Fréttablaðið - 20.06.2008, Síða 58

Fréttablaðið - 20.06.2008, Síða 58
„Annars hef ég nýlega tekið upp á því að fara út á lífið á föstudögum. Eftir að ég byrjaði með þáttinn Mér finnst þá eigum við Kolfinna til að halda áfram eftir upptöku á föstudagsþættinum og höfum yfirleitt endað á Ölstofunni undir miðnætti – þar er oft gaman. „Best finnst mér að fara í sveitina með góðu fólki ... sérstaklega á sumrin.“ „Mér finnst gaman að fara út í há- degismat á föstudögum með vinum mínum.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir er fædd 12.10 1966. Til að reikna út lífstöluna er fæðingardagur- inn lagður saman og út kemur talan 8. „Hanna Birna, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er svolítið óútreiknanleg týpa. Miðað við þessar tölur hefur hún alltaf verið ákveðin, alveg frá því hún sleit barnsskón- um. Hún hefur unnið sleitulaust án þess að unna sér hvíldar, ekki bara að því takmarki sem hún er komin að, heldur stefnir hún hærra og hærra. Hanna Birna verður að gæta þess að taka lífið ekki of alvarlega því hún kemst ekki lifandi frá því. Hún verður janframt að passa sig á því að treysta fólki betur í kringum sig, því það er fólkið í kringum hana sem mun koma henni áfram. Miðað við hennar lífstölu hefur hún mikið skap og það borgar sig ekki að verða óvinur hennar. Hún hefur mikla stjórnunarhæfi- leika og mun ekki víla fyrir sér að taka ákvarðanir þótt þær falli fólki ekki í geð,“ segir Sigríður Klingenberg og bætir við að Hanna Birna sé að fara yfir á töluna fimm. Hún er reiknuð þannig að árinu 2008, sem er talan 1, er bætt við fæðingardaginn sem er í þessu tilfelli 12.10. og verður útkoman 5. „Það þýðir að hún var á tölunni 4 sem er ansi erfitt ár, bæði tilfinningalega og vinnulega. Hún er að fara á miklu léttara og skemmtilegra ár og allt mun brosa við henni. Það er þó ekki alveg unnið af heilindum í kringum Hönnu Birnu því mér finnst eins og það séu ekki allir sáttir við að hún sitji í stóli konungsins. Það má vera að Hanna Birna verði borgarstjóri um stund en ég held samt ekki. Ég sé fyrir mér að þar komi inn ný manneskja sem mun taka oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins. Hún er þó heppin því hún er vel gift, hefur Vilhjálm eiginmann sinn í baklandinu, sem er kraftmikill og sterkur maður eins og nafnið gefur til kynna. Til hamingju með þetta ár, því það verður frábært! SIGRÍÐUR KLINGENBERG spáir fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Borgarstjórastóllinn verður varla hennar „Mér finnst gaman að fara að versla og undirbúa fjölskyldusamkomur helgar- innar. Ég geri bestu kjötsúpur í heimi og er skyldug til að elda hana reglu- lega.“ „Annars er líka gott að slaka á með stelpun- um mín á föstudag- seftirmiðdögum. Þá förum við í sund eða fjallgöngu og meldum okkur svo í mat ein- hvers staðar.“ A R G U S / 0 8- 02 56 Hin nýuppgerða Sundlaug Kópavogs er öll hin glæsilegasta og leitun að öðru eins. Hún er búin nýjustu tækni og öryggiskerfið er það besta sem völ er á. Í Sundlaug Kópavogs er úr nógu að velja, jafnt fyrir unga sem aldna: Frábærar úti- og innilaugar, huggulegir heitir pottar, þægileg vaðlaug, spennandi rennibrautir og hvers kyns önnur aðstaða til góðrar hreyfingar, slökunar og skemmtunar. Er hægt að hugsa sér það dásamlegra? GLÆSILEG SUNDLAUG! KOMDU Í SUND! SUNDLAUG KÓPAVOGS Ásdís Ólsen þáttastjórnandi FÖSTU DAGUR LEIÐIR TIL AÐ GERA FÖSTUDAG ÓGLEYM- ANLEGAN5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.