Fréttablaðið - 20.06.2008, Side 47

Fréttablaðið - 20.06.2008, Side 47
9 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía þjónar höfuðborgarsvæðinu ásamt byggðunum þar í kring. Auk þess ná fl estir landsmenn útsendingum frá samkomum í Fíladelfíu. Í kirkjunni er fólk sem gefi ð hefur Jesú Kristi líf sitt og vill fylgja honum heilshugar. Við komum úr öllum stéttum þjóðfélagsins en stefnum öll að sama markmiði, sem er boðun fagnaðarerindisins um Jesú Krist. Við viljum uppörva hvert annað, styðja og styrkja í trúnni. Í kirkjunni er fj ölbreytt starf fyrir alla aldurshópa og öllum er velkomið að taka þátt. Við sameinumst í lofgjörð og tilbeiðslu til Guðs með söng, boðun, fræðslu og bæn. Við leggjum áherslu á virka þátttöku safnaðarmeðlima. Við trúum á mannbætandi áhrif kristinnar trúar og leggjum áherslu á samfélags- lega ábyrgð einstaklingsins og kirkjunnar. Kirkjan er fyrir alla. Almennar samkomur Alla sunnudaga kl.16:30. Lofgjörð, prédikun og fyrir- bænir. International church every Sunday at 12:30 in the caféteria. Barnastarf – aldursskipt Krakkakirkja, sunnudaga á almennum samkomutíma. Neistarnir 1-2 ára, Logarnir 3-5 ára og Eldhugarnir 6-12 ára. Royal Rangers kristilegt skátastarf Miðvikudaga kl. 19-20. Krakka Rangers 5-7 ára, Frumherja Rangers 8-9 ára og Skjaldbera Rangers 10-12 ára. Unglingastarf Kirkja unga fólksins á föstudögum kl. 20. Kröftug lofgjörð, prédikun og sam- félag. Heimasíða unglingastarfsins er www.fi lo.is Tónlistarfstarf Gospelkór Fíladelfíu er löngu orðinn þekktur á meðal landsmanna og rómaður fyrir góða tónlist og landinn almennt afar ánægður með að fá að heyra í honum í útsendingum sjónvarpsins á jólum og Hvítasunnu. MCI biblíuskólinn Masters Commssion Iceland biblíuskólinn er skóli sem styrkir grunninn að lífi nu. Karaktermótandi skóli sem hjálpar til við að kynnast Guði á dýpri hátt. Heimasíða skólans er www.mci.is JesúKonur og JesúStelpur Annan laugardag á vetrar- mánuðum koma konur og stelpur saman kl. 10, borða saman morgunmat, heyra biblíukennslu og njóta þess að vera saman og byggjast upp sem þær Guðskonur sem þær voru skapaðar til að vera. Samvera fyrir eldri borgara Fyrsta og þriðja fi mmtudag í mánuði er samverustund fyrir eldri borgara í kaffi - sal kirkjunnar. Þar eru allir velkomnir að koma, njóta samveru og hlýða á Guðs orð og þiggja veitingar í lokin. Á vorin er endað með dags- ferðalagi. Bænastarf Bænastundir eru alltaf í há- deginu á miðvikudögum frá kl. 12-13 og á fi mmtudögum kl. 20. Samhjálp – Stangarhyl Samkomur, fi mmtudaga kl. 20-21:30. Lofgjörð, vitnis- burðir, prédikun og fyrir- bænir. Á sunnudögum kl. 20 er U.N.G. (undir náð Guðs) kröftug lofgjörð, vitnisburðir og fyribæn. Nánari upplýsingar eru á www.samhjalp.is Félagsstarf innan kirkjunnar: 7TS Gönguhópur sem hefur það að markmiði að ganga á minnst fj öll á hverju sumri. Einnig eru skipulagðar ferðir yfi r vetrarmánuðina. Trúboðar Mótorhjólaklúbbur sem hefur það að markmiði að bera út boðskapinn um Jesú Krist og vera fordæmi og fyrirmynd fyrir aðra öku- menn bifhjóla. Ljósbrot Samkomum frá Fíladelfíu er sjónvarpað á Omega á sunnudögum kl. 20. Beinar útsendingar eru á Lindinni FM 102.9, frá almennum samkomum. Beinar sjón- varpsútsendingar eru á internetinu á fi ladelfi a.is. Alfa I og Alfa II Alfanámskeiðin sívinsælu eru haldin á þriðjudögum kl.19 og standa yfi r í tíu vikur, á vetrarmánuðum. Skráning og nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Fíladelfíu. Í hnotskurnVið trúum......á Guð föður. ...að Biblían sé innblásin af Guði. ...á Jesú Krist son Guðs. ...að Jesús hafi risið upp frá dauðum. ...á endurkomu Jesú. ...á Heilagan anda, skírn hans og náðargjafi r. ...að skírn skuli framkvæmd með niðurdýfi ngu í vatn. ...á náð Guðs og kærleika.Jesús er Drottinn Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hátúni 2 S: 535-4700 www.fi ladelfi a.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.