Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 32
[ ]Sumardekkin eiga að vera komin undir. Víða um land er þó enn snjór á vegum og hálka svo aka þarf varlega og fylgjast með veðurspám. Þróa rafmagnsbíla SAMKVÆMT ERLENDA FRÉTTA- TÍMARITINU AUTOMOTIVE NEWS EUROPE VELTIR BMW ÞVÍ FYRIR SÉR HVORT FRAMLEIÐA EIGI OG ÞRÓA RAFMAGNSBÍLA. Vitað er með vissu að stærstu borgir heims munu halda áfram að stækka og að leysa verður þau samgönguvandamál sem skapast í kringum stækkandi borgir. BMW telur að rafmagnsbílar geti verið góð lausn á styttri vega- lengdum og þéttbýlum svæðum. Undanfarin ár hefur BMW verið leiðandi í þróun vetnisbíla. Mikilvægi Kaliforníu sem markað- ar fyrir lúxusbíla þýska bílarisans þykir auka líkurnar á því að raf- magnsbílar bætist í hóp jeppa- og fólksbílalínu BMW. - mmr Gunnar Ingi Arnarson er stolt- ur jeppaeigandi og hefur verið lengi. Jeep Wrangler var fyrsti bíll Gunnars en í hann fóru allir fermingarpeningar hans. Gunnar hefur farið á flesta jökla á Íslandi á jeppanum og einnig í hálendisferðir. „Það má segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn þegar ég sá hann. Ég varð hrein- lega að eignast þennan bíl og ég sló til og á hann enn í dag,“ segir Gunnar stoltur. Jeppinn hans Gunnars hefur tekið stórtækum breytingum frá því hann fékk hann fyrst í hend- urnar enda Gunnar mikill áhuga- maður um bíla og hefur eytt mikl- um tíma í að breyta jeppanum. „Jeppinn hefur verið lengi í bíl- skúr en það er ekki vegna bilana, heldur vegna sífelldra bætinga. Þegar ég fékk jeppann var hann óbreyttur, bara með blæju og helmingi minni vél en er í honum núna. Jeppinn er með valsaðar felgur svo hann affelgi ekki í uppi á fjöllum. Ég skipti um afturhás- ingu og smíðaði nýja gormafjöðr- un bæði að framan og aftan. Það má segja að hann hafi verið eins hrár og hægt er,“ útskýrir Gunn- ar. „Ég hef fengið nýju hlutina héðan og þaðan. Nýju vélina fékk ég til dæmis hjá manni sem brask- ar í vélum þannig að ég hef verið heppinn með allt sem ég hef feng- ið í jeppann.“ Jeppinn er 1.600 kíló og hefur verið breytt með léttleika í huga. Gunnar er ekkert á því að selja jeppann enda hafa þeir fylgst að í mörg ár og segir Gunnar að bíll- inn sé ekki falur fyrir neina upp- hæð. „Jeppinn er í toppstandi og verður bara betri og hann hefur nú svo mikið gildi fyrir mig að ég mun aldrei selja hann. Ætli sonur minn Jökull taki ekki við honum þegar hann fær bílpróf,“ segir Gunnar. mikael@frettabladid.is Í sífelldum breytingum Jeppinn er vígalegur að sjá á 38 tommu dekkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mýrdalsjökull er einn þeirra jökla sem Gunnar hefur ekið um á jeppanum sínum. Sumardekk – hjólbarðaþjónusta Sumar- og heilsársdekk fyrir allar gerðir fólksbíla og jeppa. Hagstætt verð og traust þjónusta. Reykjavík Akureyri Tangarhöfða 15 : 587 5810 Réttarhvammi 1 : 464 7900 Vagnhöfða 6 : 577 3080 www.alorka.is P IP A R • S ÍA • 8 07 53 Við tökum vel á móti þér á þjónustustöðvum okkar! Umboðsaðili fyrir Bridgestone hjólbarða Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! „Ég sá það fyrst á visir.is“ 24 mörk skoruð í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.