Fréttablaðið - 20.06.2008, Page 32

Fréttablaðið - 20.06.2008, Page 32
fréttir D raumur okkar er að það verði upp- selt á leikinn á morgun þegar kvenna- landsliðið okkar í fótbolta mætir Slóvenum,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu. „Ég er að eðilsfari mjög bjartsýnn og efast ekki um að það takist að fylla áhorf- andapallana en ef það gerist verður það í fyrsta skipti sem uppselt verður á kvenn- landsleik í fótbolta,“ segir Sigurður en áhorf- endamet var slegið á síðasta landsleik liðsins sem haldið var á heimavelli í fyrrasumar en þá mættu um 6.000 áhorfendur. „Við erum með frábært lið sem á góðan möguleika á því að komast í sæti í úrslita- keppni EM 2009 en ef svo verður verðum við fyrsta íslenska A-landsliðið í fótbolta sem kemst í Evrópukeppnina,“ segir Sigurð- ur Ragnar og því eru leikirnir á morgun og á fimmtudaginn mjög mikilvægir fyrir liðið en þá mæta Íslendingar Grikkjum. „Við stefn- um að sjálfsögðu á að vinna þessa tvo leiki en þá dugar okkur að ná jafntefli við lið Frakka sem við mætum í Frakklandi í haust til að tryggja okkur sætið í Evrópukeppnina,“ segir Sigurður Ragnar og hvetur alla Íslendinga til að koma á völlinn og styðja stelpurnar okkar. „Stuðningssveitin Tólfan verður á svæð- inu og mun gera allt vitlaust á pöllunum enda liggur mikið við þar sem lið Slóvena er afar sterkt en það sigraði okkur síðast 2-1,“ segir Sigurður Ragnar. Dagskráin byrjar kl. 12.30 og verður boðið upp á grillaðar pylsur, knatt- þrautir, hoppkastala og andlitsmálningu. Leikurinn sjálfur hefst síðan kl. 14 en í leik- hléinu er það Idol-stjarnan Ingó sem mun halda uppi stuðinu og flytja sumarslagarann Bahama. bergthora@frettabladid.is LANDSLEIKUR KVENNALANDLIÐSINS Í FÓTBOLTA Á MORGUN Mætið öll á völlinn! V ið höfðum lengi gengið með þá hugmynd að fá Haffman til að syngja með okkur en hann hefur nánast verið með okkur á hverjum einustu tón- leikum hljómsveitarinnar og séð um sminkið fyrir okkur,“ segir Gilzenegger um samstarf hljóm- sveitarinnar Merzedes Club og listmannsins Haffa Haff sem Gils kýs að kalla Haffman en lagið See me now í flutningi þeirra fé- laganna verður frumflutt á Nasa í kvöld. „Þetta er lag sem á eftir að fara rakleiðis á toppinn enda var kominn tími á annan hittara frá Haffman eftir Wiggle wigg- le song,“ segir Gils og fer fögrum orðum um hversu vel rödd Haff- mans fer við lagið. „Haffman er alltaf mjög létt- klæddur og ég geri því ráð fyrir að hann verði það á sviðinu í kvöld. Við þyrftum bara aðeins að fá að skeina á hann smá brúnku en það gengur eitthvað erfiðlega að sann- færa hann um það.“ segir Gils og efast þó ekkert um að Haffi verði flottur á sviðinu enda viti hann allt um tísku og eigi fleiri föt en sjálf Smáralindin. „Hann er einn heitasti samkynhneigði maðurinn á Íslandi í dag og getur valið úr gæjum. Eina sem ég skil ekki er hvernig hann kemst í allar þess- ar þröngu gallabuxur sem hann notar.“ Haffi ber Merzedes Club vel söguna og finnst æðislegt að vinna með þeim. Hann tekur þó fram að hann muni ekki klæðast í hinum hnakkamerkta stíl band- ins og hvað þá smyrja á sig brún- kukremi. „Þótt ég syngi með þeim lag þýðir það ekki að ég verði ber að ofan og dökkur á hörund. Ég kem fram með þeim sem Haffi Haff og verð í mínum stíl enda erum við ólíkir listamenn.“ Haffi skrifaði textann við lagið sem hann flytur en Barði samdi lagið. „Það var frábært að vinna með Barða og við náðum strax vel saman. Hann er ótrúlega kúl og gaman að vera í kringum hann,“ segir Haffi og hver veit nema að framhald verði á samstarfinu, en Gils og Haffi virðast ná einstak- lega vel saman. „Ég hef orðið var við það að Haffi er sérstaklega æstur í að smyrja brúnkunni á mig og er fljótur að hlaupa til þegar smurning er annars vegar,“ segir Gils sjálfur. Haffi vill þó meina að það sé eitthvað meira í loftinu en Gils gerir sér grein fyrir. „Ég er viss um að Gils er skotinn í mér,“ segir Haffi hlæjandi að lokum. bergthora@frettabladid.is Merzedes Club og Haffi Haff leiða saman hesta sína Haffi leggur ekki í brúnkukremin „Ég ætla að skella mér í gönguferð á Reykja- nesskaga áður en helstu náttúruperlunum þar verður rústað fyrir álver í Helguvík. Það eru margar vinsælar gönguleiðir á svæðinu frá Krýsuvík yfir í Trölladyngju og ótrúleg forréttindi að geta komist í svona stórbrotna náttúru rétt fyrir utan Reykjavík. Svo ætla ég að fara á tónleika Singapore Sling í kvöld því það er alltaf hressandi.“ HVAÐ Á AÐ GERA UM HELGINA Hanna Björk Valsdóttir hjá Ground Control Productions Merzedes Club og Haffi Haff frumflytja lagið See me now á Nasa í kvöld. Landsliðið á síðasta heimaleik gegn Serbíu en þá komu um 6.000 manns á völlinn. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Forsíðumynd Rósa Jóhannsdóttir Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR ÚR STUNDINNI OKKAR Í BLAÐBURÐ Leikarinn geðþekki og annar þátt- arstjórnandi í Stundinni okkar, Ívar Örn Sverrisson, er farinn að bera út Fréttablaðið í Skerjafirðinum. Nýver- ið birtist viðtal við Ívar í 24 Stundum þar segir hann frá heimsreisu fjöl- skyldunnar á dögunum. Það mætti draga þá ályktun að eyðslan hafi eitthvað farið fram úr böndunum hjá vísitölufjölskyldunni og blaða- burðartekjurnar séu því hugsað- ar til að borga upp ævintýraferðina. Hitt gæti svo aftur verið að Ívar hafi ákveðið að gerast hagsýnn heimilis- faðir nú þegar kreppan hangir yfir og sé að búa í haginn fyrir sig og fjölskylduna. Ástin svífur yfir vötnum hjá parinu Sigurði Kára Kristjáns- syni, þingmanni Sjálfstæðis- flokksins, og unnustu hans, Birnu Bragadóttur flugfreyju, en þau ætla að játast hvort öðru 19. júlí næstkomandi. Munu þau verða pússuð saman í næsta ná- grenni við vinnustað Sigurðar Kára, Dómkirkjunni, en síðan verður haldið í Ásmundar- safn þar sem sjálf veislan mun fara fram. Það hefur geislað af þeim síðan þau rugluðu saman reytum árið 2005 og því ekkert annað í stöðunni en láta vaða. Sigurður Kári upp að altarinu Vinnufatabúðin Fagmennska og þjónusta í fyrirrúmi 2 • FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.