Fréttablaðið - 23.05.2008, Side 45

Fréttablaðið - 23.05.2008, Side 45
með mikla starfsemi í Ham- borg í Þýskalandi, í San Francis- co í Bandaríkjunum og í Hosseg- or/Frakklandi, sem er höfuðborg brimbrettabransans í Evrópu. Það vinna tæplega fjörutíu manns hjá fyrirtækinu og auk þess vinnur fjöldi fólks að því að selja fötin hjá dreifingaraðilum þeirra. Þegar þau eru spurð að því hvort það sé ekkert erfitt að hafa yfirsýn segja þau það vera flóknara í dag en það var. En bæta því svo við að það gangi samt bara vel. Vinna meira – tala minna Á meðan Nikita selur eitt þús- und og fimm hundruð flíkur á dag halda margir að Heiða saumi sjálf öll Nikita-fötin. En hvers vegna skyldu þau hafa kosið að vera ekki í sviðsljósinu á Íslandi? „Þegar við fórum af stað voru nokkur íslensk fyrirtæki með miklar yfirlýsingar um hversu ævintýralega vel þeim væri að ganga við að koma sér á framfæri alþjóðlega. Okkur leist illa á að vera flokkuð með þeim í hópi þar sem við vorum nokkuð viss um að sum þeirra mest áber- andi yrðu skammlíf, svo við ákváð- um að „tala minna – vinna meira“. Það að gefa ekki út stórar yfirlýs- ingar um hversu langt við ætluð- um að fara með okkar fyrirtæki gaf okkur vinnufrið sem við vönd- umst og líkaði einfaldlega of vel til að fara að blaðra eitthvað að óþörfu,“ segja þau. Oft er talað um að fatahönnun- armarkaðurinn á Íslandi sé svo lítill að fatahönnuðir neyðist til að vinna í akkorði til að vinna við fagið. Er ekki slegist um að vinna hjá ykkur? „Vinnan minnkar alla- vega ekki við að færa sig frá Ís- landsvinningum og fara að vinna á alþjóðamarkaði. Smæð íslenska markaðarins gerir það að verk- um að íslenskir hönnuðir eru oft- ast einyrkjar og sjá um að hanna, selja, framleiða og fjármagna sína starfsemi hver í sínu horni án til- komu sölu- eða markaðsfólks, eða fjármála- og framleiðslufólks. Það er ágætis skóli en ekki auðvelt að láta það ganga upp fjárhags- lega. Okkur hefur tekist að blanda saman fatahönnun, grafískri hönn- un, markaðssetningu, sölu, tíman- legum afhendingum á vörum og skipulögðum fjármálum í kokteil sem bragðast vel víða um heim, og jú það eru margir sem vilja taka þátt í því. Okkur hefur sem betur tekist að fá frábært starfsfólk til okkar og það hefur nóg að gera.“ Í dag framleiðir Nikita fatnað sinn í fimm löndum, mest í Kína. Spurð að því hvort framleiðslan hafi breyst mikið þegar þau hófu framleiðslu þar í landi segja þau svo vera. „Það sem var kannski mest af- gerandi var að við gátum farið að stíla inn á að bjóða okkar vörur á þeim verðum sem ganga og gerast á markaðnum. Ísland er ekki bein- línis heppilegasta framleiðsluland í heimi fyrir föt, né reyndar flest annað. Einnig gátum við farið að gera hluti í fatnaðinum sem ís- lenskir framleiðendur ráða ekki við þar sem fagþekkingin ásamt tækjum og tólum er ekki til stað- ar.“ Saman í baráttunni Rúnar og Heiða hafa unnið saman frá því þau urðu par. Þegar þau eru spurð að því hvort það hafi aldrei verið erfitt svara þau því bæði játandi og neitandi. „Við þekkjum auðvitað mjög vel kosti og galla hvort annars og getum unnið með þá í einhverju sem okkur finnst gaman að og tengist okkar helstu áhugamálum. Það er meira en flest pör fá að upplifa á ævinni, en getur auðvitað haft álag í för með sér. Á hinn bóginn vinna flest pör saman að mest krefjandi verkefn- um lífs síns, þ.e. að eiga og ala upp börn, fæða þau og klæða, eyða al- eigunni í hús og bíl og standa í meiri háttar skuldbindingum saman. Það að búa til eitthvað fata- fyrirtæki saman bliknar í saman- burði við þá ábyrgð.“ Þau segjast ekki hafa neinar reglur á því hve- nær þau tali um vinnuna og hve- nær ekki. „Við tölum um vinnuna þegar okkur finnst við þurfa þess og sleppum því þess á milli. Við tölum um allt mögulegt, en vinn- an okkar og áhugamálin blandast mjög mikið saman, og stundum er erfitt að greina á milli hvort er hvað.“ Aðspurð um fataáhugann segja þau hann yfir meðallagi, en það fari samt eftir því hvað fólk miðar við. „Við erum væntanlega langt yfir meðallagi áhugasöm um hvað er að gerast í tísku- og fatabrans- anum en skilgreinum það samt ekki beinlínis sem áhugamál. Okkur er t.d. slétt sama í hvaða skóm Kate Moss er í á morgun en erum meira að spá í hvort okkur sjálf langi ekki í eitthvað nýtt sem við gætum búið til sjálf,“ segja þau en játa í framhaldinu að klæðast oft einhverju öðru en eigin hönn- un. Hvað þarf maður að hafa til að meika það í fatabransanum? „Okkur er mjög illa við að al- hæfa eitthvað um það. Það fer til dæmis alveg eftir því hvernig maður skilgreinir „meikið“ sjálft. Til þess að hafa atvinnu af því að hanna og selja föt þarf maður þó klárlega að geta búið til eitthvað sem fólk er tilbúið til að borga fyrir að vera í og afhenda því það á réttum stað og stund á réttu verði og í réttum gæðum.“ Þegar orðið „útrás“ ber á góma fer hroll- ur um Rúnar. „Ég eyði litlum tíma í að hugsa neikvætt svo „þoli ekki“ er kannski of sterkt til orða tekið. Ég verð að viðurkenna að mér finnst „útrás“ eitt ofnotaðasta hugtak síðustu ára á Íslandi. Íslendingar eru búnir að lifa á því í áratugi að flytja fisk úr landi, það er „útrás“, en allt í einu var þetta orðin ein- hver sykurhúðuð skilgreining á því hvenær Íslendingar væru að meika það í útlöndum. Íslenskt fyrirtæki mátti ekki fá fyrirspurn frá útlöndum þá var eins og haft hefði verið samband frá fjarlæg- um hnetti og orðið „útrás“ komið í allar fréttatilkynningar. Mér finnst þetta bara þreytandi frasi,“ segir Rúnar. Þegar þau eru spurð að því hvort þau séu orðin for- rík neita þau. „Okkar veraldlegu eignir eru að mestu bundnar í fyr- irtækinu okkar en það er auðvit- að orðið talsvert verðmætt,“ segir Rúnar. Þegar þau eru spurð að því hvort þau ætli að láta þetta gott heita segja þau svo ekki vera. Þau hyggjast á frekari landvinninga og eru því rétt að byrja. Festina-Candino Watch Ltd candino.com Renzo is wearing a model out of our Classic collection Renzo is wearing a model out of our Classic collection 23. MAÍ 2008 FÖSTUDAGUR • 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.