Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.05.2008, Blaðsíða 24
24 17. maí 2008 LAUGARDAGUR UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Eitt og annað undarlegt Skrýtin er sú pólitík minnihlutans í borgarstjórn að vilja lögfræðiálit um hæfi Jakobs Frímanns Magnússonar til að vinna hjá Reykjavíkurborg þó hann hafi sagt Dag B. Eggerts- son vera bitran. Hvers vegna ganga Dagur, Óskar og Svandís ekki skrefið til fulls og setja á fót stýrihóp um málið? Ásta Möller fór heldur betur fram úr sjálfri sér og þinginu öllu þegar hún í eigin nafni óskaði eftir umsögnum um sjúkratryggingafrumvarpið. Málið var viðkvæmt fyrir og mátti ekki við svona rugli. Ásta hleypti að óþörfu illu blóði í stjórnarandstöðuna og hefur að líkindum skaðað meðferð málsins. Í stjórnarandstöðu hefði Lúðvík Bergvinsson farið sótillur í pontu og helt sér yfir Ástu og ríkisstjórnina alla vegna svona vinnubragða. En nú er Lúðvík stjórn- arliði og segir þetta engu máli skipta. Glitnir sagði 88 manns upp störfum á miðvikudag. Fjöldauppsagnir hafa oft orðið tilefni umræðna á Alþingi. Ekki núna. Menn meta það sjálfsagt svo að þeir felli ekki pólitískar keilur með því að hafa áhyggjur af bankastarfsmönn- um. Það er aðeins vænlegt til vinsælda að tala illa um þá. Magnús Þór Hafsteinsson er hinn hróðugasti eftir að hafa komið sér út úr trúnaðarstöðum í bæjarstjórn Akraness. „Aldrei hef ég upplifað þvílíkan með- byr með mínum málstað og nú,“ segir hann. „Þetta er einhver dapurlegasta ræða sem ég hef hlustað á í Alþingi,“ sagði Ögmundur Jónasson eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði sagt mikilvægt að samstaða náist um ný eftirlaunalög meðal þingmanna allra flokka. Hvar hafa hlustir Ögmundar verið í þau þrettán ár sem hann hefur setið á þingi? Starfsáætlun þingsins er svo niðurnjörfuð að ekki kemur til greina að lengja starfstíma þess til að afgreiða breytingar á eftirlaunalögum þingmanna. Þetta upplýsti Sturla Böðvarsson í Mogganum í vikunni. Sama dag sagði Fréttablaðið frá því að eldhúsdagsumræður hafa verið fluttar frá miðvikudegi til þriðjudags að ósk RÚV sem vildi heldur sýna frá fótboltaleik en umræðunum á miðviku- deginum. Starfsáætluninni er semsagt hægt að breyta þegar RÚV biður um það en ekki þegar setja þarf lög. Karl V. Matthíasson, þing- maður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, hefur einkum beitt sér í alþjóðamálunum á þinginu í vetur. Hann hefur verið fyrsti flutningsmaður fimm þing- mála sem öll eru þingsá- lyktunartillögur. Öllum var þeim dreift í þinginu í lok nóvember. Fyrsta málið fjallar um samvinnu um öryggis- og björgunarmál milli Vestur- Norðurlandanna, annað snýst um stofnun norræns lýðháskóla, það þriðja um skyldunámsefni fyrir ungl- inga um ólík kjör og hlut- skipti kvenna á norðurslóð- um, fjórða um samstarf milli slysavarnafélaga og björg- unarsveita á sjó og landi í vestnorrænu löndunum og það fimmta gerir ráð fyrir samvinnu vestnorrænu landanna um rannsóknir á helstu nytjastofnum sjávar innan lögsögu þeirra. Karl er formaður Íslands- deildar Vestnorræna ráðs- ins. Markmið ráðsins er að starfa að hagsmunum Fær- eyja, Grænlands og Íslands, gæta auðlinda og menningar Norður-Atlantshafssvæðis- ins og auka norræna sam- 1. þingmaður Vestnorrænakjördæmis KARL V. MATTHÍASSON á fundi hjá Vestnorræna ráðinu. „Ég styð eindregið þá kröfu sem hér hefur komið fram frá formanni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að umsvifalaust verði gert hlé á þessum fundi.“ Álfheiður Ingadóttir VG „Væri ekki nær að taka þó ekki væri nema einn milljarð af þessum 1,5 milljarði sem á að verja til heræfinga og hernaðarútgjalda til að styrkja almenna löggæslu í landinu, herra forseti?“ Jón Bjarnason VG „Kæmi til greina að banna trygg- ingafélögum að taka við erfða- upplýsingum frá viðskiptavinum sínum eins og Læknafélag Íslands hefur lagt til við Alþingi?“ Þannig hljóðaði spurning sem Þuríður Backman VG lagði fyrir Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra í apríl. Svarið barst í fyrradag. Tryggingafélögum er nú þegar óheimilt að taka við slíkum upp- lýsingum. Ákvæði þess efnis var fest í lög um vátryggingasamn- inga í desember. Þuríður spurði líka hvernig ráð- herra hygðist bregðast við sölu upplýsinga um erfðamengi með tilliti til persónuverndar, vátrygg- inga, atvinnuöryggis og geymslu gagna. Ráðherra svarar því til að ekki sé ljóst hvort þjónustan sé heilbrigðisþjónusta, það sé lög- fræðilegt álitamál. Enn fremur spurði Þuríður hvort ráðherra teldi að bregðast yrði við sölu upplýsinga um erfða- mengi með lagabreytingum. „Ef þjónustan telst ekki vera heilbrigðisþjónusta verður ekki séð að heilbrigðisráðherra eða landlæknir hafi heimildir í lögum til að setja reglur um þjónust- una,“ svarar ráðherra. Þá veit Þuríður það. Svarið lá fyrir í desember GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON ÞURÍÐUR BACKMAN Jón Bjarnason, þing- maður VG í Norðvestur- kjördæmi, hefur ráðið sér aðstoðarmann, líkt og þingmenn lands- byggðarkjördæmanna hafa rétt á að gera. Heitir sá Huginn Freyr Þorsteinsson. Fyrir rúmum mánuði var upplýst að Þuríður Backman, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi, hefði ráðið sama Huginn Frey sem aðstoðarmann sinn. Aðstoðarmönnum þingmanna er ætlað að aðstoða þá heima í kjördæm- unum. Starfssvæði Hugins nær því frá Akranesi, um Vestfirðina og gjörvalt Norðurlandið, austur á Hérað og niður Austfirðina, alla leið til Djúpavogs. Tveggja kjör- dæma maður HUGINN FREYR Alls óljóst er hver örlög þingsálykunartillögu um eflingu íslenska geitfjár- stofnsins verða. Örfáir dag- ar eru eftir af vorþingi. Jón Björn Hákonarson, varaþing- maður Framsóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en meðflutningsmenn koma úr öllum þingflokkum. Í tillögunni segir að Alþingi feli landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir eflingu íslenska geitfjár- stofnsins. Í því skyni verði bænd- ur sem vilji vinna geitfjárafurðir til sölu og þeir sem halda geitfé sérstaklega aðstoðaðir. Einnig verði kannað hvernig fjölga megi stöðum á landinu þar sem geit- fjárrækt fer fram. Þá verði hafn- ar erfðarannsóknir á stofninum og nýtt til þess þekking sérfræð- inga í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og á tilraunastöðinni á Keldum. Eftir fjörutíu mínútna langar umræður í þinginu var málinu vísað til sjávarútvegs- og land- búnaðarnefndar. Þar er það enn. „Málið er ennþá til athugunar,“ sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, for- maður sjávarútvegs- og landbún- aðarnefndar, í samtali við Frétta- blaðið og bætti við að ómögulegt væri að segja til um framhaldið. Á annan tug mála er til með- ferðar nefndarinnar – þar á meðal umdeild matvælalöggjöf Evrópu- sambandsins, sem verja þarf drjúgum tíma í að fara yfir. Í greinargerð tillögunnar segir að íslenski geitastofninn sé ein- stakur í sinni röð sakir hreinleika. Stofninn sé sá sami frá landnáms- öld að því er varðar blöndun við aðra stofna. Einungis rétt rúm- lega 400 vetrarfóðraðar geitur séu í landinu í 45 hjörðum og stofninn því í útrýmingarhættu. Í greinargerðinni kemur fram að ekki hafi fengist leyfi hjá yfir- dýralækni til að flytja geitur á ný svæði sökum varnarlína vegna sauðfjársjúkdóma þó að aldrei hafi greinst riða í geitfé hér á landi. Ríkissjóður greiðir fimm þús- und krónur með hverri skýrslu- færðri geit á ári. Óvíst um afdrif tillögu um eflingu geitfjárstofnsins Úr umræðum um málið „Þessi skepna sem var áður fyrr kölluð kýr fátæka mannsins og var leið fátækra búsetumanna til að hafa mjólk ofan í börn sín og naut engrar virðingar á við íslensku kúna, framtíðarhlutverk hennar verður kannski akkúrat á hinum enda mannlífsins, það er að framleiða fyrir okkur fágætar, torfengnar og dýrar lúxusvörur.“ Bjarni Harðarson Framsóknar- flokki „...í þriðja lagi býður geitin okkur upp á stökurnar eða geitaskinnið sem er einstakt til bókbands.“ Bjarni Harðarson Framsóknar- flokki „Dæmi er um að barn með langvarandi óþol fyrir brjósta- mjólk hafi á einum eða tveimur sólarhringum lagast af þeirri magakveisu sem því fylgdi með því að neyta geitamjólkur í einn sólarhring.“ Atli Gíslason VG „Ég tel reyndar að ráðherra beri lagaskylda til að grípa inn í og tryggja stöðu þeirra sem búa með geitfé og leggja vinnu og allt sitt í að halda í stofninn og hið dýrmæta erfðaefni sem það er.“ Jón Bjarnason VG „Það má vera að mörgum þyki lítt merkilegt að ræða hér sérstaklega um stöðu íslenska geitastofnsins en hér hefur verið farið mörgum orðum um mikil- vægi hans og mikilvægi þess að viðhalda honum.“ Jón Gunnarsson Sjálfstæðis- flokki „Málefni íslenska geitastofnsins er hluti af byggðaþróun sem við viljum snúa við.“ Jón Gunnarsson Sjálfstæðis- flokki ORÐRÉTT GEIT OG KIÐLINGUR Íslenski geitfjárstofninn er í útrýmingarhættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.