögur? Og ég svara: „Já, ég skrifaði söguna um hana Fóu feykirófu.“ Og þrátt fyrir að hann segði við mig að hún sé nú þegar til held ég mínu til streitu og svara: „Nei, nei, ég skrifaði hana.“ Ég hugsa alltaf um þetta þegar ég sé Andrés Indriðason, sem er mjög oft þar sem hann vinnur eiginlega á næsta bás við mig. Egglos fegrar röddina Hver er galdurinn á bak við góða útvarpsrödd? Hvað er skemmti- legast að lesa og hvað er leiðinleg- ast að lesa í þulastarfinu í útvarp- inu? Eva María: Mér skilst að allar konur séu með nokkuð góða útvarpsrödd þegar þær eru með egglos. Gerður: Já, ég heyrði það um dag- inn. Það yrði þá á 28 daga fresti sem hægt væri að mæta til vinnu í útvarpið hefði maður ekki röddina annars öllu jafna. 28 starfsmenn. Ég hugsa hins vegar að rödd sé fyrst og fremst guðsgjöf. Að kunna að anda rétt. Svo þarf líka að kunna að láta fólk ekki irritera sig, ef einhver er að angra mann rétt fyrir útsendingu verður maður bara að gleyma því þar til heim er komið og þá má alveg gráta í sturtunni. Eva María: Ég hef tekið eftir því að ef maður er stressaður eða feiminn eða eitthvað svona, þá er ekki gott að hlusta á mann. En ef maður er alveg pollrólegur þá gengur þetta. Mér finnst leiðinleg- ast að lesa auglýsingar í boðhætti. Komdu, gerðu þetta, kauptu, og svo framvegis. Og notalegast er að lesa dánarfregnir. Gerður: Við erum nákvæmlega eins þarna Eva! Að lesa dánar- fregnir finnst mér afskaplega gott. Og þessar auglýsingar um að þú eigir að gera þetta og fara þangað geta virkað svo ókurteisar og hreinlega óþægilegar. Ég gleymi því heldur aldrei þegar leikritið Píkusögur var á fjölun- um. Ég roðnaði í hvert einasta skipti sem ég þurfti að lesa þetta og það lá við að ég hvíslaði titilinn. Svo venst maður að vísu öllu en allt sem lýtur að því að vera pínu- lítið dónó finnst mér alltaf erfitt. Eva María: Það er kannski ekki „skemmtilegast“ að lesa dánar- fregnir og jarðarfarir en það er samt hápunktur vaktarinnar. Það er svo mikil virðing, samkennd og væntumþykja fólgin í þeim lestri. Og fyrst þú ert að tala um Píku- sögur Gerður, finnst mér reyndar oft dálítið hressandi þegar maður er að lesa auglýsingar og það kemur eitthvað óviðeigandi í til- kynningarnar. Gerður: Ég man einmitt eftir öðru slíku, þegar hljómsveitin Sarð- naggar auglýsti tónleika. Við Ragnheiður neituðum að lesa þetta og ég fékk svoleiðis í hausinn hvers lags aumingjar við værum frá þeim sem var í forsvari fyrir hljómsveitina. Ég var kölluð pempía og allt í þessum dúr. Okkur fannst þetta bara svo asnalegt ein- hvern veginn. Ef þið mættuð velja ykkur tvo Íslendinga í útvarpið með fallegar og þægilegar raddir, sem ekki hafa unnið í útvarpi áður – hverja mynd- uð þið fá? Gerður: Ég get strax nefnt einn mann sem mér finnst með svo fal- lega rödd. Sigurður Jónsson hjá Kaupmannasamtökunum. Ég hef heyrt í honum í Laufskálanum og ég man að ég sagði við hann þegar hann kom fram að hann ætti nú að Verst að lesa í boðhætti Gerður G. Bjarklind skilur ekkert í því af hverju Eva María Jónsdóttir vill púkka upp á gömlu húsin við Laugaveg. Evu Maríu fannst Gerður hljóma mæðulega þegar hún var yngri og skildi ekki af hverju fólk var ekki frekar að hlusta á glaðar raddir. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti þjóðarraddirnar tvær sem þykir báðum notalegast að lesa dánartilkynningar og jarðarfarir. HAFRAGRAUTUR OG HJÓLHÝSI Eva María Jónsdóttir hélt að Gerður G. Bjarklind ætti hjólhýsi og Gerður hélt að Eva María væri grænmetisæta. Hvorugt reyndist rétt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Á RÖKSTÓLUM Mér finnst oft dálítið hressandi þegar maður er að lesa auglýsingar og það kemur eitthvað óviðeigandi í tilkynn- ingarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.