Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 86
58 17. maí 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. steypuefni 6. kraðak 8. mánuður 9. móðuþykkni 11. tveir eins 12. goðm- ögn 14. hæ 16. fisk 17. mál 18. lyftist 20. tveir eins 21. harla. LÓÐRÉTT 1. nauðsyn 3. óhreinindi 4. knús 5. löng 7. hosa 10. stjaka 13. veitt eftir- för 15. æsingur 16. púka 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. gifs, 6. ös, 8. maí, 9. ský, 11. ðð, 12. tótem, 14. halló, 16. ál, 17. tal, 18. rís, 20. gg, 21. afar. LÓÐRÉTT: 1. möst, 3. im, 4. faðmlag, 5. síð, 7. skóhlíf, 10. ýta, 13. elt, 15. ólga, 16. ára, 19. sa. „Mér finnst þetta ótrúleg forræð- ishyggja. Og merkileg afdala- mennska að telja sig geta komið höndum svo auðveldlega yfir Netið,“ segir Sigurður G. Guðjóns- son, lögfræðingur Betsson.com Lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur Betsson með vísan til laga um happdrætti með það fyrir augum að komast fyrir auglýsing- ar frá hinu sænska fyrirtæki. Betsson hefur um nokkurt skeið auglýst fjárhættuspil á vefsíðu sinni í íslenskum fjölmiðlum. Á fimmtudag í næstu viku verður fyrirtaka en málið verður flutt seinna í sumar. Sigurður telur þetta alveg fráleitt og sem dæmi um vandræðagang hins opinbera þá áttu þeir í nokkrum vandræð- um með að boða menn í yfir- heyrslu vegna málsins. „Þeir boðuðu mig í yfirheyrslur en ég hef bara veitt lögfræðilega ráðgjöf og fráleitt að ég sé yfirheyrður um það. Eini maðurinn sem þeir gátu hugsanlega ákært reynd- ist sómamaðurinn Þór- mundur Bergsson hjá MediaCom. Það er fyrir- tæki sem veitir ráðgjöf um hvar best er að koma auglýsingum fyrir með til- liti til ákveðinna mark- hópa. Nánast eins og Birtingahús,“ segir Sigurður. Málið hefur lengi verið að velkjast hjá hinu opinbera. Það var Stefán Konráðsson hjá Íslenskri getspá sem upphaflega sendi erindi til dómsmálaráðu- neytisins þar sem Hjalti Zóphónías- son skrifstofu- stjóri fjallaði um málið. Hann kærði það svo fyrir tveimur árum til lögreglustjóra. „Já, það er svolítið langt síðan,“ segir Hjalti. „Þetta þurfti vandlega skoðun og túlkun á lögum. Lögspekingar eru oft á öndverðum meiði,“ segir Hjalti. Hann segir málið snúast um að Betsson, sem ekki hafi leyfi fyrir happ- drætti hér á landi, sé þar með bannað að miðla upplýsingum í formi auglýs- inga. Hann vísar á Arn- þrúði Þórar- insdóttur, lögfræðing hjá Lög- reglu- stjór- anum í Reykjavík, um frekari upplýsing- ar en hún var ekki viðlátin í gær. Né heldur náðist í Þórmund – þann sem ákærður er. Í 11. grein laga um happdrætti segir að það varði sektum og fang- elsi allt að sex mánuðum ef menn „af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsi, kynni eða miðli hvers konar upplýsingum um happ- drætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir“. En það flækir málið að fyrirtækið er skráð í sænsku kauphöllina, reksturinn er á net- inu og fyrirtækið sem rekur íslensku síðuna er skráð á Möltu. Sigurði lögmanni þykir þetta kjánalegt mál, segir félagið full- komlega löglegt og hafi öll leyfi fyrir rekstri á hinu Evrópska efna- hagssvæði. Og undir þau lög heyri Ísland. „Það vill þannig til. Nú vilja þessir aðilar reyna að koma böndum á Netið. Sem gæti reynst erfitt. Jú, Múgabe hefur reynt þetta... já, og Kínverjar,“ segir Sigurður sem furðar sig á því að við viljum vera með slíkum á báti. jakob@frettabladid.is SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON: AFTURHALD OG FORRÆÐISHYGGJA Betsson kært fyrir auglýsingar AUGLÝSING FRÁ BETSSON Samkvæmt 11. grein laga um happdrætti er bannað að miðla upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir. Jón Þór Birgisson, söngvari hljómsveitarinnar Sigur Rósar, verður eitt af tíu andlitum sem prýða afmælisljósmyndasýniningu Land Rover í London. Ljósmyndirnar verða ógnarstórar, að öllum líkindum sex metra háar og til sölu fyrir sjö þúsund pund eða rúma milljón íslenskra króna. Íslenski söngvarinn verður í góðum félagsskap á sýningunni en meðal nágranna hans eru suður- afríski biskupinn Desmond Tutu og dóttir sjón- varpsstjörnunnar Steve Irwin, Bindi Sue Irwin. Auk þess verða myndir af starfi Rauða krossins og öðru mannúðarstarfi áberandi. Tutu mun opna sýninguna að viðstöddu fjölmenni en Land Rover á einmitt sextíu ára afmæli í ár. Þá verður að teljast líklegt að Elísabet Bretadrottning verði eitthvað viðloðandi sýninguna en hún er annálaður aðdáendi þessarar bifreiðarteg- undar eins og sjá mátti í kvikmyndinni The Queen. Ekki er hins vegar vitað hvort Jónsi muni sjálfur mæta á svæðið því hljóm- sveitin verður að öllum líkindum á tónleikaferðalagi um Bandaríkin á þessum sama tíma en ný plata er væntanleg frá henni á næstunni. - fgg Jónsi á Land Rover-sýningu Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Jónsi er í hópi með Des- mond Tutu og Bindi Sue Irwin á ljósmyndasýningu Land Rover í London sem opnuð verður í lok júlí. SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Finnst málið dæmi um afdalamennsku og furðar sig á því að menn hér vilji skipa sér á bekk með Mugabe og Kínverjum. Hafdís Huld Þrastardóttir Aldur: 28 ára Starf: tónlistarkona Fjölskylda: Er í sambúð með Alisdair Wright Búseta: Við erum að flytja í gamalt hús í Kettering á Englandi sem við erum að mála og standsetja. Stjörnumerki: Tvíburi Hafdís Huld hefur náð langt á tónlistarbrautinni og lék nýverið í alþjóðlegri auglýsingu fyrir Merced- es-Benz. „Þetta er ekki vegna þess að maður er að ströggla eitthvað, ég er bara nauðugur með þennan hárlit og þarf að halda honum í svona tvær vikur í viðbót,“ segir Júlíus Brjánsson sem leikur föður Ólafs Ragnars í Dagvaktinni sem Pétur Jóhann Sigfús- son túlkar. Júlíus hefur vakið athygli þar sem hann hefur látið sjá sig síðustu daga. Grár koll- urinn er nú kolbikasvartur, rétt eins og á persónu Ólafs Ragnars. Reyndar tekur Júlíus sig vel út með svarta hárlitinn og vilja sumir meina að hann hafi yngst um fjölmörg ár. „Tökur ganga vel og ég er viss um að þættirnir eiga eftir að vera mjög skemmtilegir. Þetta eru langir vinnudagar svo ég gæti vel trúað að fólk sé orðið þreytt en sjálfur hef ég ekki verið við tökur allan tímann. Það er frá- bært lið að vinna að þessu og góður andi á tökustað svo þetta er mjög gaman,“ segir Júlíus. Spurður hvernig hann hafi verið valinn í hlutverkið telur hann ástæðuna vera augljósa. „Ég held að við Pétur gætum alveg verið feðgar, allavega svona útlitslega séð,“ segir Júlíus að lokum og hlær. - ag Þurfti að lita háríð fyrir Dagvaktina LEIKUR FÖÐUR ÓLAFS RAGNARS Gráu lokkarnir hans Júlíusar Brjánssonar voru settir í litun fyrir hlutverk hans í Dagvaktinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SONUR JÚLLA Pétur Jóhann í hlutverki Ólafs Ragnars. Ekkert lát virðist vera á leiknu efni í íslensku sjónvarpi og grínið nýtur enn sem fyrr mikilla vinsælda. Fyrrum Stelpu- vinirnir Kjartan Guðjónsson og Auðunn Blöndal hafa átt nokkra fundi með Stöðvar 2- mönnum og kynnt fyrir þeim nýja, leikna gamanþáttaröð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sjónvarpsstjórinn Pálmi Guð- mundsson ákaflega spenntur fyrir hugmyndum þeirra félaga og það þykja meiri líkur en minni að hún líti dagsins ljós áður en langt um líður. Geir Ólafsson sendir á næstunni frá sér lagið Meira sem er titillag væntanlegrar plötu sem kemur út í haust. Þrátt fyrir að síðasta plata Geirs hafi aðeins selst í rúmum þrjú hundruð eintökum er hann síður en svo af baki dottinn og ætlar sér einfaldlega meira. Hefur hann fengið Don Randi, sem starfaði með Frank Sinatra hér á árum áður, til að spila undir í einu lagi á plötunni þar sem rólegheitin verða víst í fyrirrúmi. Barði Jóhannsson situr nú sveittur við að moka út nýjum smellum fyrir Merzedes Club því heil plata er fyrirhuguð fljótlega í sumar. Bandið á ekki nema fimm lög á efnisskránni svo Barði þarf að hafa snarar hendur. Um síðustu helgi frumflutti bandið nýjan ópus á Akureyri, hið sex mínútna lag „Basscop”. Miðað við viðtökur Norðlendinga er hér líklega kominn stærsti smellur Merzedes Club til þessa. -fgg/fb/glh FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.