Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2008, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.06.2008, Qupperneq 2
2 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR REYKJAVÍK Aðeins einn fær viðurkenningu fyrir að hafa lokið framkvæmdum á húseign sinni við Laugaveg fyrir 17. júní. Í bréfi sem húseigendur fengu sent var hvatt til aðgerða fyrir þjóðhátíðardag og viðurkenningar skjali lofað. „Það er nú bara einn búinn að hafa samband og hann mun fá viðurkenningarskjal,“ segir Magnús Sædal byggingarfulltrúi. Hann segir verkefnið hafa gengið vel og vel hafi verið brugðist við erindinu. Sá sem fær viðurkenn- ingarskjalið málaði og setti upp húsnúmer. Lokafrestur til framkvæmda rennur út í byrjun ágúst. - kóp Framkvæmdir við Laugaveg: Aðeins ein við- urkenning veitt VIÐURKENNING Eigandi þessa húss fær viðurkenningarskjal, einn húseigenda við Laugaveg. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0 FÉLAGSMÁL Málaliðar nefnist hópur átta unglinga, sem hafa af því starfa í sumar að þrífa veggjakrot, mála og fegra umhverfi sitt. Þess á milli fræðast þeir um kostnað yfirvalda við þrif á veggjakroti, viðurlög við skemmdarverkum, muninn á veggjakroti og veggjalist og hvern- ig má beina sköpunarkraftinum á löglegar brautir. Í hópnum eru sjö strákar og ein stelpa sem hafa sýnt áhættuhegðun með veggjakroti. „Þetta er í rauninni forvarnar- verkefni þar sem markmið sumars- ins hjá okkur er að fá krakkana til að átta sig á hvað þetta getur verið fallegt og eins hvað þetta getur verið ljótt,“ segir Magnús Guð- mundsson, annar hópstjóranna sem eiga hugmyndina að verkefninu. Magnús segist hafa barist fyrir stofnun hópsins í nokkur ár. Hug- myndina fékk hann þegar hann starfaði með svokölluðum Létt- liðum, vinnuskólahópi unglinga sem komist hafa í kast við lögin eða lent í annars konar vandræðum. „Þá var ég með nokkra stráka sem höfðu verið að graffa,“ segir Magnús. „Þeir voru alveg agalega vonlitlir, fannst allt vera glatað og voru svolitlir „rebelar“; vildu skemma allt sem Reykjavíkurborg átti sökum þess að borgin var svo andstyggileg við þá að leyfa þeim ekki að spreyja neins staðar lög- lega. Svo ég ákvað að athuga hvort það væri ekki hægt að snúa þessari skemmdarverkahugsun yfir í eitt- hvað listrænt.“ Úr varð tilraunaverkefni sem stendur í sumar. Hópurinn er einn af fjölmörgum svokölluðum skap- andi hópum Vinnuskólans, sem eru starfræktir í samvinnu við ÍTR. Krökkunum verður svo frjálst að sinna þessu hugðarefni sínu áfram ásamt hópnum í vetur. Hópurinn varð fyrir óskemmti- legri, en ekki síður lærdómsríkri, reynslu í gærmorgun. Krakkarnir höfðu unnið hörðum höndum að því að þrífa krot af hjólabrettasvæði við Félagsmiðstöðina Gufunesbæ í Grafarvogi, mála það og fegra. Þegar þeir mættu til vinnu í gær var það hins vegar allt útbíað í kroti á ný. Magnús segir krökkunum ekki hafa verið skemmt. „Við tókum hressilegar umræður um þetta í kjölfarið og ég held að þetta hafi verið mikilvægt víti til varnaðar til að snúa þessum hugsunarhætti.“ Hann segist þegar farinn að sjá hugarfarsbreytingu hjá hópnum. Hápunktur verkefnisins verður þegar listaverk hópsins verða til sýnis á búkkum við göngustígana á Miklatúni í kringum Vinnuskóla- daginn 10. júlí. stigur@frettabladid.is Málaliðar læra um mun á list og kroti Átta unglingar starfa við það í sumar að þrífa veggjakrot og læra um muninn á list og skemmdarverkum. Þeir urðu fyrir leiðri en lærdómsríkri reynslu í gær. BRÚSARNIR MUNDAÐIR Krakkarnir klæðast hlífðarbúnaði við vinnuna, enda hafa þeir lært að það er ekkert grín að þurfa að þrífa hana úr fötum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Geir Jón, er Jón búinn að kæra? „Svona misindisverk fara sem betur fer framhjá honum, hann er líka seinþreyttur til vandræða.“ Íslenska fánanum var stolið af leiði Jóns Sigurðssonar hinn 17. júní. Geir Jón Þórisson er yfirlögregluþjónn. Undir hatti skapandi sumarstarfa, samstarfsverkefnis Vinnuskólans og félagsmiðstöðva ÍTR, er starf- ræktur fjöldi vinnuhópa. Meðal þeirra eru: ■ Fatahönnunarhópur ■ Kvikmyndagerðarhópur ■ Lifandi vegvísar, sem vísa ferða- mönnum til vegar í miðborginni ■ Götuleikhúshópur ■ Umhverfishópar ■ Málræktarhópar fyrir nýja Íslendinga FJÖLDI ÓLÍKRA HÓPA LEIT Bandaríska og kanadíska strandgæslan hafa undanfarna daga staðið fyrir umfangsmikilli leit að seglskútu Íslendings á svæð- inu milli Nýfundnalands og Bermúda. Maðurinn, Jakob Fenger, er ófundinn en skipulagðri leit hefur verið hætt. Jakob, sem er 56 ára gamall, er einn um borð. „Við höfum ekki frétt neitt nýtt,“ segir Gunnhildur Björg Emilsdótt- ir, kona Jakobs. Hún segir fjölskyld- una bíða milli vonar og ótta eftir upplýsingum um afdrif Jakobs, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Jakob hugðist flytja skútuna Dystociu, sem er 35 feta, einmastra af Bavaria-gerð, til Íslands. Hann er mjög vanur siglingamaður sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar hugðist Jakob sigla 800 mílna leið frá Bermúda til St. Johns á Nýfundnalandi og þaðan til Íslands. Hann lagði af stað frá Bermúda 31. maí eða 1. júní og ekk- ert hefur heyrst frá honum síðan 3. júní. Þegar skútan hafði ekki skilað sér til St. Johns 13. júní var óskað eftir því að formleg leit yrði hafin. Bandaríska og kanadíska strand- gæslan leitaði á 635 þúsund ferkíló- metra hafsvæði en hafa ekki fundið nein ummerki um skútuna. - sh Fjölskylda íslensks sæfara sem saknað er bíður milli vonar og ótta eftir fréttum: Við höfum ekki frétt neitt nýtt SKÚTA Ekkert hefur heyrst frá mannin- um síðan 3. júní. Myndin er úr safni. UMHVERFISMÁL Auðlind-Náttúru- sjóður heitir sjóður sem á að „styrkja endurheimt og viðhald náttúruauðlinda landsins“. Að baki honum standa meðal annarra frú Vigdís Finnbogadóttir, Andri Snær Magnason og Þórólfur Árnason. Sjóðurinn stefnir að því að verða leiðandi afl í náttúruvernd og er landsmönnum boðið að gerast stofnfélagar. Meðal hugsanlegra verkefna er að kaupa landsvæði og selja aftur, með viðbættum verndarkvöðum. Kynningarfundur er á Þjóð- minjasafni í dag klukkan tvö. - kóþ Náttúrusjóður stofnaður: Styrki auðlindir náttúrunnar FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Stofn- félagar sjóðsins geta verið þeir sem leggja fram 10.000 krónur eða meira. Verktakar og fyrirtæki geta dregið fram- lög frá skatti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NORÐURHEIMSKAUTIÐ Ísbreiðan á Norður-Íshafi bráðnar jafnvel hraðar en á síðasta ári þrátt fyrir kaldan vetur. Mælingar bandarísku snjó- og ísmælingastofnunarinnar sýna að í byrjun ársins þakti ísinn stærra svæði en í byrjun árs 2007. Nú hefur ísinn aftur á móti hörfað og er umfangið orðið sam- bærilegt við júní í fyrra, en það sumar var sett nýtt met í hafís- tapi. Vísindamenn segja stóran hluta íssins svo þunnan að hann bráðni auðveldlega og spá því að norður- heimskautið geti orðið íslaust um sumartímann eftir einungis fimm til tíu ár. Heimskautaísinn hefur aldrei mælst umfangsminni en síðastlið- ið sumar, þegar ísbreiðan þakti 4,2 milljónir ferkílómetra, saman- borið við 7,8 milljónir árið 1980. Löndin í kring eru þegar farin að íhuga möguleika sem bráðnun íssins gæti haft í för með sér. Kanadamenn, Danir/Grænlend- ingar og Rússar kanna rétt sinn til hafsbotnsins og George Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt til frekari olíuleitar í lögsögu Alaska. Bráðnun hafíssins getur þó haft áhrif um heim allan með því að herða á hlýnun andrúmslofts- ins og hækkun sjávarborðs. - ht Ísbreiður Norður-Íshafs gætu horfið yfir sumarið eftir áratug: Ísinn bráðnar enn hraðar Jóhann Sigurðarson leikari hefur verið valinn bæjarlistamaður Garðabæjar. Hann starfaði fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann færði sig yfir til Þjóðleikhússins árið 1986 og hefur leikið þar allar götur síðan. GARÐABÆR Jóhann bæjarlistamaður © GRAPHIC NEWS ÍSLAUS HEIMSKAUTASUMUR Ísbreiður norðurheimskautsins hafa aldrei mælst umfangsminni en síðasta sumar; 4,2 ferkílómetrar samanborið við 7,8 milljónir árið 1980. Vísindamenn spá nú íslausum sumrum á norðurheim- skautinu innan áratugar. KJARAMÁL Lítið hefur þokast í kjaraviðræðum Félags frétta- manna og samninganefndar ríkisins fyrir hönd RÚV ohf. hjá ríkissáttasemjara undanfarið en viðræðum var vísað þangað í vor. Aðalbjörn Sigurðsson, formaður Félags fréttamanna, segir að menn séu búnir að kynna kröfur sínar og á mánudaginn verði formlegur sáttafundur. Ef samninganefnd ríkisins komi ekki með neitt útspil þar þá verði fréttamenn að skoða stöðu sína alvarlega. - ghs Fréttamenn hjá RÚV: Skoða stöðu sína alvarlega DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest átta mánaða fangelsisdóm, þar af sex á skilorði, yfir manni vegna líkamsárása. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt mann sem sat í aftursæti bifreiðar í gegnum opna rúðu. Jafnframt að hafa, skömmu síðar, ráðist á annan mann með golfkylfu og slasað hann. Loks var maðurinn ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás er hann réðst aftur á fyrrnefnda fórnarlambið og barði hann með golfkylfunni í höfuðið. Sá sem fyrir þessari árás varð fékk heilablæðingu, heilamar og gat á hljóðhimnu, auk fleiri áverka. - jss Fangelsi fyrir líkamsárásir: Barði tvo menn með golfkylfu SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.