Fréttablaðið - 20.06.2008, Side 28

Fréttablaðið - 20.06.2008, Side 28
[ ] Fiskur í ýmsu formi verður undirstaða margra rétta í veitingahúsinu Malarkaffi á Drangsnesi á Ströndum sem var opnað í síðustu viku. Matráður þar er Þuríður Ásbjörnsdóttir. Malarkaffi stendur á malarkambi við sjóinn og sjávar- lyktin blandast ilmandi matarangan úr eldhúsinu hjá Þuríði. Hún býður upp á átján til tuttugu rétta matseðil og eins og nærri má geta er ferskur fiskur úr hafinu þar í öndvegi. Gestir geta líka pantað signa grásleppu og saltfisk sem hvort tveggja er verkað á staðnum. „Hér er sterk hefð fyrir grásleppunni og því fannst okkur hún alveg ómissandi á matseðilinn,“ segir Þuríður. Malarkaffi var prufukeyrt á Bryggjudögum í fyrra og mæltist vel fyrir. Nú er sett á fullt stím og veitinga- staðurinn verður opinn allan daginn í allt sumar. Það eru foreldrar Þuríðar, Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir, sem reka veitingahúsið og einnig gisti- heimilið Malarhorn sem er að færa út kvíarnar til muna á næstu vikum því tuttugu rúma hús á að bætast við það sem fyrir er. Hér fáum við smjörþefinn af veisluföngum Þuríðar. Það er fiski- og humarsúpan sem hún er með í pottinum. gun@frettabladid.is Sjávarfang í fjölbreyttum stíl Grímsey á Steingrímsfirði blasir við af svölum Malarkaffis. fyrir 5-6 3 l af fisksoði 2-3 gulrætur 2 laukar fiskbein piparkorn/sítrónupipar 1 dós humarsúpa 1 msk. grænmetiskraftur 1/2 msk. humarkraftur 1 msk. fiskkraftur 1/2 dl hvítvín 2 tsk. tómatpúrre Maísenamjöl Humar, rækjur, krabbalappir og þunnskorinn skötuselur að vild. Rjómi – þeyttur Steinselja til skrauts Fiskbein ásamt lauk, gulrótum og piparkornum soðin saman í 4-6 klukkustundir. Hellt á sigti og humarsúpu úr dós bætt út í soðið ásamt öllum hinum hráefnunum. Súpan er þykkt með maísenamjöli og soðin í 10 mínútur. Humri, rækjum, krabba löppum og þunn skornum skötusel bætt út í ásamt þeytt- um rjóma. Áður en hún er borin fram er hún skreytt með stein- selju. FISKI/HUMARSÚPA Þuríður er matráður í Malarkaffi á Drangsnesi á Ströndum. Fiski- og humarsúpa með rjóma og stein- selju. Kjúklingur er hollur matur og góður jafnt grillaður sem steiktur í ofni. Núna í sumar er um að gera að nýta góða veðrið og grilla hann úti. Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni Útilegumaðurinn · Motor Max · Everest · Seglagerðin Ægir · www.weber.is X E IN N J G 5 x1 0 W eb er Q – gasgrill í úti-leguna! Bjóddu henniút að borða) VANTAR YKKUR GRILL HEIMA EÐA Í SUMARBÚSTAÐINN ERUM MEÐ HÁGÆÐA RYÐFRÍ GASGRILL Grillið er úr ryðfríu stáli (304) með þremur pottbrennurum og einum bakbrennara (stærð 161 x 68 x 126 cm). Grillið er með rafknúnum grillteini, elektrónískum kveikjubúnaði og yfirbreiðslu. Upplýsingar í síma 517 2220 ÓTR ÚLE GT VER Ð kr. 75. 000 Bakverk - heildsala ehf, Tunguháls 10, 110 Reykjavík

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.