Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 66
38 17. maí 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON SKRIFAR FRÁ BERLÍN Berlínarbúar eru engir bindindis- menn og það vekur í fyrstu furðu hversu spengilegir þeir eru, miðað við hið óskaplega magn sem þeir innbyrða af bjór. Ölið gegnir hlutverki bæði vatns og brauðs og er úti um allt. Sjálfsagt þykir til dæmis að taka opna flösku með sér í lestina og súpa þar. Eða spóka sig með bokku úti á götuhorni og á göngu. Jafnvel hjólreiðamenn og helgarpabbar sjást með flösku í hendi. Ellilífeyrisþegar ríða á vaðið upp úr morgunkaffi, tylla sér fyrir utan kaffihúsin og vakna þar til lífsins með Bakkusi. Borgin öll ölvast svo hægt og örugglega yfir daginn. Ein skýring á spengileikanum er sú að Berlínarbúar eyða drjúgum hluta dagsins í að koma sér milli staða; fótgangandi og hjólandi. Þeir eru alltaf á röltinu. Einhverjir vinir einkabílsins hvöttu Merkel kanslara til að lækka bensínskatt í vikunni, þegar lítraverðið fór yfir eina og hálfa evru. Það gera eitthvað um 185 krónur þegar þetta er skrifað. Af því fer meira í ríkissjóð en til olíufélags og bensínstöðva. En þessi skattheimta hugnast víst venjulegum borgarbúa ágætlega. Hann á ekki og ætlar ekki að kaupa sér bíl. Hann ferðast á ódýran hátt; ef ekki á eigin orku þá með almenningssamgöngum. Og það er hluti tilverunnar að hitta fólk á götum úti og drekka með því drykkinn góða. Meðal-Þýskari viðurkennir að hafa tæmt ein 540 bjórglös í fyrra. Reykingar eru afar vinsælar líka. Þriðji hver maður reykir og má það víðast hvar, þó að reykingabann vomi yfir borginni. Nokkrir langt gengnir reykingamenn tóku sig til á dögunum og mótmæltu væntanlegri frelsisskerðingu: „Reykingabann, drepur mann!“ sungu þeir hástöfum á torginu, en við fátæklegar undirtektir. Þetta, eins og bensínverðið, er tapað stríð. Berlínarbúar berjast þó áfram á vígstöðvum öldurhúsa, af gömlum vana, og reykja mjög. Það er hætt við því að mótmælin yrðu kröftugri ef banna ætti bjórinn. Eins mætti búast við látum ef hann hækkaði í verði á borð við bensínið. Heilir þrír lítrar af þeim ódýrasta kosta aðeins meira hjá kaupmann- inum á horninu en áðurnefndur bensínlítri. Og má ekki meira vera. Þetta er jú helsti orkugjafinn. Berlínska eldsneytið 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Leystukrossgátuna! ÞÚ GÆTIR UNNIÐ THE WATERHORSE LEGEND OF THE DEEP Á DVD! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur Góð vika fyrir... ... Valgerði Bjarnadóttur Valgerður hefur sýnt fádæma seiglu og þol í að halda lífi í frumvarpi sínu sem miðar að því að afnema forréttindaákvæði laga hvað varðar lífeyrisréttinda dómara, ráðherra og þingmanna. Eftirlauna- ósómann. Þingmenn hafa reynt allt hvað þeir geta að þegja málið í hel. En nú loks bólar á vakningu. Lýð- skrumarar á þingi þora ekki öðru en fordæma þessa ósvinnu en kjósendur spyrja: Bíddu, af hverju er þá ekki hægt að laga þetta? Markmiðið er ekki að bera kennsl á atriði er varða breytni heldur skyldi breyta, eins og Aristóteles sagði. Ekki er nóg að vita um dyggð, heldur skyldum við reyna að hafa og nota hana. ... Davíð Oddsson Já, þó að eftirlauna- ósóminn, sem kenndur er við hann, sé á döfinni sýndi gamli góði Dabbi það í gær að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Tvíhliða gjald- miðlaskiptasamningur milli seðlabanka Dan- merkur, Noregs, Sví- þjóðar og Íslands var vítamínstíll í rass sjúklings sem heitir Króna. ... unga leikkonu Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona er útsjón- arsöm og hljóp á snærið hjá henni. Jóhanna upplýsti lesendur Fréttablaðsins um að hún hefði tínt páska- liljur sem hún hefði fundið niðri við Tjörn og lífgað upp á heimili sitt. Jónas Kristjánsson kallaði hana reyndar á síðu sinni barnslegan og einlægan sið- leysingja fyrir að bísa blómum borgarinnar en Jónas hefur sagt að það eina sem Íslendingar hafi á móti spillingu sé að komast ekki í hana sjálfir. Og því dettur manni í hug að Jónas sé svekktur að hafa ekki rekist á þessar páskaliljur sjálfur. Slæm vika fyrir... ... Guðmund í Byrginu Dæmdur í síðustu viku og laminn í þessari. Það á ekki af honum Guð- mundi að ganga. Guð- mundur á þó hauka í horni. Eiginkona hans stendur þétt honum við hlið, sem og Arnþrúður Karlsdóttir á Sögu og Reynir Traustason á DV sem birti enn eitt viðtalið við Guðmund, nú undir fyrirsögninni: „Saknar sannleikans.“ ... Ólaf F. Magnússon Hvað er langt síðan Ólafur F. tók við? Rúmlega hundrað dagar? Deilt með 7 þýðir að þetta er 10. vikan sem telst slæm fyrir borgarstjór- ann. Þær hafa verið misslæmar en allt verður féndum hans að vopni. Jafnvel ráðning Ólafs á hinum öfluga Jakobi Frímanni snýst upp í martröð. Og skoð- anakönnunin nýjasta um fylgi flokk- anna, þar sem Frjálslyndi flokkurinn fær rétt rúmt eitt prósent, gerir óná- kvæm hin fleygu einkunnarorð Ólafs: „6527 atkvæði!“ Á kjör- skrárstofni alls í Reykjavík 2007 voru 85.618 þannig að ein- kunnarorðunum þyrfti að breyta (með góðum vilja því ekki kusu allir) í: 856 atkvæði, 856 atkvæði ... ... Jón „Bónda“ Gunnarsson Eitt er að eiga sér kannski einskis ills von og vera laminn eins og Gummi í Byrginu. Annað er að vera laminn af Magnúsi Ver Magnússyni. Jón bóndi er reyndar enginn kettlingur, heimsmeistari í kraft- lyftingum árið 2006, en í flokki öldunga. Magnús Ver var hins vegar sterkasti maður heims fjór- um sinnum, síðast árið 1996, þannig að þetta hefur verið ójafn leik- ur. Hver hefði ekki flúið inn í fataskáp líkt og gestkomandi kona í húsi Jóns gerði þegar ballið byrjaði?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.