Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 80
Önnur umferð Landsbankadeildar karla var ekki jafn fjörug og sú fyrsta. Hún sýndi samt sem áður að liðin geta öll unnið hvort annað og ekkert lið er auðvelt að eiga við. Á því fengu KR-ingar að kenna þegar þeir heimsóttu Fjölnis- menn sem voru í þjóðhátíðarskapi. Sigur Fjölnis var óvæntur en skemmtilegt krydd í deildina. Öll augu beinast nú að nýliðunum og verður gaman að sjá hvernig þeim tekst að fylgja góðri byrjun á mótinu eftir. Framarar hafa einnig byrjað vel og eiga enn eftir að fá á sig mark. Þeir líta vel út og samvinna Auðuns og Reynis í vörninni hefur verið góð. Á botninum eru meðal annars Fylkismenn sem hafa komið einna mest á óvart með slakri frammi- stöðu. Þeir áttu ekkert skilið út úr leiknum gegn Keflavík en hefðu getað stolið stigi hefðu þeir fengið vítaspyrnu, sem þeir gerðu réttilega sterkt tilkall til. Eins og margir spáðu fyrir mót eru HK og Grindavík á botninum, ásamt Fylki. Félögin þurfa að bíta í skjaldarrendur en þriðja umferð hefst strax á mánudag. 2. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: VAR ÖLLU RÓLEGRI EN SÚ FYRSTA Fjölnismenn stálu senunni 52 17. maí 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Pálmi Rafn Pálmason skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar hann afgreiddi Grind- víkinga í vikunni. Pálmi hefur leikið vel í upphafi móts og hefur greinilega bætt sig mikið frá því í fyrra. „Ég var ansi duglegur að styrkja mig líkamlega í vetur, ég var mikið að rífa í járnin eins og gárungar segja,“ sagði Pálmi sem mætti átta til níu sinnum í viku í ræktina með Bjarna Ólafi Eiríkssyni liðsfélaga sínum. „Já það er talan, þangað til ég verð leiðréttur,“ sagði Pálmi. „Það var eitthvað sem mig vant- aði. Svo er þetta auðvitað andlegi þátturinn. Með meira sjálfstrausti þá spilar maður betur,“ sagði hann. Pálmi er búinn með eitt ár í við- skiptafræði við Háskóla Íslands. Vorprófin eru búin og er Pálmi að skoða sumarvinnu um þessar mundir. Húsvíkingurinn var valinn í landsliðið í fyrsta sinn á árinu og á nú fjóra landsleiki að baki, þar af einn í byrjunarliði. Það var einn af þeim andlegu þáttum sem gáfu honum aukið sjálfstraust. „Landsliðsvalið hlýtur að segja að ég sé að gera eitthvað rétt og sparkar enn meira í rassinn á manni að halda áfram,“ sagði Pálmi en annar andlegur þáttur var áhugi fjölda erlendra liða á honum. Hann fór meðal annars til reynslu hjá Djurgården í Svíþjóð. „Það er ekkert nóg að líta vel út í glugga, þú verður að vera góð vara þegar á hólminn er komið. Maður verður að nýta öll tæki- færi,“ sagði Pálmi. Hann kveðst hafa áhuga á að reyna fyrir sér erlendis, en aðeins ef eitthvað spennandi verður í boði. Formið hefur svo aldrei verið betra. „Ég hef sennilega aldrei verið í betra formi. Þetta er eitt- hvað sem skiptir mjög miklu máli og ég er að græða á því að hafa æft mjög mikið í vetur“. Glæsileg þrenna Pálma gegn Grindavík var á allra vörum. Hann gat ekki leynt ánægju sinni með hana en segir að ekkert sérstakt búi að baki, enginn sérstakur und- irbúningur hafi verið hjá honum fyrir leikinn. „Ég lærði reyndar rosalega mikið þennan dag, kannski fékk ég bara útrás fyrir þreytuna á vellinum.“ Pálmi segist hafa gefið alla hjá- trú upp á bátinn og nú sé undirbún- ingur reyndar þvert á alla hjátrú. „Hjátrúin mín er búin að breytast í að gera aldrei það sama fyrir leik. Það gekk bara upp og niður að vera með einhverja ákveðna rútínu fyrir leik,“ sagði Pálmi glaðbeitt- ur. Eðlilega leist Pálma ekki vel á formið á Valsmönnum í fyrsta leik þar sem þeir töpuðu 5-3 fyrir Keflavík. Nú horfir þó til betri vegar. „Það hefur gengið vel núna og við spiluðum vel á undirbún- ingstímabilinu. Fyrsti leikurinn kom okkur aðeins niður á jörðina en sigurinn á móti Grindavík stýr- ir okkur vonandi á beinu brautina eftir misstigið okkar í fyrstu umferð,“ sagði maður 2. umferðar Landsbankadeildarinnar, Pálmi Rafn Pálmason. hjalti@frettabladid.is Ég var duglegur að rífa í járnin í vetur Pálmi Rafn Pálmason skoraði í vikunni og er leikmaður 2. umferðar. Hann segist hafa bætt sig bæði líkamlega og andlega frá síðasta tímabili. Hann fór níu sinnum á viku í ræktina með náminu í vetur. ÞRENNAN FULLKOMNUÐ Pálmi Rafn fagnar þriðja marki sínu gegn Grindavík við mikla kátínu liðsfélaga sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Atvik umferðarinnar Vítaspyrna Gunnars Más Guð- mundssonar gegn KR í uppbótar- tíma. Sigur Fjölnis á KR á heimavelli sínum í Grafarvoginum var eins og vel skrifað ævintýri fyrir nýliðana. > Bestu ummælin Fjalar Þorgeirsson, markmaður Fylkis, var ósáttur eftir 2-1 tapið í Keflavík „Ég held að boltinn hafi ekki farið inn, þetta var stór ákvörðun hjá línuverðinum. Mér fannst boltinn aldrei fara inn fyrir línuna,“ sagði Fjalar við Fréttablaðið eftir leikinn um fyrsta mark Keflvíkinga sem kom beint úr hornspyrnu. TÖLURNAR TALA Flest skot: 17, FH Flest skot á mark: 2, ÍA Fæst skot: 2, ÍA Hæsta meðaleink.: 6,75, Keflavík Lægsta meðaleink.: 4,38, Grind. Grófasta liðið: 27 brot, KR Prúðasta liðið: 11 brot, fimm lið Flestir áhorf.: Fjölnir-KR, 2125 Fæstir áhorf.: Fram-HK, 804 Áhorfendur alls: 7917 > Besti dómarinn: Kristinn Jakobsson dæmdi viðureign Fram og HK vel á Laugardalsvellinum. Í Frétta- blaðinu í gær láðist að gefa honum einkunn en hann fékk 8 fyrir frammi- stöðu sína á fimmtudag. Bjarki Freyr Guðmundsson (2) Dario Cingel Freyr Bjarnason Guðjón Árni Antoníusson Hólmar Örn Rúnarsson Bjarni Ó. Eiríksson Tryggvi Guðmundsson (2) Pálmi R. Pálmason Heiðar Geir Júlíusson Guðmundur Steinarsson (2) Guðjón Baldvinsson (2) 3-4-3 FÓTBOLTI Það var Pétur Georg Markan sem skoraði fyrra mark Fjölnismanna gegn KR á fimmtu- dagskvöldið en ekki Ásgeir Aron Ásgeirsson eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Ásgeir átti skot að marki eftir horn- spyrnu en Pétur stóð fyrir framan Kristján Finn- bogason mark- vörð KR og framlengdi boltann inn. Boltinn stefndi á Kristján og það er allt annað en öruggt að bolt- inn hefði farið inn hefði Pétur ekki breytt stefnu hans á marklínunni. „Það er rétt að ég hafi skor- að markið. Ég sparkaði bolt- anum en ég var alveg tilbú- inn að una Geira þessu marki þar sem hann skor- ar svo sjaldan en tæknilega skoraði ég þetta mark,“ viður- kenndi Pétur þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Að sama skapi skoraði Matthías Guðmundsson seinna mark FH gegn ÍA en ekki nafni hans Vilhjálmsson. Matthías Guðmundsson skaut bolt- anum inn af marklínunni og Pétur sagði að Fjölnis- mennirnir hefðu rætt þessi mörk um kvöld- ið. „Ég var svolítið hrifinn af því sem Willum Þór sagði á RÚV að þetta snýst ekki um hver skorar held- ur að koma tuðrunni yfir línuna. Maður er nú bara alinn upp af svona gamma hætti að maður treður boltanum inn þegar maður sér hann,” segir Pétur sem hefur því eins og Gunnar Már Guð- mundsson skorað í tveimur fyrstu leikjum sínum í efstu deild. - óój Ranglega skráð mark í leik Fjölnis og KR í fyrrakvöld: Pétur á markið en ekki Ásgeir Aron TVÖ MÖRK Í TVEIMUR LEIKJUM Pétur Georg Markan hefur skoraði í fyrstu tveimur leikjum Fjölnis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Fylkismenn eru stiga- lausir eftir fyrstu tvær umferð- irnar í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild. Fylkir tapaði 0-3 fyrir Fram í fyrsta leik og svo 1-2 í Keflavík á fimmtudagskvöldið. Það er ekki nóg með að þetta séu fæstu stig liðsins í fyrstu tveimur umferðunum því liðið hefur aldrei skorað minna (1) eða fengið á sig fleiri mörk (5) í upphafi móts. Versti árangur Fylkis fyrir þessa skelfilegu byrjun var árið 2000 þegar liðið gerði tvö jafntefli í fyrstu umferðunum en liðið náði þó það sumar sínum besta árangri og endaði í 2. sæti. - óój Landsbankadeild karla: Versta byrjun Fylkismanna SLÆM BYRJUN Það er ekki bjart yfir Leifi Garðarssyni, þjálfara Fylkis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kringlunni - Laugavegi Jakkaföt verð frá 24.990 kr Skyrtur verð frá 4.990 kr Bindi verð frá 2.990 kr Skór verð frá 9.990 kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.