Fréttablaðið - 17.05.2008, Side 73

Fréttablaðið - 17.05.2008, Side 73
LAUGARDAGUR 17. maí 2008 45 Maraþontónleikar Kársneskór- anna fara fram í Salnum, Tónlistar húsi Kópavogs, í dag frá kl. 9 til kl. 16. Þar munu hvorki meira né minna en 300 börn og ungmenni standa fyrir samfelldri og fjölbreyttri söng- dagskrá sem gleður eyrað. Þetta er í sjöunda sinn sem Kársnes- kórarnir efna til marþontón- leika, en þeir eru haldnir annað hvert ár og hafa notið mikilla vinsælda hjá bæjarbúum og öðrum velunnurum kóranna. Verð aðgöngumiða er 1.500 kr. og eru kaffiveitingar innifaldar í verðinu. Ókeypis er fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Sami aðgöngumiði gildir allan daginn og er fólki frjálst að koma og fara að vild. Stjórnandi kóranna er Þórunn Björnsdóttir en undirleik annast Marteinn H. Friðriksson og nokkrir fjölskylduvinir. - vþ Kórar syngja í allan dag SÖNGELSKIR KRAKKAR Kársneskórarnir standa fyrir maraþontónleikum í dag. Landsbyggðin fer ekki varhluta af Listahátíð í Reykjavík. Í Safnasafn- inu á Svalbarðsströnd verður í dag kl. 14 opnuð sýningin Greinasafn. Þar eiga verk þau Anna Líndal, Bjarki Bragason og Hildigunnur Birgis- dóttir, en sýningin byggir á heimildum, umhverfisskoðun, ljósmyndun og rann- sóknum í nágrenni safnsins og innan veggja þess. Sýningin er í Norður- sölum safnsins og stendur yfir til 8. júlí næstkomandi. - vþ Heimildir og greinar SAFNASAFNIÐ Á SVALBARÐSSTRÖND Hýsir sýning- una Greinasafn. Sýningin Brýr eftir myndlistar- konuna Ingu Björk Harðar- dóttur var opnuð í Dalí Gallery á Akureyri í gær. Þar má sjá stórar landslagsmyndir málaðar með olíulitum, en myndirnar eru hluti af útskriftaverkefni Ingu Bjarkar frá Myndlistaskólan- um á Akureyri. Landslag er Ingu Björk hugleikið og þá sérstaklega brýr sem þar koma fyrir. Inga telur brýr vera táknrænar fyrir þær hindranir og erfiðleika sem við þurfum öll að yfirstíga á lífsleiðinni. Sýning Ingu Bjarkar stendur til 31. maí næstkomandi. - vþ Landslag og brýr H Ö FU M O P N A Ð R IS A L A G E R Ú TS Ö LU Í S K IP H O LT I 3 3 (V IÐ H LI Ð IN A Á V IN A B Æ ) OPIÐ VIRKA FRÁ 12 - 18 LAUGARDAGA FRÁ 10 - 16 7.999,- EINGÖNGU FYRIR PS3 Leikurinn gerist árið 2048 í heimi þar sem ríkisstjórnir eru ekki lengur með hervald heldur hafa fengið einkafyrirtæki í þau mál fyrir sig. Þú spilar hlut- verk Shane Carpenter, sem er nýliði í einkaher Mantel lyfja- fyrirtækisins sem berst gegn málaliðum eða svo heldur fólkið. Haze er eingöngu fáanlegur á Playstation 3.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.