Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 74

Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 74
46 17. maí 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson ASYMMETRÍSKT Flottur svartur kjóll frá Lanvin fyrir sumar 2008. SAMFESTINGUR Töff dress frá Three as Four fyrir sumar 2008. RAUTT Fallegur toppur við ferskju- bleikar buxur hjá New York-hönn- uðunum Three as Four fyrir sumarið 2008. Nú þegar sólin er farin að skína og hitastig fer hækkandi er um að gera að leyfa fallegum herð- um að njóta sín. Axlir koma sterkt inn hjá hönn- uðum í sumar hvort sem það eru ermalausar skyrtur, bolir með opnum axlarstykkjum eða hlíralausir kvenlegir kjólar í rómverskum stíl. - amb KVENLEG MÝKT OG ERMALAUSAR FLÍKUR HJÁ HÖNNUÐUM Í SUMAR BERAR AXLIR GYÐJULEGUR Kvenlegur og flottur hvítur kjóll með belti frá franska tískuhúsinu Lanvin. LILLABLÁTT Kvenleg skyrta við leggings með skemmti- lega útklipptum áherslum frá Three as Four. STELPULEGT Sætur rauður og kremlitur skokkur frá Marc Jacobs fyrir sumar 2008. SEXÍ Hér sést Edda Péturs- dóttir í fallegum topp frá Three as Four. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Hipp og kúl krakkar New York borgar halda ekki vatni yfir merkinu Off Bowery Productions sem Aaron Bonduras setti á fót í fyrra. Merkið hefur listamenn, tónlistarmenn og ljósmyndara á sínum snærum og hefur staðið í bóka- og tónlistarútgáfu ásamt því að gera boli sem þykja það flottasta á götum borgarinnar. Að sögn stílistans Önnu Clausen sem einnig rekur verslun- ina Belleville fangar Off Bowery anda New York og alls hins kraftmikla og áhrifa- mikla fólks sem þar er að finna. Í Belleville er nú að finna skemmtilega boli frá Off Bowery. Æðislega og ævintýralega tösku frá Germain Puech, fæst í Kisunni, Laugavegi Sokka fyrir strákana frá Bernhard Wilhelm, fást í Belleville, Laugavegi Platta sem hressir upp á hvaða heimili sem er, eftir John Derian, fæst í Kisunni, Laugavegi OKKUR LANGAR Í … S u m ar sý n in g • G le r Hönnunarsafn Íslands Íslensk, bandarísk og norræn glerlist í sýningarsal Hönnunarsafns Íslands að Garðatorgi í Garðabæ. Hönnunarsafn Íslands • Sýningarsalur, Garðatorgi 7 210 Garðabæ • sími 544 2434 Opnun sýningarinnar verður laugardaginn 17. maí kl.14 Sýningin verður opin frá maí til júlí alla daga frá kl. 14-18 nema mánudaga Gler Þegar maður flettir tískublöðum þessa dagana er eins og það sé umtalsverður „ Rockabilly Revival“ í gangi og að bæði hátískuhönnuð- ir, tískuverslanir og götutískan stíli inn á rokk og ról sumar. Áhrifin eru augljós hjá hönnuðum eins og Luella Bartley og Gucci þar sem fyrirsætur gengu eftir pöllunum í svörtum fötum fyrir sumarið, í leðurjökkum og jafnvel í stuttum víðum blómapilsum við. Mikið er ég eiginlega fegin, þar sem mér finnst sumartískan alltaf dálítið væmin fyrir mína parta og ágætt að hrista upp í henni með svörtum leð- urjakka, ökklasokkum og rauðum varalit. Reyndar er einmitt uppá- haldsflíkin mín í þessu ágæta vorveðri svona mjúkur og sjúskaður mótorhjólajakki sem ég nota bæði við gallabuxur og fínni kjóla. Rokkabillílúkkið goðsagnakennda einkennist af sveipuðu „Elvis“-hári, þröngum gallabuxum, „brothel creeper“-skóm, mjóum bindum og slatta af hlébarðamynstri og stelpur geta líka sótt innblástur til „pin- up“-stjarna sjötta áratugarins eins og til dæmis Betty Page. Sólgler- augu, víð pils og þröngar buxur eru því algjört möst, og leðurjakki og netsokkar mega slæðast með líka. Fyrirsætur beggja vegna hafsins sáust líka á síðustu tískuvikum næstum allar í sama einkennisbúningn- um - þröngum gallabuxum, hvítum bol, leðurjakka og gjarnan með rauðan klút eða í rauðum skóm svona til að fullkomna hina heilögu litaþrenningu rokk og rólsins. Það sem er auðvitað svo skemmtilegt við rokkabillí er að það er jafn töff og það er hressandi og því fullkomið fyrir sumarið. Þeir sem eru hrifnari af villtari hlið lífsins geta sótt innblástur til hljómsveita eins og The Cramps sem kom út úr pönksenu New York borgar á áttunda áratugnum, jú eða The Stray Cats með Brian Setzer í fararbroddi sem var svona meira „ kommersíal“ línan í rokkabillí og gerði í því að skarta háum hárgreiðslum og fjölda af tattúum. Ein skærasta stjarna rokksins um þessar mundir er hljóm- sveitin The Kills en hún var meðal annars fengin til að spila í Chloé- partíinu í París eftir síðustu tískusýningar þar í borg. Eitt hefur áhrif á annað og Alison Mosshart, annar hluti Kills dúósins er einmitt spurð um stílinn sinn í nýjustu útgáfu breska Elle. Þar ljóstrar hún í raun upp leyndarmálinu að svalasta útliti sumarsins: „Gyllt stígvél, leðurjakki, síðir treflar, klaufaleg líkamsstelling, sígaretta, slatti af Detroit og slatti af New York.“ Þá vitum við það. Frá Elvis til nútímans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.