Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 20.06.2008, Qupperneq 24
24 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... UMRÆÐAN Guðmundur Hörður Guðmunds- son skrifar um verðtryggingu Verðbólga hefur farið vaxandi á Íslandi undanfarin fimm ár og á allra síðustu mánuðum hefur hún verið gríðarlega há, sú hæsta í 18 ár. Í þessu árferði sjá heimilin í landinu hvernig eftirstöðvar húsnæðislána hækka vegna áhrifa verðtryggingar. Fyrir þá sem ekki vita þá verndar verðtrygging lánveit- anda fyrir verðbólgu með því að uppfæra höfuðstól lána í takt við mánaðarlega verðbólgu. Að mínu mati er þetta úrelt og óréttlátt kerfi sem byggist á því að tryggja hag bankanna á kostnað lántakenda. Verðtryggðar skuldir heimilanna nema um 1.200 milljörðum króna. Alþýðusamband Íslands greindi nýlega frá því, að með aukinni verðbólgu síðustu mánaða, hafi 17 milljarðar króna bæst við höfuðstól þessara lána. Í hækkandi verðbólgu undanfarinna fimm ára hafa tugir milljarða bæst við höfuðstól lánanna. Mikil verðbólga undanfarin ár hefur þannig gengið á eignir fólks og skert kaupmátt, en fært bönkunum og öðrum lánveitendum miklar tekjur. Fréttastofa Stöðvar 2 reiknaði nýlega út að vegna hárrar verðbólgu undanfarið og verðtryggingar þá hefðu eftirstöðvar 24 milljóna króna láns hækkað um rúmar 2,6 milljónir á einu ári þrátt fyrir 12 afborgan- ir! Miðað var við að lánið væri til 40 ára og bæri 4,95% vexti. Við þessar aðstæður má líta á kaup á húsnæði sem áhættufjárfestingu. Kaupandinn getur ekki gert sér grein fyrir því hvað húsnæðið komi til með að kosta þegar upp er staðið, enda hefur lítið sem ekkert verið að marka verðbólguspár að undanförnu. Það er ekki ásættanlegt að þessi fjárfesting sem er sú stærsta í lífi flestra og sem skiptir sköpum fyrir efnahag fjölskyldna skuli vera slíkri áhættu háð. Samanburður við önnur lönd er áhugaverður. Það er staðreynd að lántakendur borga margfalt meira af húsnæðislánum sínum hér, heldur en lántakendur í nágrannalöndunum. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur sagt frá því á heimasíðu sinni að Íslendingur borgi 74 milljónir króna af 15 milljóna króna láni til 40 ára hér á landi ef verðbólga er 3,5%. Af jafnháu láni á meginlandi Evrópu þurfi aðeins að greiða 24 milljónir króna að meðaltali. Þarna munar heilum 50 milljónum. Íslendingar eiga ekki að þurfa að búa við miklu verri lánakjör en aðrar þjóðir. Ekki síst þegar fjármálakerfið hér á landi er orðið jafn alþjóðlegt og raun ber vitni. Stjórnvöld hafa búið bönkunum óeðlilega tryggt starfsumhverfi hér á landi á kostnað almennings. Það er stjórnvalda að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi, þar sem kynslóð sem hefur nýlega komið sér þaki yfir höfuðið og er skuld- settari en nokkur önnur kynslóð í sögu þjóðarinnar, er um það bil að verða enn skuldsettari vegna hárrar verðbólgu og verðtryggingar. Hagsmunum þessarar kynslóðar verður best gætt með því að afnema þennan séríslenska verðbólguskatt sem verðtrygg- ingin er. Höfundur er lántakandi. Afnemum verðbólguskattinn GUÐMUNDUR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON Á n þeirra nýframkvæmda í orkuöflun og stóriðju sem átt hafa sér stað á liðnum árum hefði lánsfjár kreppan þegar orðið dýpri og áhrif hennar alvarlegri fyrir almenning en orðið er. Stórauknar útflutningstekj- ur frá orkufrekum iðnaði sýna að þar var hyggilega að málum staðið. Fátt er því mikilvægara en að sú framrás geti haldið óslitið áfram eins og aðilar vinnumarkaðarins hafa bent á. Við lifum ekki á lánum einum saman. Þar af leiðir að aldrei hefur verið brýnna en nú að fá erlent fjárfestingarfjármagn inn í þjóðarbúskapinn. Meðan við búum við ósamkeppnishæfan gjaldmiðil er mikilvægt að greiða götu erlendrar fjárfestingar sem ekki á allt undir íslensku krónunni. Bestu tækifærin í þeim efnum felast í margvíslegum orkufrekum iðnaði. Þetta var skýr stefna fyrri ríkisstjórnar. Núverandi stjórn hefur fylgt henni að mestu. Að vísu er það veikleikamerki að umhverfisráðherrann sýnist sigla eftir áttavita VG. Iðnaðar- ráðherra tókst á hinn bóginn í vor að ná breiðri samstöðu um breytingar á orkulöggjöfinni. Með aðgreiningu eignarhalds á auðlindum og orkuframleiðslu var opnað fyrir nýja möguleika á að fá einkafjármagn inn í orkuframleiðsluna án þess að það gefi tilefni til deilna um eignarhald á auðlindum. Þetta er mikilvægt nýmæli. Það sætti að vonum andmælum forystumanna Vinstri græns. En tækifærið sem þessi sáttaleið stjórnarflokkanna opnar má ekki láta ónýtt. Þörfin á nýrri verð- mætasköpun er meiri en svo. Framganga ríkisstjórnarinnar mætti vera ákveðnari á þessu sviði. En ekki er unnt að fullyrða að þar megi merkja alvarlegt hik. Staðan er önnur að þessu leyti í borgarstjórn Reykjavíkur, sem ræður einu af þremur stærstu orkufyrirtækjum landsins. Ný forysta sjálfstæðismanna og forysta Samfylkingarinnar á þeim vettvangi hafa að því er best verður séð tekið pól í hæðina í orkunýtingarmálum sem er nær stefnu VG en ríkisstjórnarinnar. Fyrir vikið ræður hugmyndafræði VG í reynd málefnum eins öflugasta orkufyrirtækis landsins og ýmislegt bendir til að svo geti einnig orðið á næsta kjörtímabili. Þessi pólitíski veikleiki hefur neikvæð áhrif í ríkjandi efnahagsástandi og gæti í versta falli orðið skaðlegur. Framsóknarflokkurinn hefur upp á síðkastið átt í verulegum vanda vegna reikandi stefnu að því er varðar ýmis grundvallar- mál. Hvað sem því líður er hann þó eini orkunýtingarflokkurinn sem fylgir á því sviði sömu stefnu á Alþingi og í borgarstjórn og hefur þar af leiðandi sömu viðhorf varðandi hlutverk tveggja stærstu orkufyrirtækjanna sem bæði eru alfarið í opinberri eigu. Það opnar flokknum óneitanlega ýmis pólitísk sóknarfæri. Fari svo sem horfir að Orkuveita Reykjavíkur verði ekki að marki þátttakandi í orkuframrás næstu ára myndast tómarúm á því sviði. Sú staða kallar á viðbrögð annarra, þar á meðal ríkis- stjórnarinnar. Við ríkjandi aðstæður er með öllu óverjandi að nýta ekki þá möguleika sem kostur er á til raunverulegrar verðmæta- sköpunar. Allt annað er ávísun á viðvarandi fall í lífskjörum. Eðlilegt er að Landsvirkjun í eigu ríkisins komi með einhverjum hætti inn í þetta tómarúm. Það gætu önnur framsæknari sveitar- félög en höfuðborgin einnig gert. Loks er unnt að nýta þann möguleika sem iðnaðarráðherra opnaði í vor fyrir einkafjár- magn. Kjarni málsins er sá að framrásina má ekki stöðva. Misvísandi orkustefna er veikleikamerki. Tómarúm ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR SPOTTIÐ Sparar löglega Hvatningarorð Geirs H. Haarde um sparneytnari lífshætti og minni akstur hafa fengið góðan hljómgrunn. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, upp- lýsir til dæmis í Fréttablaðinu í gær að hann hafi tekið upp nýja siði til að mæta hækkunum á eldsneytisverði: að aka löglega. „Það er hægt að minnka eyðsluna um sjö til tíu prósent með því einu að aka á löglegum hraða. Ég er farinn að gera það,“ segir Egill. Ekki er hægt að skilja forstjórann öðruvísi en að fram að þessu hafi hann ávallt ekið á ólöglegum hraða. Þetta er aðdáunarverð hreinskilni og verður vonandi metin honum til refsilækkunar. Vitlaust lag? Í von um að stappa stálinu í hikandi bílakaupendur auglýsir P. Samúels- son nú Toyota-bíla með lagi Megasar og orðunum „Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig“. Fyrir ári hefðu sjálfsagt margir getað tekið undir það og sungið með af hjartans lyst. En nú er komið annað hljóð í strokkinn og ætli upphafslínurnar úr „Gömlu gasstöðinni við Hlemm“ fangi ekki tíðarandann betur: „Ég skulda milljón í banka og ég bý inni í Vogum...“ Borgarbrytar Borgarráð sam- þykkti í gær að ráðast í til- rauna- verkefni næstu þrjár helgar þar sem svokallaðir miðborgarþjónar verða við störf í miðborginni frá klukkan tvö á nóttunni til átta á morgnana. Í frétt frá borginni segir að þjónarnir eigi að „aðstoða fólk sem lendir í erfiðleikum, til dæmis vegna ölvunar og hafa eftirlit með og reyna að tempra hávaða“. Leitað hefur verið til öryggisgæslufyrirtækja um að manna verkefnið. „Þjónarnir“ verða útbúnir talstöðvum og verða í nánu samstarfi við lögreglu og sjúkraflutninga- menn. Þetta hljómar alls ekki eins og þjónar; þeir ganga í kjólfötum, með slaufu og færa fólki matseðla. Borgarráð meinar líklega miðborgarverðir. bergsteinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.