Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 60
32 17. maí 2008 LAUGARDAGUR É g var að afgreiða í Gamla bakaríinu á Ísafirði þegar Njörð- ur P. Njarðvík og Bera eiginkona hans gengu inn. Þannig atvikaðist það að ég endaði í Tógó,“ segir Olga Sif, tvítug stúlka frá Ísafirði, um ástæðu þess að hún varði þremur mánuðum í Lomé, höfuð- borg Tógó. SPES-samtökin voru stofnuð árið 2000 af Nirði P. Njarð- vík og barnaheimilið í Tógó í Vest- ur-Afríku tekur við börnum sem missa báða eða annað hvort for- eldri sitt eða eru skilin eftir á göt- unni af ungum, veikum og ráð- þrota mæðrum. „Ég var að læra samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri og ég hafði alltaf hugsað mér að fara út í þróunarstarf,“ útskýrir Olga sem segir að hinn tilviljanakenndi fundur í bakarí- inu hafi gert upp hug hennar um hvert skyldi halda. Misseri síðar var Olga Sif komin upp í flugvél með einn lítinn bakpoka meðferð- is og verkefni hennar næstu mán- uði var að hjálpa til við umönnun á börnunum. „Ég var í raun dálítið hissa þegar ég kom í barnaþorpið, kannski af því að ég bjóst við ein- hverju mjög frumstæðu. En það var allt svo snyrtilegt og fínt, ég hafði fínt sérherbergi með viftu og það fór vel um mig. Öll börnin voru vel til fara og glöð og kát og starfsfólkið sem allt var frá Tógó var verulega indælt.“ Olga Sif seg- ist ekki hafa heyrt sömu sögu frá öðrum vestrænum sjálfboðaliðum í borginni. „Þegar ég rakst á vest- rænt fólk var það líka að vinna hjálparstarf enda enginn ferða- iðnaður í Tógó. Ég heyrði það úr mörgum áttum hversu heppin þessi börn hjá SPES væru. Fátækt ríkir líka í hjálparsamtökum þar sem var kannski ekki til peningur fyrir fötum eða mat, og hvað þá leikföngum. Einnig hitti ég sjálf- boðaliða sem unnu í sjúkrahúsum í borginni og aðbúnaðurinn þar var víst skelfilegur.“ Börnin passa upp á hvert annað Olga Sif segir að heimilislífið hafi verið reglufast. „Það var vaknað eldsnemma, klukkan fimm þegar sólin kom upp, og þá byrjuðu allir að vinna. Morgunmaturinn var framreiddur og það var þrifið og svo framvegis. Á morgnana var oftast snæddur hrísgrjónagrautur eða eins konar kakósúpa með brauði og að honum loknum var börnunum fylgt í skóla og leik- skóla. Yngstu börnin voru eftir á heimilinu og ég eyddi deginum í að sinna þeim og leika við þau. Þegar krakkarnir komu heim síðdegis tók við lærdómur, leikur, bað og kvöld- verður. Í matinn voru oftast grjón eða pasta með fiski en þó var stund- um kjöt, rótarstöppur og annað grænmeti á boðstólum. Ég varð aldrei veik af mat, kannski örlítið slöpp í tvö skipti en ekkert meir. Það eina óskemmtilega sem ég lenti í var að fá útbrot á hand- og fótleggina en svo kom í ljós að lirf- ur höfðu hreiðrað um sig undir húðinni. Þetta er víst algengt á þessum slóðum og ekki neitt sem heimamenn kippa sér upp við. Því miður tala ég takmarkaða frönsku og gat lítið rætt við krakkana en ég lærði þó bæði dálítið í frönsku og svo í éwe sem er tungumál héraðs- ins og var oftast talað á heimilinu þrátt fyrir að franska sé opinbert tungumál í Tógó. Á meðan ég var úti bættust níu börn við á heimilið, yngsta sex mánaða en hún var skil- in eftir fyrir utan nunnuklaustur eins og svo mörg smábörn sem finnast á götunni. Margar tógóskar stúlkur verða barnshafandi þegar þær eru sjálfar börn, kannski ekki nema ellefu, tólf ára og lenda þá í því að verða fárveikar auk þess að vera útskúfað úr fjölskyldunni og þær sjá engra annarra kosta völ en að skilja barnið sitt eftir þar sem einhver finnur það. Þegar börnin koma fyrst á SPES-heimilið eru þau óörugg og viðkvæm og ein grét til dæmis mikið og vildi helst vera ein til að byrja með. En stærri krakkarnir voru afskaplega góðir við hana og tóku hana í raun að sér og þá var hún fljót að koma til og taka gleði sína. Börnin passa upp á hvert annað og það er mikill sam- hugur milli þeirra.“ Forréttindi að kynnast börnunum „Ég eignaðist svo vin á netkaffinu sem ég sótti og hann var duglegur að sýna mér hitt og þetta utan heimilisins en þá sá maður hversu fátæk þessi þjóð er,“ útskýrir Olga. „Ég heimsótti fólk þar sem fjög- urra manna fjölskylda bjó í mjög litlu rými og svo var sláandi að sjá örkumla fólk betla á götunum.“ Olga segir þó áberandi hversu glaðlynt og vinalegt fólk Tógóbúar eru. „Þeir segja alltaf, velkomin, og kalla alla systur og bræður. Allir virðast hafa mikið sjálfsöryggi og sjálfsvirðingu. Ég bjóst auðvitað við mikilli fátækt, en það sem kom mér á óvart var hve mikla reisn fólkið hefur í þessum erfiðu aðstæðum, hvernig það fegrar litlu heimilin sín og er alltaf vel til fara. Meira að segja götustrákarnir, sem áttu hvergi höfði að halla, voru snyrtilegir. Tógóbúar eru sko ekki feimnir og stökkva gjarnan upp og dansa við lítið tilefni. Tónlistin er mjög sterkur partur af menningu þeirra.“ Olga segir að dvölin í Lomé hafi verið mikil reynsla, bæði erfið og skemmtileg. „En fyrst og fremst voru það forréttindi að fá að kynn- ast öllum þessu frábæru börnum.“ Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að fara aftur til dvalar í Afríku verður Olga hugsi. „Ég hreinlega veit það ekki, hver veit nema að ég snúi mér að byggðamálum á Íslandi, en þróunarlönd verða mér áfram hugleikin, það er ekki spurn- ing. Ég hef heyrt svo margar sögur af misheppnaðri þróunaraðstoð en mér finnst mikilvægt að missa ekki trú á öllu hjálparstarfi þess vegna. Það sem skiptir máli er að það sé verið að hjálpa heimamönn- um að hjálpa sér sjálfir. Það sem mér finnst svo jákvætt við SPES er að börnin fá gott uppeldi í sínu eigin landi hjá sínu fólki, það er ekki verið að þröngva neinu upp á þau, hvorki menningu né trúar- brögðum.“ Olga Sif segist meta hlutina öðruvísi eftir dvölina úti. „Það hljómar kannski eins og klisja. En ég mun til dæmis leggja mig meira fram við að leggja pen- ing til þróunaraðstoðar. Ég vil frekar ganga í hræódýrum fötum og leggja fram pening í staðinn. Þarna úti fékk ég beint í æð hversu miklu máli svona aðstoð skiptir. Hér heima var maður löngu orðinn ónæmur fyrir auglýsingum sem segja að fyrir lítinn pening útvegir þú svo og svo mörgum vatn, skóla- bækur eðal lífsnauðsynjar. Þarna varð þetta raunverulegra, ég horfði til dæmis á börnin David, Lisou og Afi og gerði mér grein fyrir því að það er einhverjum íslenskum styrktarforeldrum að þakka að þau eru á lífi. Lítill pen- ingur frá okkur getur bjargað og breytt lífi fólks.“ Sá hvað hjálparstarf skiptir miklu Oga Sif Guðmundsdóttir er nýkomin úr þriggja mánaða dvöl í Afríkuríkinu Tógó þar sem hún vann sem sjálfboðaliði í SPES- barnaþorpinu þar sem yfir áttatíu foreldralaus börn búa. Anna Margrét Björnsson fékk að heyra um reynslu hennar úti sem hún segir ómetanlega. „ ÞAÐ SEM MÉR FINNST SVO JÁKVÆTT VIÐ SPES ER AÐ BÖRNIN FÁ GOTT UPPELDI Í SÍNU EIGIN LANDI HJÁ SÍNU FÓLKI“ segir Olga Sif Guðmundsóttir, sem sést hér með börnum á Spes barnaheimilinu í Lomé. Efst til hægri: Olga Sif að mylja niður manjók-rót- ina sem er mjög næringarrík og er notuð í matargerð í Tógó. Miðja: Ásamt Immaculé Amaganvi, forstöðukonu heimilisins. Hér heima var maður löngu orðinn ónæm- ur fyrir auglýsingum sem segja að fyrir lít- inn pening útvegir þú svo og svo mörgum vatn, skólabækur og lífsnauðsynjar. Þarna varð þetta raunveru- legra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.