Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2008, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 20.06.2008, Qupperneq 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ HELGIN O.FL. Orri Pétursson einkaþjálfari í World Class Laugum er mikill kokkur og eldar oftar en ekki dýrindis máltíðir sem slá í gegn hjá öllum þeim sem snæða hjá honum. Orri hefur dregið fram grillið og nýtir hvern einasta sólskinsdag til þess að grilla eitthvað hollt og gott. Uppáhaldsrétturinn hans Orra um þessa mundir er grillaðar lambalundir með bökuðum og sætum kartöflum með hvítlauks-barbeque sósu. Lundunum hefur verið mjög vel tekið og allir eru vitlausir í þær. „Ég grilla um tvisvar til þrisvar í viku núna enda veðrið svo gott að það er um að gera að nýta það. Lamba lundirnir er gott að grilla, það er bæði mjög gott bragð af þeim og svo grillast þær bara svo vel. Ég hef verið að æfa mig að grilla síðustu sumur og er orðinn mjög fær, ég hef grillað allt sem hægt er að grilla,“ útskýrir Orri. Það er ekki mikil kúnst að grilla lundir og Orri segist alltaf miða við 200 grömm á mann. „Ég er duglegur að passa að lundirnar brenni ekki og því er nauðsynlegt að standa yfir þeim og fylgjast vel með. Með lundunum hef ég bakaða kartöflu og maísstöngla og eins og allir vita þarf að henda þeim á grillið löngu áður en lundirnar fara á það. Svo set ég líka sætar kartöflur í eldfast mót með rauðlauk og smá olíu og inn í ofn á meðan ég grilla,“ lýsir Orri. Sósan sem Orri hefur með lundunum er Hunt‘s barbeque-sósa sem hann setur á eftir á. En út í sósuna kremur hann þrjú hvítlauksrif. „Með þessu bý ég til salat með vínberjum, ristuðum furuhnet- um, rauðlauk og papriku,“ segir Orri og bætir við: „Ég er líka alltaf með hollan eftirrétt sem saman- stendur af vanilluskyri og blönduðum berjum sem oftast eru keypt frosin. Berin eru sett í pott og þau soðin þar til þau bráðna og þegar það gerist er þeim blandað saman við skyrið. Svo má bæta nokkrum heilum berjum við til að skreyta.“ mikael@frettabladid.is Grillið í stöðugri notkun Orri starfar sem einkaþjálfari hjá World Class Laugum og kann því að elda marga holla rétti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÚPA Á STRÖNDUM Malarkaffi er nýopnað veitingahús á Drangsnesi á Ströndum þar sem hægt er að fá fisk í ýmsu formi. Fiski- og humarsúpan þykir sérlega góð. MATUR 2 VEISLA Í VIÐEY Hin árlega Viðeyjarhátíð verður haldin á sunnudaginn næsta. Boðið verður upp á flugdreka- gerð, strandveiði, gam- aldags víðavangsleiki, lygasögugöngu og messu. HELGIN 3 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t 6.490 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Kókos- og engifersúpa með grilluðum tígrisrækjum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Côte Rôtie „La Mouline“ 2003 | Rhône, Frakkland Opus One 1995 | Napa Valley, Bandaríkin NÝTT!Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 19 eðalvínum með mat. Verð frá 890-8.900 kr. Sjá nánar á perlan.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.