Fréttablaðið - 23.05.2008, Page 8

Fréttablaðið - 23.05.2008, Page 8
 23. maí 2008 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri, Þórarinn Gíslason, var í gær dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum í fjölbýl- ishúsi við Hringbraut í október á síðasta ári. Þórarinn sló manninn þremur þungum höggum í höfuðið með slökkvitæki. Hann neitaði ávallt sök og kvaðst ekki muna eftir atburðinum. Þórarinn hringdi sjálfur í lög- reglu skömmu eftir hádegi hinn 7. október síðastliðinn og sagðist hafa komið að vini sínum og nágranna, blóðugum og rænulausum í rúmi sínu. Hann sagðist hafa grun um að kona sem í húsinu bjó hefði banað manninum. Þórarinn var í mjög annar- legu ástandi, undir áhrifum áfengis, svefnlyfja og floga- veikilyfja. Fyrir dómi hefur hann sagst lítið muna eftir atburðunum. Grunur féll strax á Þórar- in. Hann var með duft úr slökkvitækinu á vanganum, blóðslettur á fötum sínum og hruflaður á hendi líkt og eftir átök. Lögregla studdist jafnframt við upptökur úr eftirlitsmyndavél í húsinu, sem sýna mennina tvo yfirgefa húsið saman skömmu fyrir hádegi og snúa aftur stuttu síðar. Enginn sést síðan koma á staðinn þar til lögregla fær sím- hringingu. Í niðurstöðu dómsins segir að Þórarinn sé sá eini sem kemur til greina sem banamaður mannsins. Réttarmeinafræðingur bar fyrir rétti að hvert högganna þriggja hefði getað valdið þolandanum bana. Í dómnum segir að Þórarni hafi ekki getað dulist það hversu hættu- leg árásin var og að hann eigi sér engar máls- bætur. Þórarinn hefur setið í óslitnu gæsluvarðhaldi í sjö og hálfan mánuð, eða frá 8. október, og dregst sá tími frá fangelsisdómn- um. Hann hefur hlotið sex refsidóma frá árinu 1998, fyrir þjófnað, skjalafals og eignaspjöll. Fjölskipaður Héraðs- dómur Reykjavíkur dæmdi Þórarin sem áður segir í sextán ára fangelsi og jafnframt til að greiða rúma milljón í sakar- kostnað og aðstandendum hins látna rúma hálfa milljón í skaða- bætur. stigur@frettabladid.is Sextán ár fyrir morð á Hringbraut Þórarinn Gíslason hlaut í gær sextán ára fangelsis- dóm fyrir að bana vini sínum með slökkvitæki. Hann kveðst lítið sem ekkert muna eftir morðinu. HRINGBRAUT 121 Morðinginn og fórnarlambið voru nágrannar í þessu fjölbýlishúsi. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON ■ 6. apríl 2006 Phu Tién Nguyén dæmdur í sextán ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa banað manni með hnífi í maí 2004. ■ 23. febrúar 2006 Magnús Einarsson dæmdur í ellefu ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að bana eiginkonu sinni í nóvember 2004. ■ 17. febrúar 2006 Sigurður Freyr Kristmundsson dæmdur í fjórtán og hálfs árs fang- elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stinga mann til bana í húsi við Hverfisgötu. ■ 29. september 2005 Hákon Eydal dæmdur í sextán ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa banað Sri Rhamawati í júlí 2004. SÍÐUSTU MANNDRÁPSDÓMAR Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Boðið er upp á BSc NÁM Í VERKFRÆÐI • BSc í fjármálaverkfræði • BSc í hátækniverkfræði Nám í verkfræði við Háskólann í Reykjavík veitir nemendum sterka fræðilega undirstöðu í bland við sérhæfða fagþekkingu. Umsækjendur í grunnnám í verkfræði þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambæri- lega menntun og með haldgóða þekkingu í stærðfræði, raungreinum, íslensku og ensku. Miðað er við að nemandi hafi lokið a.m.k. 21 einingu í stærðfræði og 6 einingum í eðlisfræði. • BSc í heilbrigðisverkfræði • BSc í hugbúnaðarverkfræði • BSc í rekstrarverkfræði Ferðaskrifstofa miðað við 2 fullorðna og 2 börn í 7 nætur á Alagomar, brottför 28. ágúst. Verð miðað við 2 í íbúð 5 9.900 kr. BARNAVERND Álag á starfsmenn sem starfa við barnavernd hefur aukist mikið á undanförnum árum, bæði vegna fjölgunar mála, en einnig vegna þess að þau verða verða stöðugt flóknari. Samhliða þessari þróun eru gerðar auknar kröfur til starfsmenn barnavernd- ar. Þetta er meðal þeirra ástæðna sem ráða því að Háskóli Íslands hefur ákveðið að bjóða upp á diplómanám í barnavernd sem hefst í haust. Barnaverndarstofa veitir styrk til kennslu og rannsókna í tengslum við þessa nýju námsleið. Umsóknarfrestur er til 5. júní. - kdk Háskóli Íslands: Háskólanám í barnavernd Til ríkissáttasemjara Kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Iceland Express hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. KJARAMÁL VARNARMÁL „Að mínu mati eru það sjálfsagðir mannasiðir að hafa fyrir því að ná í umsækjendur til að til- kynna þeim að þeir hafi ekki verið ráðnir í stöðuna,“ segir Stefán Páls- son friðarsinni. Stefán sótti um stöðu forstjóra nýrrar Varnarmála- stofnunar, en var ekki tilkynnt um ráðningu Ellisifjar Tinnu Víðisdótt- ur í starfið fyrr en daginn eftir að tilkynning þess efnis var send til fjölmiðla á mánudag. „Í fjölmiðlum var haft eftir upp- lýsingafulltrúa utanríkisráðuneyt- isins að reynt hefði verið að ná í alla umsækjendur. Ég fékk hvorki sím- tal né tölvupóst og fyrst á miðviku- dag fékk ég formlegt bréf frá ráðu- neytinu. Þetta er til marks um þann mikla asa sem einkennt hefur allt þetta ferli, og ég vona að þetta sé ekki til marks um það sem koma skal,“ segir Stefán. Hann óskar Ellisif velgengni í nýju starfi. „Ég vona að hún geri sem minnst og tryggi þannig öryggi landsins og hag skattborgara sem best.“ Urður Gunnarsdóttir fjölmiðla- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir utanríkisráðuneytið ávallt vera undir mikilli pressu að koma út fréttatilkynningu þegar ráðið er í ný störf. „Við viljum sjálf tilkynna um ráðningar frekar en að fréttir um þær leki út. Við reyndum að hringja í sem flesta og byrjuðum á þeim sem lengst komust í umsókn- arferlinu, en það tíðkast ekki að hringja í hvern einasta umsækj- anda,“ segir Urður. - kg Stefán Pálsson var ekki ráðinn í stöðu forstjóra Varnarmálastofnunar: Mannasiðir að láta fólk vita FRIÐARSINNI Stefán Pálsson er ósáttur við að hafa frétt af ráðningu Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur í fjölmiðlum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.