Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 12
12 17. maí 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 615 4.863 +1.35% Velta: 9.270 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,11 +0,42% ... Bakkavör 35,90 +9,45% ... Eimskipafélagið 20,60 +0,49% ... Exista 10,34 +2,38% ... FL Group 6,67 +3,57% ... Glitnir 17,55 +1,45% ... Icelandair Group 20,85 -3,25% ... Kaupþing 788,00 +0,64% ... Landsbankinn 26,00 +0,39% ... Marel 94,00 +0,32% ... SPRON 5,61 +4,77% ... Straumur-Burðarás 11,59 +2,03% ... Teymi 3,49 +0,29% ... Össur 96,20 +0,42% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +9,45% SPRON +4,77% FL GROUP +3,57% MESTA LÆKKUN SKIPTI -5,14% ICELANDAIR -3,25% Viðskiptaráð fagnar samkomu- lagi Seðlabanka Íslands við Seðla- banka Svíþjóðar, Noregs og Dan- merkur í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í gær. Sama gerði forsætisráðuneytið. „Tvíhliða gjaldeyrisskipta- samningar sem þessir eru mikil- vægt fyrsta skref í eflingu trú- verðugleika Seðlabanka Íslands og íslensks hagkerfis,“ segir í til- kynningu Viðskiptaráðs. Jafnframt er áréttað að vegna þess hve vöxtur íslenska banka- kerfisins hafi verið mikill undan- farin ár sé afar mikilvægt að inn- viðir og stofnanaumgjörð innanlands taki mið af því. „Í kjöl- far aukinna lánalína telur Við- skiptaráð skynsamlegt að ríkis- sjóður leitist eftir erlendri lántöku í samstarfi við Seðla- banka Íslands til að auka gjald- eyrisforða verulega.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra kveðst jafnframt fagna samkomulaginu. Í tilkynningu kemur fram að rík- isstjórnin og Seðlabankinn hafi að undanförnu undirbúið marg- víslegar aðgerðir til að styrkja aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé og efla traust á fjármála- kerfi og efnahagslífi hér. „Til þess að bæta virkni pen- ingamálastefnunnar mun ríkis- stjórnin meðal annars þegar und- irbúa og birta trúverðuga áætlun um umbætur og breytingar á skipulagi Íbúðalánasjóðs,“ segir hann. Viðskiptaráð fagnar sérstak- lega fyrirhuguðum breytingum á Íbúðalánasjóði. - óká Samkomulagi Seðlabanka fagnað BÁÐIR ÁNÆGÐIR Geir H. Haarde forsætisráðherra og Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs Íslands á Við- skiptaþingi 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jákvætt innlegg Óhætt er að segja að aðilar á markaði, og raunar í íslensku viðskiptalífi almennt, hafi tekið vel tíðindum gærmorguns- ins af gjaldeyrisskiptasamningum Seðlabankans við norræna systurbanka, að þeim finnska frátöldum. Krónan styrktist umtalsvert; gengi félaga í Kauphöll hækkaði, skulda- tryggingarálag féll og almennt var fólki létt, enda hefur lengi verið beðið eftir tíðindum sem þessum. Ekki þykir spilla fyrir, að forsætisráðherra og formaður bankastjórnar Seðlabankans sögðu báðir að frekari aðgerða væri að vænta innan tíðar. Dagurinn hans Davíðs Fremstur í flokki í aðgerðum gærdagsins fór Davíð Oddsson. Hann þótti sýna gamalkunna takta á blaðamannafundi Seðlabankans sem og í hádegis- viðtali Stöðvar 2. Hann sagðist meðal annars skilja vel þá sem hefðu verið orðnir langeygir eftir aðgerðum sem þessum, en tiltók að allt tæki þetta tíma og mikilvægt væri að leita ávallt bestu kjara og hagfelldustu skil- yrða. Í máli hans kom einnig fram, að ekki þyrfti að bíða jafnlengi eftir næstu skrefum; þau væru á næsta leiti. Peningaskápurinn ... Seðlabanki Íslands getur fengið allt að 1,5 milljarða evra að láni hjá seðlabönk- um Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur samkvæmt nýju samkomulagi sem kynnt var í gær. Í kjölfarið styrktist gengi krónunnar um þrjú prósent og lánakjör bæði ríkis og viðskiptabanka bötnuðu á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. „Ef útkastarinn er nógu sterklegur þá fer enginn í hann,“ segir Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Þar sagðist hann vísa til ævafornrar reynslu sinnar af dansleikjahaldi og notaði dæmið til að sýna fram á mikilvægi nýs samnings sem Seðlabankinn kynnti í gær. Í gærmorgun var boðað til fund- ar í Seðlabankanum þar sem kynnt- ur var tvíhliða gjaldeyrisskipta- samningur bankans við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Með samningunum tryggir Seðla- banki Íslands sér aðgang að 1,5 milljörðum evra gegn greiðslu í íslenskum krónum. Seðlabankinn getur nýtt sér samningana þegar og ef nauðsyn krefur. Davíð segir samningana ígildi gjaldeyrisforða- aukningar, en þeim fylgi enginn kostnaður nema bankinn kjósi að nýta sér þann möguleika að taka lán. Þá yrðu kjörin aukinheldur í samræmi við lánakjör seðlabanka í milli og kostnaður því mun minni en ef taka þyrfti lán á almennum markaði. Eftir samningana hefur Seðla- bankinn aðgang að gjaldeyri sem nemur 4,3 milljörðum evra, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Í til- kynningu Seðlabankans kemur fram að auka eigi enn þann aðgang á næstunni. Davíð segir hins vegar ekki hæfa að upplýsa nánar um þær aðgerðir eða tímasetningar þeirra. Hann bendir hins vegar á að með samningnum sem kynntur var í gær hafi lánakjör ríkisins batnað mjög. Viðbrögð markaðarins voru afar jákvæð. Þegar eftir tilkynningu Seðlabankans um samninginn í gærmorgun tók gengi krónunnar að styrkjast og lánakjör bæði ríkis og banka að batna á alþjóðlegum tilboðsmörkuðum. „Þessi tilkynning frá Seðlabank- anum er mjög jákvætt skref sem og að þeir gefa í skyn að meira sé væntanlegt,“ segir Ingvar H. Ragn- arsson, framkvæmdastjóri fjár- stýringar Glitnis, og bendir á að skuldatryggingarálag íslensku bankanna hafi lækkað um 30 til 40 punkta í gær og um 50 punkta hvað íslenska ríkið varðar. „Svo sendi líka lánshæfismatsfyrirtækið Fitch frá sér tilkynningu um að þeir líti þetta jákvæðum augum.“ „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir og mjög gott skref,“ segir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi. „Þetta er mjög hagkvæm leið fyrir Seðlabankann og styrkir mjög stöðuna án þess að auka skuld- ir. Um leið met ég þetta samkomu- lag sem ótvíræða stuðningsyfirlýs- ingu við Seðlabankann og íslensku bankana,“ bætir hann við. Hann kveðst þó engu vilja spá um tíma- setningu næstu aðgerða. Ingólfur telur að menn verði þolinmóðari nú þegar fyrstu skrefin liggi fyrir. Seðlabankinn og stjórnvöld þurfi tíma og mikilvægt sé að virða það. olikr@markadurinn.is Á KYNNINGU SEÐLABANKANS Í GÆR Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri og Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, kynntu í gær samkomulag þar sem norrænir seðlabankar heita því að lána allt að 500 milljónir evra hver, fari Seðlabankinn hér fram á það. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Norrænir seðlabankar styðja við bakið á okkur Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í tæpa 128 dali á tunnu á banda- rískum fjármálamarkaði í gær eftir að bandaríski fjárfestingar- bankinn Goldman Sachs sagði í nýrri spá að mikil eftirspurn eftir olíu í Kína gæti keyrt verðið frek- ar upp. Olíudropinn hefur hækk- að um rúm 25 prósent á árinu og hefur aldrei verið hærri en nú. Í spá Goldman Sachs segir að Kínverjar muni þurfa á mikilli olíu að halda seinni hluta árs til að vega upp á móti tjóni sem varð á rafstöðvum í jarðskjálftanum í Sichuan-héraði í vikubyrjun. Megi því búast við að olíutunnan fari upp í allt að 141 dal á tunnu. - jab Olíudropinn aldrei dýrari LENGRI HENGINGARÓL SEGIR AFTENPOSTEN „Gjaldeyrisskiptasamningurinn miðar að því að styðja Seðlabanka Íslands í viðleitni til að viðhalda stöðugleika í hagkerfi og fjármálalífi landsins,“ sagði Stefan Ingves, seðlabankastjóri Svía, í tilkynningu í gær. „Á tímum óvissu og óróa ber seðlabönkum skylda til að starfa saman.“ Töluvert var fjallað um samning seðlabankanna í erlendum miðlum í gær. Víða var bent á að samningurinn væri til marks um traust á íslensku fjármálakerfi. Sums staðar kvað þó við annan tón. Í netútgáfu Aftenposten í Noregi var haft eftir þarlendum hagfræðingi að Íslendingar „hefðu fengið lengra reipi til að hengja sig í“. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í gær sagði Davíð að viðbúið hefði verið að fréttaflutningur yrði misvísandi. Um leið áréttaði hann að þau skref sem Seðlabankinn og viðskiptabankarnir sjálfir hefðu stigið gæfu auknar líkur á að hér gengi vel. 1958 – 200850 ÁRA 1958 – 200850 ÁRA Dagskrá Þarfnast náttúruverndarlögin endurskoðunar? Morgunverðarfundur um 37. grein náttúruverndarlaga Í tilefni af 50 ára afmæli VSÓ Ráðgjafar býður fyrirtækið til síns þriðja morgunverðarfundar þriðjudaginn 20. maí kl 8:30 -10:00 í Háteigi B á Grand Hótel, Reykjavík. Í 37. grein náttúruverndarlaga nr. 44/1999 segir að vernda skuli ákveðnar jarðmyndanir og vistkerfi svo sem eldvörp, gervigíga og eldhraun, stöðuvötn og tjarnir, mýrar og flóa, fossa, hveri og aðrar heitar uppsprettur, sjávarfitjar og leirur. Auður Magnúsdóttir umhverfisstjórnunarfræðingur og Sigríður Dr. Jónsdóttir umhverfisfræðingur starfa hjá VSÓ Ráðgjöf. Þær hafa nýlokið rannsókn á vægi þessarar lagagreinar í matsverkefnum og áhrifum hennar á ákvarðanir um matsskyldu, úrskurði í mati á umhverfisáhrifum, útfærslu framkvæmda og skilgreiningu mót- vægisaðgerða. Rannsóknin var styrkt af rannsóknasjóði Vega- gerðarinnar. Dagskrá: Forsendur 37. gr. náttúruverndarlaga og staða ákvæðisins í lagakerfinu, Sigrún Ágústsdóttir, lögfræðingur hjá Umhverfis- ráðuneytinu. Friðun, verndun og 37. gr. náttúruverndarlaga, Ólafur Páll Jónsson, lektor í heimspeki við Kennaraháskóla Íslands. Hefur 37. grein náttúruverndarlaga tilætluð áhrif? Auður Magnúsdóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf. Umræður, spurningar og svör. Fundarstjóri: Stefán Gunnar Thors, umhverfishagfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf. Fundurinn er ætlaður opinberum aðilum, framkvæmdaraðilum, ráðgjöfum og öllum þeim sem láta sig umhverfismál varða. Aðgangur er í boði VSÓ Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir hádegi 19. apríl nk. á netfangið: bergny@vso.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.