Fréttablaðið - 20.06.2008, Page 10

Fréttablaðið - 20.06.2008, Page 10
10 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR KAUPMANNAHÖFN, AP Ósannað er að tilgangurinn með að prenta skopmyndirnar af Múhameð spámanni hafi verið að útmála múslima sem glæpamenn eða hryðjuverkamenn, að því er danskur dómstóll segir. Dómstóllinn í Árósum hafnaði í gær máli gegn Jyllands-Posten, sem fyrst birti skopmyndirnar af Múhameð spámanni árið 2005. Dómurinn tekur því undir fyrri niðurstöðu undirréttar. - ht Dómur um Jyllandsposten: Tilgangur ekki að hæðast að WASHINGTON, AP Seðlabanki Bandaríkjanna hefur ákveðið að veita fjármálastofnunum sjötíu og fimm milljarða dollara lán, jafnvirði um sex þúsund milljarða króna, til að mæta lánsfjárkreppu á fjármálamörk- uðum. Bankinn vonast til að þessar aðgerðir, ásamt stýrivaxtalækk- unum og skattalækkunum, verði til þess að efnahagslífið í stærsta hagkerfi heims rétti úr kútnum á seinni helmingi þessa árs. - gh Seðlabanki Bandaríkjanna: Sex þúsund milljarða lán NEYTENDUR Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í Kaskó á milli fyrstu og annarrar viku í júní. Hækkunin var 3,4 prósent. Nóatún fylgir á hæla Kaskó en vörukarfan hækkaði þar um 1,5 prósent. Hækkunina má að mestu rekja til verðhækkana á kjötvöru, brauði og drykkjar- vörum. Hins vegar lækkaði verðið í lágvöruverslununum Bónus og Krónunni. Hjá hvorri um sig var lækkunin tvö prósent. Lækkunina hjá þeim var að finna í kjötvöru og grænmeti en einnig lækka drykkjarvörur á milli vikna. - hþj Vörukarfa ASÍ í byrjun júní: Hækkun í Nóa- túni og Kaskó Skrílslæti í bæjarráði Það sem kallað er skrílslæti í miðbæ Akureyrar á Bíladögum um síðustu helgi var rætt í bæjarráði á fimmtu- dag að ósk Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar bæjarfulltrúa. AKUREYRI STJÓRNSÝSLA Samkeppniseftirlitið getur ekki fjallað um kvörtun 365 hf., vegna meintrar ólöglegrar ríkis aðstoðar við Ríkisútvarpið, þar sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur til skoðunar hvort lagaumhverfi og starfsemi RÚV sé í samræmi við fyrirmæli í EES- samningnum. Málið hefur verið á borði ESA í fjögur ár. Um leið fær Samkeppniseftirlitið „ekki betur séð“ en að þau efnis- atriði sem 365 kvartar yfir séu í samræmi við lögin um RÚV ohf. Þau lög gangi framar samkeppnis- lögum. Í júní á síðasta ári krafðist 365 rannsóknar og ákvörðunar Sam- keppniseftirlitsins um hvort fjár- mögnun ríkisins til RÚV bryti gegn EES-samningnum og hvort sam- keppnisstöðu keppinauta RÚV væri raskað á þann hátt að gengi gegn samkeppnislögum. Í svari sem 365 barst í vikunni er ofantalið rakið en að auki ítrekuð sú skoðun Samkeppniseftirlitsins að í lögunum um RÚV felist sam- keppnisleg mismunun þar sem RÚV starfar á auglýsinga- og kost- unarmarkaði í frjálsri samkeppni við aðra jafnframt því að hafa tekj- ur af skattfé. Er minnt á að við meðferð frumvarps til laga um RÚV ohf. hafi Samkeppniseftirlitið bent á leiðir til að koma í veg fyrir röskun á samkeppni. Ari Edwald, forstjóri 365, segir það vonbrigði að Samkeppniseftir- litið telji sig ekki geta tekið á málinu að svo stöddu enda sýni svar stofnunar- innar að hún telji núverandi fyrir- komulag fela í sér markaðslega mismunun og vinna gegn ákvæðum sam- keppnislaga. Um röksemdir Samkeppniseftir- litsins kveðst Ari hafa efasemdir. „Ég tel það vera mikil tíðindi ef stjórnmálamenn hafa talið að grundvallarreglur samkeppnislaga ættu ekki að eiga við um Ríkis- útvarpið.“ Ari segir nauðsynlegt að lögin um RÚV verði skýrð og sé ætlunin að undanskilja RÚV sam- keppnislögum þurfi að taka það sérstaklega fram. Slíkt sé til dæmis gert í búvörulögum. Um þau rök að Samkeppnis- eftirlitið geti ekki fjallað um erindi 365 á meðan ESA hefur RÚV til skoðunar segist Ari fall- ast á að nokkuð skýrt sé kveðið á um það í samkeppnislögum. „Hins vegar tel ég að það þurfi að vera einhver mörk á hversu lengi er hægt að bíða, því í þessu tilviki er tíminn orðinn óhóflegur. ESA hefur væflast með málið í fjögur ár og það væri óskandi að þar á bæ kæmust menn að niður- stöðu á meðan einhver einkafyrir- tæki eru enn eftir á þessum markaði.“ bjorn@frettabladid.is ESA bindur hendur Samkeppniseftirlits Samkeppniseftirlitið getur ekki úrskurðað um meinta ólöglega ríkisaðstoð við Ríkisútvarpið en áréttar þá skoðun sína að lögin um RÚV raski samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Forstjóri 365 hefur efasemdir um röksemdir eftirlitsins. RÍKISÚTVARPIÐ Í EFSTALEITI Samkeppniseftirlitið telur að í lögunum um RÚV felist samkeppnisleg mismunum en getur ekki aðhafst. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ARI EDWALD Jepparnir frá Mitsubishi hafa staðist erfiðasta prófið og sigrað í Dakar kappakstrinum ár eftir ár. Komdu og prófaðu þann sem hentar þér: örugga pallbílinn L200, skemmtilega sportjeppann Outlander eða konung jeppanna, Mitsubishi Pajero. Við bjóðum hagstæða fjármögnun í erlendri mynt og eigum bíla til afgreiðslu strax. Finndu rétta kraftinn! F í t o n / S Í A 3.660.000 kr. VERÐ ÁÐUR 3.860.000 kr. AFBORGUN 41.300 kr. Á MÁn.* L200 Intense Dcab Sjálfsk. 4.290.000 kr. VERÐ ÁÐUR 4.340.000 kr. AFBORGUN 48.900 kr. Á MÁn.* OUTLANder Intense 5 manna Sjálfsk. 5.615.000 kr. VERÐ ÁÐUR 5.970.000 kr. AFBORGUN 63.900 kr. Á MÁn.* PAJERO 3.2 InVITE Sjálfsk. 200.000 kr. lækkun! 50.000 kr. lækkun!360.000 kr. lækkun! *Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar er frá 11% til 12% miðað við hvaða gerð af bíl er valin. NÚ KOSTAR MINNA AÐ VERA Í VINNINGSLIÐINU BETRA VERÐ! Skipulagsstofnun hefur auglýst eftir athugasemdum við frummatsskýrslu Árvéla vegna mats á umhverfis- áhrifum efnistöku í landi Hjallatorfu í Lambafelli. Athugasemdir skulu berast skriflega til Skipulagsstofnunar fyrir 2. ágúst. SKIPULAGSMÁL Efnistaka í Lambafelli VIRÐIR EKKI STÖÐVUNARSKYLDU Allt er á floti í borginni Oakville í Iowa-ríki í Bandaríkjunum frá því Mississippi- fljót flæddi yfir bakka sína. Flóðið virðir enga stöðvunarskyldu en æðir áfram til suðurs og ógnar nú einnig byggð í Illinois og Missouri. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.