Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 77
LAUGARDAGUR 17. maí 2008 49 Áfengismeðferðin sem Kirsten Dunst fór í fyrr á árinu, þegar hún dvaldist á Cirque Lodge í Utah í nokkrar vikur, virðist ekki hafa skilað miklum árangri. Dunst er nú við tökur á kvikmynd í New York, og fyrr í mánuðinum sást hún sletta hressilega úr klaufunum á bar þar í borg, meðal annars í fylgd Fabrizio Moretti úr The Strokes, fyrrverandi kærasta Drew Barrymore. „Hún var gjörsamlega út úr heiminum,“ segja sjónarvottar. „Það var augljóst að hvað sem gekk á í meðferðinni virkaði ekki.“ Móðir og systir Lindsay Lohan, Dina og Ali, hafa vísað því á bug að stjarnan eigi í ástarsambandi við plötusnúð- inn Samönthu Ronson. Lohan og Ronson hafa verið óaðskilj- anlegar upp á síðkastið, og hafa margir velt því fyrir sér hvort samband þeirra sé annars eðlis en vinasamband. „Þær eru bestu vinkonur. Bara vin- konur. Það er ömurlegt hvað fólk segir,“ segir Ali, yngri systir Lohan. Lögum í Kaliforníu var í vikunni breytt, svo að samkynhneigð pör geti gift sig í ríkinu. Breytingunni er tekið fagnandi af mörgum íbúum ríkisins, og einna fyrst til að nýta sér nýju lögin verður spjallþátta- drottningin Ellen DeGeneres. Hún hefur tilkynnt að hún og kærasta hennar, Ally McBeal- leikkonan Portia di Rossi, hyggist ganga upp að altarinu, en þær hafa verið saman í nokkur ár. Kate Hudson og Owen Wilson eru hætt saman á ný, en heimildir herma að þetta verði líklega í síð- asta skiptið. Þau hafa verið sundur og saman undan farin ár, en ákváðu að láta aftur reyna á sambandið fyrr á árinu, nokkrum mánuðum eftir að upp komst um eiturlyfjaneyslu Wilson og sjálfs- morðstilraun hans. „Þetta voru erfið sam- bandsslit,“ segir vinur Wilson. „Kate finnst hún vitlaus að hafa haldið að það væri svona mikil alvara í þessu,“ segir vinur leikkonunnar. FRÉTTIR AF FÓLKI „Mér finnst þetta bara fullkominn tími fyrir útgáfuna, hefði hvorki mátt vera fyrr né seinna,“ segir Bryndís Jakobsdóttir, eða Dísa, um samnefnda breiðskífu sína sem kom út í gær. „Ég gaf mér góðan tíma í plötuum- slagið því mér finnst það skipta mjög miklu máli. Ég saumaði til dæmis út lagalistann sem er aftan á umslaginu, föndraði textabókina og mamma heklaði kraga sem er á einni myndinni. Það má segja að plötuumslagið sé jafn persónulegt og tónlistin,“ segir Bryndís um sína fyrstu plötu. En hvernig er tilhugsunin um plötudóma og hugsan- lega gagnrýni? „Þetta er það persónulegasta sem ég hef gert og auðvitað vonar maður að fólk fíli það sem maður er búinn að leggja allt í, en ég er líka undir það búin að fá óþægilega gagnrýni því maður getur ekki verið allra. Ég gerði allavega mitt besta á þessari plötu og hún sýnir alveg hvar ég stend tónlistarlega séð,“ segir Bryndís. Aðspurð um framtíðaráform segist hún ætla að taka eitt skref í einu. „Ég ætla í læknisfræðinám í framtíð- inni en fyrst langar mig að semja meira og gefa út aðra plötu. Svo langar mig líka að læra að prjóna því ég lærði ekki handmennt sem krakki þegar ég bjó í London,“ segir Bryndís sem mun fylgja eftir sinni fyrstu plötu á komandi mánuðum. - ag Föndraði plötuumslagið GEFUR ÚT SÍNA FYRSTU PLÖTU Lögin Anniversary og Temptat- ion af plötu Dísu hafa fengið góða útvarpsspilun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kanadíska sveitasöngkonan Shania Twain og eiginmaður hennar, upptökustjórinn Robert „Mutt“ Lange, eru að skilja eftir fjórtán ára hjónaband. Hin 42 ára Twain og Lange, sem er sautján árum eldri, giftust árið 1993 og eiga sex ára son sem heitir Eja. Twain, sem er fimmfaldur Grammy-verðlaunahafi, er þekkt- ust fyrir lögin Man! I Feel Like A Woman og You´re Still the One. Lange hefur stjórnað upptökum á þremur plötum hennar: The Woman in Me, Come on Over og Up! sem kom út árið 2002. Skilnaður í vændum SHANIA TWAIN Sveitasöngkonan snjalla ætlar að skilja við eiginmann sinn til fjórtán ára. 2. 299,- 999,- TVÖ HÆTTULEGUSTU SKRÍMSLI KVIKMYNDASÖGUNN AR Í TVEIMUR FRÁBÆRU M MYNDUM. NÚ Á DVD Í BT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.