Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 20

Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 20
 17. maí 2008 LAUGARDAGUR K aren Jónsdóttir hefur mikið verið í umræðunni í vikunni eftir að hún gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Karen var kosin í bæjarstjórn fyrir F-lista Frjáls- lynda flokksins og óháðra. Hún stóð utan flokka, en var í Frjálslynda flokknum um nokkra mánaða skeið í fyrra. Karen er forseti bæjarráðs og með inngöngu hennar í Sjálfstæðisflokkinn komst flokkurinn í hreinan meirihluta. Karen er menntaður vörustjórnunarfræð- ingur og starfar hjá Íslenska járnblendifé- laginu. Þar sér hún um stækkunarmál ásamt öðru. Vinum og ættingjum ber saman um að rík réttlætis- kennd sé aðalsmerki hennar. Karen hafði ekki verið áberandi í pólitísku starfi áður en hún tók efsta sæti á F- listanum. Hún hefur hins vegar alltaf haft sterkar skoðanir á hlutunum og verið pólitísk, þótt hún hafi ekki flaggað því. Samstarfsfólk hennar segir að hún hafi verið eldfljót að setja sig inn í málefni bæjarins. Sem forseti bæjarstjórnar þarf hún að vera vel að sér um öll mál og hún hafi á undraskömmum tíma náð því. Gott sé að vinna með henni og jafnt samherjar sem andstæðingar segja að mannúðin skipi ríkan sess í hennar pólitík. Faðir Karenar lést árið 1995. Jón var ættaður frá Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit. Anna Jóna, móðir hennar, er hins vegar af þekktri Skagaætt, kenndri við Gísla Vill. Ákvörðun Karenar um að söðla um og ganga í Sjálfstæðis- flokkinn hefur verið nokkuð umdeild. Félagar í Frjálslynda flokknum hafa gagnrýnt hana en aðrir hafa stutt hana og víst er að einhverj- ir munu fylgja henni alla leið. Samherjar hennar í bæjarstjórn Akraness bera samstarfi við hana mjög vel söguna. Hún hafi komið lítt reynd í pólitíkina en vaxið hratt og örugglega. Viðmælendum ber saman um að trú sé orð sem lýsi Karen vel. Hún sé trú sinni sannfæringu og trú og traust vinum sínum og fjölskyldu. Engu skipti þótt lítið samband hafi verið haft um þó nokkurt skeið, næst þegar rætt sé við hana sé eins og viðkomandi hafi hist síðast í gær. Hún er vinur vina sinna og reynist þeim vel. Karen er listræn og sem barn hafði hún mjög gaman af því að mála og teikna. Enn þann dag í dag grípur hún í pensilinn til að slaka á og málar eitt og eitt málverk. Hún kynntist hefðbundnum sveita- störfum í sveitinni hjá afa sínum á Kúludalsá og hefur æ síðan verið vinnuþjarkur. Hún var ekki uppátækjasamt barn, var frekar róleg og dundaði sér frekar en að göslast um allt. Karen er elst fimm systkina og reyndist þeim vel. Hún hafði ekkert sérstaklega gaman af þeim leikjum sem gjarnan eru kenndir við stúlknaleiki; dúkkum og barnavögnum. Hún var strákastelpa og hafði meira gaman af leikjunum sem strákarnir voru í en að passa litlu systkini sín. Karen líður best þegar hún hefur nóg að gera og stundum hefur hún lítinn tíma fyrir áhugamál. Samhliða því að vera forseti bæjarráðs og í nýju starfi hjá Járnblendifélaginu, hefur hún verið að taka heimili þeirra Kristjáns í gegn. Hún er afskaplega handlag- in og getur smíðað, málað og lagað nokkurn veginn hvað sem er. Hún er mjög einbeitt og getur gleymt sér í því sem hún er að gera þá stundina. Þá verður hún stundum nokkuð utan við sig, beinir allri athygli sinni að viðfangsefninu þangað til hún hefur leyst það. Vísindi skipa stóran sess í áhugasviði Karenar. Hún hefur gaman af vísinda- skáldskap og hefur gaman af því að lesa um nýjar vísindaupp- götvanir. Náttúru- lækningar heilla hana og hefur hún kynnt sér þær. Hún fer þó ekki á grasafjall ennþá, hefur yfirleitt of mikið að gera. Karen er óhrædd við að prófa nýja hluti og hún ákvað að skella sér norður á Sauðár- krók og klára stúdent- inn þar. Þar kynntist hún Kristjáni og bjuggu þau á Króknum fyrstu sjö ár sambúðar sinnar. Heimahagarnir toguðu þó í hana og þau fluttu á Akranes. Karen þykir vera ákveðin og beinskeytt en umfram allt heiðarleg. Ákvörðun hennar um að gefa kost á sér í sveitar- stjórnarkosningum kom þeim sem nálægt henni standa nokkuð á óvart. Engu að síður fannst þeim það mjög eðlilegt þar sem hún hefur ætíð haft sterkar skoðanir á hlutunum, þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í flokksstarfi. Þetta hafi því í raun verið eðlilegt skref fyrir hana. Í bæjar- stjórn geti hún enn frekar unnið að sínum hugðar- málum og staðið við sína sannfæringu. Þrátt fyrir að vera Skagamaður hefur Karen ekki áhuga á íþróttum. Hún sýnir þó íþróttaáhuga annarra skilning, annað er nú varla hægt á Akra- nesi. MAÐUR VIKUNNAR Listrænn dugnaðarforkur með ríka réttlætiskennd KAREN EMILÍA JÓNSDÓTTIR ÆVIÁGRIP Karen Jónsdóttir vörustjórnunarfræðingur er fædd 22. maí árið 1967 á Akranesi. Foreldrar hennar eru Anna Jóna Gísla- dóttir skrifstofumaður og Jón Þorgrímsson bifvélavirki. Hann lést árið 1995. Sambýlismaður Karenar er Kristján Bald- vinsson pípulagningamaður og eiga þau tvö börn. Soninn Baldvin fjórtán ára, og dótturina Jónbjörgu sem er níu ára. Fjölskyldan er búsett á Akranesi. Karen ólst upp á Akranesi og varð stúdent á hagfræði- braut frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki árið 1991. Síðar stundaði hún nám við Tækniháskóla Íslands og lauk þaðan prófi í iðnrekstrarfræði árið 2001 og síðan BS- prófi í vörustjórnunarfræðum (logistics) ári seinna. Á námsárunum starfaði Karen meðal annars á Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi, við verslunarstörf og hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Sauðárkróki. Eftir að námi lauk starfaði Karen um árabil sem skrifstofustjóri hjá Klafa ehf. á Grundartanga, sem sér meðal annars um uppskipun og útskipun stóriðjufyrirtækjanna. Nú starfar Karen hjá Íslenska járnblendifélaginu. Karen skipaði efsta sæti F-listans, Frjálslynda flokksins og óháðra, fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar og varð forseti bæjarstjórnar að þeim loknum. Hún gekk í Frjálslynda flokk- inn í janúar 2007 en úr honum aftur í mars sama ár. Hún gekk síðan í Sjálfstæðisflokkinn nú í vikunni. HVAÐ SEGIR HÚN? „Ég lít svo á að ég hafi enn fullt umboð kjósenda. Ég kem til með að vinna mín störf á sama hátt og áður. Mínar skoðanir og ég sjálf breytist ekki þótt ég hafi tekið þessa ákvörðun.“ Karen Jónsdóttir í samtali við Skessuhorn. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Karen hefur verið mjög vaxandi í pólitík og er tilbúin að leita sátta. Hún hefur reynst mér mjög vel og því ákvað ég að fylgja henni yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Hún áttar sig þó stundum ekki á þeim refskap sem viðgengst í stjórnmálum.“ Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi. www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar fastei gnasö lur eru sjálfst ætt re knar o g í ein kaeign Fasteig nablað 164. T ölublað - 6. ár gangur - 4. m aí 2008 FRAMÚ RSKAR ANDI S ÖLUFU LLTRÚ AR FRAMÚ RSKAR ANDI Á RANG UR bls. 12 ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS S. 512 5426 - vip@365.is S. 512 5441 - hrannar@365.is HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími 56 Ráðningarþjónusta Leitar þú að starfsmanni? Hulda Helgadóttir SigurborgÞórarinsdóttir KristínHallgrimsdóttir JónRagnarsson HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi þjónustu hvort sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga. Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Nýr hugbúnaður gerir leit afar markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds. Bregðumst fljótt viðOkkar aðalsmerki eru skjót viðbrögð og lögð er áhersla á að flýta ráðningarferlinu eins og unnt er. Fjöldi hæfra umsækjendaFjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn fyrir starfið. Reynsla og þekkingHjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna- mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og hagnýtri menntun. Sanngjarnt verðBjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð! HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks. Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.: dreka vi ð M on d ri an , 1 99 5, 2 00 x 1 70 c m , o lía á s tr ig a. B ir t m eð g óð fú sl eg u le yf i l is ta m an ns in s og L is ta sa fn s A ku re yr ar . Barnshafandi konum sem neyta fíkniefna fjölgar segir Jóna Dóra Kristinsdóttir, yfi rljósmóðir Mæðraverndar. Hver er Andrés Önd og Mína Mús Íslands? Í tilefni af 25 ára íslenskuafmæli Andrésar andar velja álitsgjafar Andabæjarpersónur landsins. Menning fylgir Fréttablaðinu á sunnudag Þorstlátur dreki á Ólympíuleikum. Umhverfi s- slysið í Peking. Íslenski dansfl okkurinn og Carte Blanche frá Björgvin. Táknatréð í Urriða- holti. Karriere í Kaupmannahöfn. Viðtal við Albert Maysles kvikmyndahöfund. Viðburðir á Listahátíð og margt fl eira. Menning A u g lý si n g as ím i – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.