Fréttablaðið - 20.06.2008, Page 70

Fréttablaðið - 20.06.2008, Page 70
34 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ohh! Mamma! Ertu ánægð með hana? Hún er full- komin! Því miður höfum við ekki efni á alvöru himnasæng, en með nokkrum gömlum lökum og smá hug- vitssemi komumst við ansi nálægt. Mér líður eins og prinsessu! Þú lítur út eins og prinsessa! Má ég fá þjón líka? Nú talarðu eins og prinsessa! Morgunmatur.Það er bara eitt sem ég elska meira en að sofa í fanginu á Möggu minni... Það er eitthvað í gangi hérna, er það ekki, Dóra? Finnur þú það? Já, ég loga eiginlega innan í mér. Það neistar í bakinu á mér. Allur líkaminn minn titrar. Nokkurn veginn eins og þegar maður setur tungupinnann sinn upp við bílbatterí, en án eftirbragðsins. Passaðu þig. Ég er með fyllingar í mörgum tönnum. Nei, heyrðu, sko... Það var gott að heyra! Og ég er ótrúlega glaður að það er með þér og ekki einhverri af hinum uglunum sem ég hef verið með! Pabbi... Hm! Það er nú ótrúlega flott orð! Það allra besta! Jói! Þetta verður allt í lagi! Þú verður æðislegur pabbi. Ég verð bara að venjast þessu aðeins! Ég hef alltaf átt fullt í fangi með að passa sjálfan mig! Og klöppum fyrir manninum sem ætlaði að hætta í tæka tíð! Já, já... Þar fór örugga tímabilið! Og krakkar, passið ykkur á vísindamönnum, þeir geta gert ykkur veik!! Mjá! Ég var í sjö ára afmælis boði hjá frænda mínum í vik- unni og skemmti mér vel. Veitingarnar voru lystugar og allt eins og best verður á kosið. Skemmtilegast var þó að fylgjast með svipnum á litla frænda þegar hann opn- aði gjafirnar sínar. Gleðin skein úr hverjum andlitsdrætti þegar hvert djásnið á fætur öðru birtist upp úr pökkunum. Ungi maðurinn var þakklátur mjög, enda fékk hann það sem hann bað um og langaði í. Sú var hreint ekki raunin þegar ég sjálfur fagnaði sjö ára afmælis- deginum mínum á fyrri hluta níunda áratugarins. Í aðdraganda þess afdrifaríka dags lét ég bera út þau skilaboð til vina og vandamanna að ég óskaði mér þriggja hluta öðrum fremur í afmælisgjöf; nýjustu plötunnar með söngvaranum Billy Idol, Stjörnustríðskarls í líki Svarthöfða og dollu af leir sem einnig var hægt að nota sem skopparabolta. Þótt öllum hafi gengið gott eitt til, og verið mikið í mun að þóknast óskum mínum, reyndist afrakstur dagsins mér töluverð vonbrigði. Amma og afi gáfu mér hljóm- plötu í afmælisgjöf, en hún innihélt ekki söng og lagasmíðar erkitöff- arans Billys Idol heldur aldurhnig- ins nafna hans, Billys Joel. Frá móður minni fékk ég vissulega Stjörnustríðskarl, en mamma virð- ist ekki hafa gert mikinn greinar- mun á hinum grimma og volduga Svarthöfða annars vegar, og laun dóttur hans Lilju prinsessu hins vegar. Skoppandi leirinn var á sínum stað í pakkanum frá Gunna vini mínum og vakti kátínu um stund, eða þar til mér varð á að klína leirklessu í nýju peysuna hans Gunna, sem launaði mér lambið gráa með því að kýla mig í augað. Tíminn læknar öll sár, og í dag brosi ég þegar ég minnist sjö ára afmælisdagsins. En ég mun heldur aldrei gefa dóttur minni bók um Einar K. Guðfinnsson í afmælis- gjöf þegar hún hefur beðið um Einar Áskel, eða ruglast á Smáfólk- inu og Ísfólkinu. STUÐ MILLI STRÍÐA Billy Idol, Svarthöfði og skoppandi leir KJARTAN GUÐMUNDSSON LÆRÐI UNGUR AÐ VANDA VALIÐ Á AFMÆLISGJÖFUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.