Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 82
54 17. maí 2008 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Í dag fer fram 51. árs- þing HSÍ þar sem búast má við miklum hasar. Skeggrætt hefur verið um deildafyrirkomulagið en Einar Þorvarðarson, framkvæmd- arstjóri HSÍ, segir að framtíðar- stefnan sé alltaf að hafa tvær deildir. Spurningin er aftur á móti hversu stórar deildirnar verða og hvort úrslitakeppni verði tekin upp á nýjan leik. Einar segir að framtíðarsýnin sé að stækka úrvalsdeildina, hve- nær sem það gerist. Í vetur léku sextán meistaraflokkslið á Íslands- mótinu, átta í hvorri deild. Með fjölgun í átján lið yrðu tíu lið í efri deild en áfram yrði spiluð þreföld umferð, eins og í vetur. Þegar liðum fjölgar upp í 22 meistara- flokkslið yrði efri deildin spiluð með tólf liðum og tvöfaldri umferð. „Niðurstaðan finnst mér vera að það þurfi alltaf að vera undirdeild. Stærðin á úrvalsdeildinni var minnkuð til að fá ný lið inn og það hefur tekist vel upp. Að hafa úrslitakeppni er síðan möguleiki sem hægt er að bæta við. Það verður rætt á þing- inu,“ sagði Einar. Stjórnin leggur einnig til að hún fái meiri vald, líkt og þekkist til dæmis hjá KSÍ. „Þá er hægt að bregðast hraðar við ýmsum málum. Það felst til að mynda í reglugerðarbreytingum. Þannig getur stjórn HSÍ breytt ýmsu án þess að það þurfi að fara í gegnum ársþingið,“ sagði Einar. Hlynur Sigmarsson staðfesti í gær að hann ætlaði sér að taka fullan þátt í formannsslagnum. Hann býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Ingvarssyni. „Það er aldrei auðvelt að fara í svona slag,“ sagði Hlynur í gær. „Ég vil að stjórnin komist nær grasrótinni. Svo vil ég laga útbreiðslu- og markaðsmál, þetta er það sem ég vil leggja áherslu á. Svo vil ég vinna gott og dugmikið starf áfram. Ég hef metnað til að lyfta handboltanum á hærra plajn og ég hef fulla trú á því að ég geti það,“ sagði Hlynur sem hefur fundið fyrir vaxandi stuðningi undanfarið. - hþh Ársþing HSÍ fer fram í dag þar sem formannslagur verður meðal stærstu mála: Úrslitakeppnin tekin upp aftur? STÖKKBREYTINGAR FRAMUNDAN Miklar breytingar gætu orðið á deildafyrirkomulagi bæði hjá körlunum og konunum um helgina á ársþingi HSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson verður að öllum líkindum á sínum stað í byrjunarliði Portsmouth í dag. Í húfi er sjálfur bikarmeist- aratitillinn á Englandi og andstæð- ingurinn er 1. deildarliðið Cardiff. Flestir hallast að sigri Port- smouth. „Við reynum að haga undirbún- ingi eins og venja er og nálgumst leikinn eins og um hvern annan leik væri að ræða. Menn hafa komið sér inn í ákveðna rútínu og við viljum ekki breyta of miklu út af vananum,“ sagði Hermann en þó eru smávægilegar áherslu- breytingar hjá Harry Redknapp. Liðið fór snemma til London og fór meðal annars út að borða saman á fimmtudagskvöld og skemmti sér svo um kvöldið. „Það er verið að kýla hópinn aðeins saman og þétta mannskapinn. Þetta er bara létt og skemmtilegt og reynt að halda mönnum á jörð- inni,“ sagði Eyjamaðurinn sem á góðar minningar frá Wembley. „Við könnumst við umhverfið frá undanúrslitaleiknum og allir eiga góðar minningar frá þeim degi. Við fáum sama búningsher- bergi og okkar búninga,“ segir Hermann en liðið æfir ekki á Wembley fyrir leikinn. Cardiff leikur í ensku 1. deild- inni og segir Hermann lykilatriði að vanmeta ekki andstæðingana. „Að vera sterkari á pappírunum telur ekki neitt. Dagsformið er það eina sem skiptir og ef við spil- um vel eigum við að vinna,“ sagði Hermann sem gat lítið gefið upp um leikaðferð Portsmouth í leikn- um. „Það kemur í ljós, en það er lykilatriði að byrja vel.“ Portsmouth á einn stóran titil í bikarasafninu, enska bikarinn sem félagið vann árið 1939. „Það er óhætt að segja að þetta sé stór dagur. Við getum skráð klúbbinn á spjöld sögunnar og við viljum vera þátttakendur í því,“ sagði Her- mann. hjalti@frettabladid.is Hermann vill skrá sig og klúbbinn á spjöld sögunnar Bikarúrslitaleikur númer 126 fer fram á Wembley í dag. „Ekkert vanmat í gangi,“ segir Hermann Hreiðarsson sem verður væntanlega í byrjunarliði Portsmouth. SAMRÝMDIR David James og Hermann Hreiðarsson féllust í faðma eftir að sætið í úrslitaleiknum var tryggt. Fagna þeir í dag? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Gunnleifur Gunnleifsson hefur ekki misst af deildarleik með HK frá árinu 1999 og ætlar ekki að byrja á því núna, að eigin sögn. Ökklinn á Gunnleifi er tognaður á litlu svæði á ökklanum og er fyrirliðinn bjartsýnn á að ná leiknum gegn Keflavík á mánu- dag. „Við verðum að sjá til á síðustu stundu. Ég hef hugsað vel um mig með kælingum og ég ætla að halda því áfram um helgina. En ég stefni að því að spila, ekki spurning,“ sagði Gunnleifur við Fréttablaðið í gær. - hþh Gunnleifur Gunnleifsson: Stefnir að því að spila á mánudag GUNNLEIFUR Tognaði lítillega í leiknum gegn Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Framarar eru með fullt hús og hreint mark eftir tvær fyrstu umferðirnar í Landsbanka- deild karla og hafa ekki byrjað betur í efstu deild síðan sumarið 1990, eða síðast þegar þeir fögn- uðu Íslandsmeistaratitlinum. Síðustu tvö skipti sem Fram hefur unnið fyrstu tvo leiki sína hefur liðið unnið titilinn því Fram- arar unnu líka fyrstu tvo leiki sína sumarið 1988. Fram vann Fylki 3-0 á útivelli í fyrsta leik og fylgdi því síðan eftir með 2-0 heimasigri á HK. Fyrir átján árum vann Fram- liðið 4-0 útisigur á ÍBV í 1. leik og fylgdi því síðan eftir með 4-0 heimasigri á ÍA. - óój Framarar fögnuðu Íslandsmeistataratitli þegar þeir voru síðast í sömu stöðu: Besta byrjun Framara í 18 ár AÐ SPILA VEL Auðun Helgason hefur byrjað vel í Fram og liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Garðar Jóhannsson átti frábæran leik í 5-0 sigri Fredrik- stad á Haraldi Guðmundssyni og félögum í Aalesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Garðar skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og lagði síðan upp tvö síðustu mörk liðsins í þeim seinni. Fyrra markið skoraði Garðar með skalla á 39. mínútu en seinna markið gerði hann á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir að hafa sloppið í gegnum vörnina. Veigar Páll Gunnarsson var maðurinn á bak við bæði mörk Stabæk í 2-0 sigri á Lyn, það fyrra skoraði Daniel Nannskog þegar hann fylgdi á eftir skoti Veigars en það síðara gerði Johan Andersson eftir stoðsendingu Veigars. Gylfi Einarsson lagði síðan upp sigurmark Thorstein Helstad í 1-0 sigri Brann á Vålerenga. - óój Norska úrvalsdeildin: Garðar frábær BESTI MAÐUR VALLARSINS Garðar Jóhannsson. FRÉTTABLAÐIÐ/SCANPIX “Spilaðu í Ecco golfskóm eins og meistararnir!” 2008 línan komin í verslanir. Birgir Leifur Hafþórsson Heiðar Davíð Bragason Sigurpáll Geir Sveinsson Ólafur Már SigurðssonÖrn Ævar Hjartarson Ragnhildur Sigurðardóttir Ólöf María Jónsdóttir Verðum með kynningu á ecco golfskóm í Básum í dag frá kl. 10-18. Sérfræðingur verður á staðnum. SUND Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir setti enn eitt Íslandsmetið þegar hún synti 200 metra bringusund á 2.26,64 mínútum á Sparisjóðsmótinu í Vatnaveröld í Keflavík í gær. Erla Dögg bætti þar fjögurra ára met Láru Hrundar Bjargar- dóttur um tæpar fjórar sekúndur en hún hafði sett stefnuna á að vera fyrst kvenna á Íslandi til að synda undir 2:30.00 í 200m bringusundi og gerði gott betur. Karlasveit ÍRB setti einnig Íslandsmet í 4x100m fjórsundi og var sveitin skipuð þeim Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni, Guðna Emilssyni, Birki Má Jónssyni og Árna Má Árnasyni. - óój Erla Dögg Haraldsdóttir: Bætti enn eitt Íslandsmetið HANDBOLTI Arnór Atlason (2 mörk) og félagar í FCK Håndbold höfðu unnu sjö marka sigur á GOG Svendborg, 36-29, í fyrsta úrslitaleiknum um danska meistaratitilinn í handbolta í gærkvöldi. FCK var 19-13 yfir í hálfleik en maðurinn á bak við sigurinn var norski landsliðs- markvörðurinn Steinar Ege sem varði meðal annars fjögur víti. Með GOG spila þeir Snorri Steinn Guðjónsson (3 mörk) og Ásgeir Örn Hallgrímsson (0 mörk) en þeir áttu engin svör við góðum leik deildarmeistaranna. Næsti leikur er á heimavelli GOG á þriðjudag. - óój Úrslit danska handboltans: Arnór og félag- ar höfðu betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.